Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Blaðsíða 10
Sykurmagn í 100 grömmum n Lucky Charms 40,7 n Cocoa Puffs 40,5 n Guldkorn 35,0 n Coco Pops 34,0 n Honey Nut Cherrios 33,9 n Weetos 23,5 n Hrísmjólk m. kanilsósu 23,3 n Special K 17,0 n All-Bran 17,0 n Engjaþykkni jarðarb. 13,9 n Weetaflakes 12,5 n Skyr.is m. perum 11,6 n Léttjógúrt m. vanillu 10,7 n KEA skyr m. bananasp. 10,2 n Rice Krispies 10,0 n Húsavíkur jógúrt bláb. 9,6 n SMS smáskyr 8,4 n Þykkmjólk jarðarb. 8,2 n Corn Flakes 8,0 n Skólajógúrt m. súkk. & jarð.b. 7,5 n Óska jógúrt blönd.áv. 7,4 n Skyr.is jarðarb. 6,8 n MS skyr bláb. 6,2 n KS súrmjólk m. karam. 6 n Krakkaskyr banana 4,5 n Cherrios 4,5 n Weetabix 4,4 n Solgryn 1,0 n Krakkaskyr hreint 0 n Dagmál m. hindb. og van. 0 n Kea skyr hrært 0 n Súrmjólk 0 n AB mjólk hrein 0 Sykurinnihald í mjólkurvörum miðast við upplýsingar frá Mjólkursamsölunni. Sykurinnihald í morgunkorni miðast við upplýsingar úr Neytendablaðinu. FöStuDAGuR 28. NÓvEMBER 200810 Helgarblað Setjir þú pakka af Lucky Charms eða Cocoa Puffs morgunkorni á morgunverðarborð barna þinna ertu að bjóða þeim sætasta morg- unverð sem völ er á. Sykurinnihald í þeim er yfir 40 prósent að því er Neytendablaðið greinir frá. Þar segir að fjölþjóðleg rann- sókn sýni að flestar gerðir af morg- unkorni, sem ætlaðar eru börn- um, innihaldi alltof mikinn sykur, oft meira en er í kexi eða kökum. Á meðal þess morgunkorns sem mestan sykur inniheldur er einn- ig Guldkorn, Coco Pops og Honey Nut Cheerios en þessar tegundir innihalda 34 til 35 grömm af sykri í hverjum 100 grömmum. Sykurmagn ekki gefið upp Sú mjólkurvara sem efst skip- ar sér á lista vegna sykurinnihalds er hrísmjólk. Samkvæmt upplýs- ingum af heimasíðu Mjólkursam- sölunnar reiknast sykurinnihald- ið í hrísmjólk með kanilsósu 23,3 grömm. Á heimasíðunni er ekki hægt að sjá hversu mikinn syk- ur mjólkurafurðirnar fyrirtækis- ins innihalda. Í samtali við Björn Gunnarsson, vöruþróunarstjóra MS, er þumalputtareglan sú að syk- urinnihald í mjólkurvörum megi finna út með því að draga 4 grömm (eða 4 prósent) af 100 grömmum af uppgefnu magni af kolvetnum í vörunni. Kolvetni í 100 grömmum af hrísmjólk eru 27,3 grömm. Nátt- úrulegur mjólkursykur er í öllum mjólkurafurðum um 4 prósent. Ef hann er dreginn frá kolvetnamagn- inu fæst sykurinnihaldið út, 23,3 grömm. Það jafngildir tæplega 12 venjulegum sykurmolum, sem hver er 2 grömm á þyngd. Hreint Krakkaskyr er sykur- laust Fleiri mjólkurafurðir innihalda mikið magn sykurs. Nægir þar að nefna engjaþykkni en í 100 grömm- um eru 13,9 grömm af sykri. Í skyr.is með perum eru um 11,6 grömm af sykri í hverjum 100 grömmum og í léttjógúrti með vanillu er sykur 10,7 prósent. Þær mjólkurvörur sem lítinn eða engan sykur innihalda eru súrmjólk, hrein ab-mjólk, hreint Krakkaskyr og dagmál með hindberja og van- illubragði svo dæmi séu tekin. Af sykurlitlu morgunkorni má nefna Cheerios og Weetabix en hvor teg- und um sig inniheldur á milli 4 og 5 prósent af sykri. Kornflex inni- heldur 8 prósent sykur en Solgryn haframjöl aðeins 1 gramm í hverj- um 100. Einstaklingsbundnar þarfir Ólafur Gunnar Sæmundsson er næringarfræðingur og meðal annars höfundur bókarinnar Lífs- þróttur, næringarfræði fróðleiks- fúsra. Hann segir að orkuþörf fólks sé afar mismunandi og ráðist af því hvað fólk aðhafist yfir daginn. Þeir sem séu of þungir og hreyfi sig lít- ið eigi vitaskuld að neyta sykur- og fitusnauðra matvæla. „En fyrir ung- lingspilt í mikilli hreyfingu eða átökum er ekkert óeðlilegt við það að hann neyti orku- ríkra, jafnvel sykurmik- illa afurða. Það sem skiptir máli er hvernig dagur- inn kemur út, ekki endi- lega ein- stök mál- tíð. Það getur vel verið að sá sem borð- ar feitt bjúga í hádegis- mat hafi borðað mjög skyn- samlega þeg- ar dagurinn er á enda runn- inn,“ segir Ólafur og bendir á að orka fáist meðal annars úr sykri og fitu. Getur ýtt undir átröskun Ólafur segir að Mjólk- ursamsalan hafi verið dugleg að framleiða og koma með á markað syk- ursnauðar mjólkurafurð- ir. Hann varar við því að matvæli séu ýmist flokkuð sem holl eða óholl. „Um- ræðan hefur að miklu leyti snúist um megrun. Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að sí- fellt tal um hollan eða óhollan mat ýti undir átröskunartilhneigingu, bæði hjá börnum og unglingum. Börnum sem fylgja þessum skila- boðum hættir til að borða of lítið,“ segir hann. Ólafur á þrjú börn sjálf- ur. Hann segir að honum detti ekki til hugar að eltast við orkusnauð- ar afurðir handa börnum sínum. „En fólk sem á í vandræðum með holdafarið á að sjálfsögðu að gæta hófs í orkumiklum matvælum,“ seg- ir hann. Jafn mikill sykur og í nammi Sumir hafa haldið því fram að neysla á sykurríku morgunkorni jafngildi því að borða hreinlega nammi. Ólafur segir aðspurður að mjög sykruð morgunkorn og mjólk- urvörur geti flokkast undir sælgæti. Hann bendir þó á að meira að segja í Cocoa Puffs sé að finna mikilvæg prótein og vítamín. Og þó að engja- þykkni innihaldi mikinn sykur þá sé afurðin sneisafull af kalki og próteinum. „Öll fæða gefur eitthvað sem við þurf- um á að halda. Smjör er ekki flokkað sem hollustuvara en gefur okkur þó orku í formi fitu og bæði a og b vítamín. Ólafur telur að mataræði ung- menna sé mun betra nú en það var fyrir tíu, tuttugu og jafnvel þrjátíu árum. „Þegar ég var ungur var manni gefið mjög sykrað skyr. Þegar maður þurfi nesti með sér þá innihélt það jafnvel djúpsteikt- ar kótelettur. Neysla grænmetis og ávaxta í dag er mun meiri en áður hefur verið, að því er ég best þekki,“ segir hann. Sykurmagni leynt? Sykurmagn mjólkurafurða er sjaldnast gefið upp á umbúðun- um. Björn segir ástæðuna þá að lög kveði ekki á um slíkt. Ef þær upplýs- ingar væru gefnar þyrfti einnig að birta nánari sundurliðun á næring- arinnihaldi en sjaldnast væri pláss fyrir slíkt á litlum umbúðum. Syk- urmagn er heldur ekki gefið upp á heimasíðu MS, nema í einstökum tilvikum. Björn segir að þetta hafi verið rætt í fyrirtækinu en að fram- taksleysi sé ástæða þess að því hafi ekki verið hrint í framkvæmd. Ól- afur segir aðspurður að hann vilji sjá bragarbót á þessu. Upplýsingar um sykurmagn ættu að hans viti að liggja fyrir. Sykurmagn í morgunkorni og einstaka mjólkurafurð getur jafngilt sykurmagni í kexi og jafnvel sælgæti. DV tók saman hve mikinn sykur morgunkorn og mjólkurafurðir innihalda, en vörurnar eru algengar á morgunverðarborðum landsmanna. Næringarfræðingur varar við að matvæli séu flokkuð sem holl og óholl, meira að segja Cocoa Puffs innihaldi prótein og vítamín. Nammi í morguNmat? BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is „Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að sífellt tal um hollan eða óhollan mat ýti undir átröskunar- tilhneigingu.“ 2045 3 8½ 4 10½ 7 Sykurmagn í molum talið við hverja vöru má sjá hversu hversu mikill sykur er í 100 grömmum. Sykurmolar vega um 2 grömm og er sykurinni- haldið námundað að heilum og hálfum mola.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.