Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Page 13
Föstudagur 28. nóvember 2008 13Helgarblað FLÓTTINN ÚR FJÁRVANA GIFT Ekki leika sér með verðmæti „Það á ekki að láta menn sem telja sig hafna yfir lög leika sér með verð- mæti sem þeir eiga ekki,“ segir Sig- urður ómyrkur í máli og bendir á að svokaölluð skilanefnd Giftar hefði átt að vera löngu búinn að skila fé- laginu og koma verðmætum í hend- ur þeirra sem raunverulega eiga þau. Nú er rúmt ár liðið, og pening- urinn hefur tapast. Aðspurður hver staða félagsins sé nú, segir Sigurður að félagið eigi ekkert nema skuldirnar, því eigi að taka það til gjaldþrotaskipta. Slíkt sé gert þegar félög eiga ekki fyrir sínum skuldum. Spurður hvaða afleiðingar það hefði í för með sér, að taka félag- ið til gjaldþrotaskipta, svarar Sig- urður: „Þá eru þeir búnir að baka sér skaðabótaskyldu og hugsanlega brjóta landslög.“ Skaðabótaskylda myndast Samkvæmt 249. grein almennra hegningarlaga segir orðrétt: „Ef maður, sem fengið hefur aðstöðu til þess að gera eitthvað, sem ann- ar maður verður bundinn við, eða hefur fjárreiður fyrir aðra á hendi, misnotar þessa aðstöðu sína, þá varðar það fangelsi allt að 2 árum, og má þyngja refsinguna, ef mjög miklar sakir eru, allt að 6 ára fang- elsi.“ Ekki er ljóst hvort sú grein eigi við, ef Gift verði tekið til gjaldþrota- skipta, og almenningur fái ekki þá fjármuni til baka sem þeir lögðu í sjóðinn. Hitt er þó ljóst, að skaða- bótaskylda myndast. Ákvörðunin um að mynda Gift er á vegum full- trúaráðsins, sem 24 einstakling- ar sitja í, meðal annars formaður Framsóknarflokksins, Valgerður Sverrisdóttir. Formaður Framsóknar í kuldanum „Ég get bara ekkert sagt um það,“ svarar Valgerður Sverrisdóttir spurð út í alvarlega stöðu Giftar og þýð- ingu þess fyrir hana. Hún stað- festi hins vegar við blaðmann að hún hefði verið stödd á fundi full- trúaráðs Samvinnutrygginga þegar ákvörðunin um Gift var tekin í júní á síðasta ári. Hún segir að enginn hafi kallað til fundar vegna ástandsins núna, síðasti fundur hafi verið hald- inn í upphafi árs. Þá komst hún ekki því hún var stödd erlendis á sama tíma. Þegar haft var samband við fram- kvæmdastjóra Giftar, Benedikt Sig- urðsson, sagðist hann ekki gefa nein svör, þau yrði hægt að nálgast á vef Samvinnutrygginga í dag, föstudag. Hann vildi ekki svara spurningum um fjárhagsstöðu Giftar. Stjórnarmenn flýja Athygli vekur að verulega hefur kvarnast úr stjórn Giftar. Í ljós kom að Þórólfur Gíslason, framsóknar- maður og kaupfélagsstjóri, sagði sig úr stjórn Giftar í mars síðastliðnum en þá var hann stjórnarformaður. Við honum tók Sigurbjörn Rún- ar Rafnsson, sem hætti einnig sem stjórnarformaður nú fyrir stuttu. Þegar blaðamaður náði í Helga S. Guðmundsson sagðist hann hafa hætt í stjórn félagsins síðastliðið vor. Áður hafði hann verið vara- maður, en datt inn sem stjórnar- maður eftir að annar stjórnarmað- ur hætti. Þá er Jafet Ólafsson nýr í stjórninni. Ekki náðist í stjórnarfor- mennina tvo. Framsóknarmenn flýja Miðað við þá stöðu sem upp er komin virðast þeir sem tengdust Framsóknarflokknum vera búnir að yfirgefa Gift. Þá er átt við þá Helga S. Guðmundssonar, Þórólf Gíslason og Finn Ingólfsson, sem sjaldan virt- ist vera langt undan. Þess má geta að viðskipti á milli Finns og Sam- vinnutrygginga hafa verið náin. Til að mynda keypti Finnur árið 2006 fjórðungshlut í Langflugi ehf., sem var félag í eigu Samvinnutrygginga og eignarhaldsfélags Finns, árið 2006. Eina eign þess var 32 prósenta hlutur í Icelandair Group Holding hf. Í kjölfarið varð Finnur stjórnar- formaður Langflugs, sem og Ice- landair. Ári síðar gerði Finnur svokallað- an makaskiptasamning við Lang- flug um hlutabréf sín í Icelandair. Þá hagnaðist hann um rétt tæpa fimm milljarða. Og þess má geta að þá var Langflug í eigu Giftar. Fulltrúaráðsfundur boðaður Ljóst er að málefni Giftar eru alvar- leg en staða fyrirtækisins er ekki ljós. Morgunblaðið fjallar um fjár- festingafyrirtækið í blaði sínu í gær þar sem fullyrt er að skuldir Giftar séu þrjátíu milljarðar umfram virði eigna. Þá segir að eignastaða félags- ins hafi verið sterk þegar Samvinnu- tryggingar samþykktu stofnun Giftar, en þá átti félagið eignir upp á sextíu milljarða og þrjátíu milljarða eiginfé. Fyrrverandi stjórnarformaður, Sig- urbjörn Rúnar Rafnsson, sem er að- stoðarkaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagafjarðar, staðfesti í viðtali við Morgunblaðið að Gift ætti í veruleg- um fjárhagsvandræðum. Samkvæmt heimildum DV verð- ur fundur fulltrúaráðs Samvinnu- trygginga boðaður í dag og vonir standa til að hann verði haldinn um miðjan desember. Þá verða gögn einnig send á fulltrúa ráðsins um málefni Giftar. Fálátur Finnur Lítið hefur farið fyrir Finni undan- farna mánuði en á síðasta ári festi hann kaup á Frumherja, sem hann keypti af Óskari Eyjólfssyni. Þá var Jafet S. Ólafsson settur sem stjórn- arformaður í félaginu. Hann situr einnig í stjórn Giftar. Gera má ráð fyrir því að Finnur hafi tapað veru- legum verðmætum á falli bank- anna en hann á eignarhaldsfélagið FS7. Síðast heyrðist af honum úti á landi en hann mun vera hestamað- ur í dag. Þá má einnig geta þess að Helgi S. Guðmundsson, náinn sam- verkamaður Finns, er alveg hættur störfum. Ekki náðist í Kristin Hallgríms- son, formann skilanefndar Giftar. Finnur Ingólfsson situr í fulltrúaráði samvinnutrygginga og hefur stundað nokkuð náin viðskipti með gift.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.