Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Side 14
FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 200814 Helgarblað „Þetta er í alla staði algjörlega út í hött, alveg sama hvernig þú lítur á þetta mál,“ segir Lúðvík Lúðvíksson, meðlimur í VR, sem er afar ósáttur við að Gunnar Páll Pálsson, formað- ur VR, hafi boðið trúnaðarmönnum í jólahlaðborð á miðvikudagskvöld. Þar gafst trúnaðarmönnum tækifæri til að skrifa undir stuðningsyfirlýs- ingu við formanninn. Til að formað- ur megi bjóða sig fram þarf hann að fá fimmtíu stuðningsyfirlýsingar frá flokksmönnum og finnst Lúðvíki að verið sé að mismuna fólki sem ætli að bjóða sig fram. Þekkir ekki svona kosningu „Það er náttúrlega fátæklegt af manninum að haga sér svona í sið- menntuðu samfélagi sem við teljum okkur búa í. Að öllu jöfnu fer kosn- ing þannig fram að kjörkassi er við- hafður og menn segja já eða nei svo enginn sjái. Svo er líka til handaupp- lyfting en ég hef aldrei heyrt um blað sem menn skrifa nafn og kennitölu á, það er einkennilegt og jaðrar við þvingunaráráttu,“ segir Lúðvík og gagnrýnir Gunnar Pál harðlega. „Að Gunnar Páll skuli nota fé félagsins og í rauninni glepja menn með það fyrir augum að fá þá til jólahlaðborðs og ýta þessu að mönnum við borðhald- ið, það er náttúrlega afar ósmekklegt en þetta lýsir því náttúrlega hvernig hann hefur haldið á málum og mér þykir það miður fyrir félagsmenn.“ Listi gekk manna á milli Lúðvík stóð fyrir mótmælum fyr- ir utan VR fyrir fáeinum vikum og krafðist þess að Gunnar Páll segði af sér og hann er enn á þeirri skoðun að hann bjóði sig ekki fram í næstkom- andi kosningum. „Það er nú þannig að það verður kosið um formann og stjórn og ég held náttúrulega að ef hann hefur einhvern snef- il af siðferðiskennd ætti hann ekki að bjóða sig fram. Trúnaðarmaður er bilið milli atvinnu- rekanda og hins almenna laun- þega og mér þykir það afar einkennilegt ef trúnaðar- maðurinn er orðinn bak- land for- mannsins, þar held ég að menn hafi farið á sveig við merkingu þess orðs sem trúnaðar- maður stendur fyrir.“ Trúnaðarmað- ur sem var á staðnum segir að mörg- um hafi brugðið þegar listinn gekk manna á milli og hafi sumum fundist þeir tilneyddir til að skrifa undir. Engin pressa að skrifa sig á listann Gunnar Páll Pálsson segir að eng- in pressa hafi verið á fólk að skrifa undir listann. „Við vorum löngu búin að ákveða að gefa trúnaðarráði og trúnaðarmönnum gjöf og ákváðum að hafa jólahlaðborð í ár. Eftir fé- lagsfundinn var ákveðið að boða til trúnaðarráðsfundar og við ákváð- Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, bauð trúnaðarmönnum og trúnaðarráði í jólahlaðborð á miðvikudags- kvöld og bauð fólki að skrifa undir stuðningsyfirlýsingu. Lúðvík Lúðvíksson, meðlimur í VR, gagnrýnir Gunn- ar Pál harðlega fyrir undirskriftarlistann og segir að hann eigi ekki að bjóða sig fram í næstu kosningum. ATKVÆÐASÖFNUN Í JÓLAHLAÐBORÐI „Ég harma það ef ein- hver hefur talið þetta vera pressu á sig.“ Ósáttur Lúðvík Lúðvíksson hefur gagnrýnt formann VR harðlega í mótmælum. VR Kosið verður um nýja stjórn og formann á næsta ári Boði Logason blaðamaður skrifar bodi@dv.is gunnar Páll Pálsson Leit svo á að ef trúnaðarmenn styddu hann ekki myndi hann ekki bjóða sig fram.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.