Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2008 15Helgarblað ATKVÆÐASÖFNUN Í JÓLAHLAÐBORÐI um að slá þessu bara saman og erum að fara auglýsa framboð núna um helgina og ég stillti því þannig upp að ég væri að hugsa um að gefa kost á mér en væri svo sem ekkert búinn að ákveða það en ætlaði að leggja það í dóm trúnaðarmanna og trún- aðarráðs ef þau myndu vilja lýsa yfir stuðningi við mig væru listar við and- dyrið,“ segir Gunnar Páll og bendir á að einhver hafi sett listana á borð- in en ekki að hans frumkvæði. Að- spurður hvort honum finnist hann fá forskot á aðra sem ætla að bjóða sig fram segir Gunnar Páll: „Ég leit svo á ef þessi hópur vildi mig ekki, ætlaði ég ekki að bjóða mig fram.“ Gunnar fékk ríflega hundrað undirskriftir og mættu í kringum 120 manns á jóla- hlaðborðið. „Ég harma það ef ein- hver hefur talið þetta vera pressu á sig,“ segir Gunnar að lokum. Fyrrverandi bankastarfsmaður, Margrét Traustadóttir, opnar markað, Norðurport, á Akureyri. Hún missti vinnuna eftir 27 ára starf þegar ríkið yfirtók bankann. Í stað þess að gefast upp ákvað Margrét að venda kvæði sínu í kross og nýta sköpunarkraftinn. Bankakona opnar markað norðursins Margrét Traustadóttir, fyrrverandi starfsmaður Landsbankans á Akur- eyri, hefur vent kvæði sínu í kross og hyggst núna opna markaðinn Norðurport í höfuðstað norðurs- ins. Margrét hafði unnið hjá Lands- bankanum í 27 ár þegar ríkið tók yfir bankann. Í kjölfarið missti hún vinnuna eins og svo margir aðrir. „Ég var náttúrulega sár og svekkt og allt það og ég fór að hugsa hvað ég gæti gert,“ segir Margrét og bætir því við að með hverri vikunni sem leið hafi örlað æ meir á gömlum sköpunarkrafti sem bjó í henni. Margrét var búin að ganga með hugmyndina í nokkurn tíma en ákvað svo að fara á fund bæjar- stjórnar sem tók vel í hugmyndina um eins konar Kolaport norðurs- ins. Hún segir bæjaryfirvöld hafa verið velviljuð og aðstoðað hana við að finna húsnæði. Menning og verslun Húsnæði Norðurports verður opn- að laugardaginn 6. desember í 1.100 fermetra húsnæði á Dals- braut 1 á Akureyri. Það býður upp á marga möguleika að sögn Mar- grétar. Hún vill sjá leiklistarhópa, tónlistarmenn og aðra listamenn nýta sér aðstöðu í húsinu og skapa andrúmsloft sem er þægilegt fyrir alla. Fólk mun eiga möguleika á því að selja vörur sínar þar, hvort sem það eru handgerðir munir, gamlir hlutir eða eitthvað matarkyns eins og harðfiskur, laufabrauð og fleira. Margrét segir símann ekki hafa stoppað eftir að hún auglýsti mark- aðinn. Markaðurinn verður ætlað- ur fyrir Norðurlandið allt. „Svo er hugmyndin sú að hafa þemadaga fyrir viss svæði. Frá Fjallabyggð til Svarfdæla, Þingeyinga og fleira til þess að laða fólk í bæinn,“ segir Margrét. Létta andrúmsloftið Margrét segist hafa hugsað um það hvað hún gæti gert eftir að hún missti vinnuna, og hvernig hún gæti hjálpað öðrum í leiðinni. Hún segir marga listamenn vera með handverk sín í bílskúrum vítt og breitt um bæinn. Með Norður- porti sé möguleiki á því að sameina fólkið á einu svæði. „Mér hefur alls staðar verið geysilega vel tekið og allir eru rosalega glaðir með þetta,“ segir hún. Margrét segir það í raun nauðsynlegt á þessum tímum að finna leiðir til þess að létta and- rúmsloftið hjá fólki. Í Norðurporti vonast hún til þess að fólk alls stað- ar að geti hist og notið fjölbreytn- innar. Hún er sannfærð um að þessi markaður norðursins muni koma með meira líf inn í bæinn. Jón bJarki Magnússon blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is „Mér hefur alls staðar verið geysilega vel tek- ið og allir eru rosalega glaðir með þetta.“ Tækifærin í kreppunni Margrét Traustadóttir hefur fulla trú á því að Norðurport muni hafa góð áhrif á bæjarlífið á Akureyri og laða nærsveitunga á markaðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.