Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Page 16
Afskipti Davíðs Oddssonar, þáver- andi forsætisráðherra, af hjúskap- armálum Ólafs Ragnars Grímsson- ar og Dorritar Moussaieff vorið og sumarið 2003 hefur vakið athygli, en frá þeim afskiptum er greint í nýút- kominni bók Guðjóns Friðrikssonar „Saga af forseta“. Þykja þau bera vott um óvenjulega drottnunargirni en jafnframt þungan hug forsætisráð- herrans þáverandi til Ólafs Ragnars. Svo sem frá er greint í bók Guð- jóns náðu afskipin af ráðahag Ólafs Ragnars og Dorritar hámarki með bréfi sem Davíð sendi forsetanum 31. júlí 2003. Þar telur hann óhjá- kvæmilegt að gera athugasemdir við framkvæmd hjónavígslunnar, sem fram fór 14. maí á Bessastöðum sama ár, en þau lutu að skilnaðarvottorði Dorritar frá fyrra hjónabandi. Í bréf- inu segir: „Er óskiljanlegt og óverj- andi með öllu að að ekki hafi verið bætt úr þeim ágöllum sem á vígsl- unni voru og því sem að öðru leyti á vantar til að ganga megi frá færslum Þjóðskrár með ágallalausum hætti. Verður að krefjast þess að úr öllum þeim ágöllum verði bætt án tafar, enda er þetta mál allt hið vandræða- legasta og óheppilegt hvernig til þess var stofnað.“ Undir bréfið ritar Davíð Oddsson. Í forsetabókinni segir að auðveld- lega megi túlka bréf forsætisráðherra sem aðför að forsetahjónunum og ekki síst að heiðri forsetafrúarinnar. „Ómerkilegur kjaftaskur“ Enginn þarf að velkjast í vafa um að Davíð ber þungan hug til Ólafs Ragn- ars og margvísleg atvik eru tilgreind í bókinni sem vísa í þá átt. Ljóst er að Davíð kunni því til að mynda afar illa að Ólafur Ragnar, sem eitt sinn hafði talað um „skítlegt eðli“ Davíðs úr ræðustóli á Alþingi, skyldi ná kjöri sem forseti Íslands árið 1996. Dagbækur Matthíasar Jo- hannessen, fyrrver- andi ritstjóra Morg- unblaðsins, á netinu hafa vakið umtalsverða at- hygli. Laugardag- inn 15. ágúst 1998 hitti hann Davíð Oddsson forsæt- isráðherra í ráð- herrabústaðnum við Tjarnargötu ásamt Styrmi Gunnarssyni, með- ritstjóra sínum á Morgun- blað- inu. Matthías lýsir fundinum í færslum sínum og talar um langt og gott sam- tal: „Þegar við minntumst á forseta- embættið og vörn hans fyrir Ólaf Ragnar nú ekki alls fyrir löngu, sagði hann, að það væri ekki sitt hlutverk, að efna til óvinafagnaðar í þjóðfélag- inu. Hann segir það skipti sig engu hvort forsetinn hafi verið formaður Alþýðubandalagsins eða gamall sós- íalisti, en bætti því við að hann væri mér sammála um, að það væri erfitt að láta sér lynda, að jafnósvífinn og ómerkilegur pólitískur kjaftaskur um tuttugu ára skeið skuli taka við þessu embætti.“ Heimildirnar tala Þegar Matthías birti dagbækur sín- ar frá 1997 og 1998 á netinu í ágúst síðastliðnum vakti athygli frásögn hans af boði þar sem Styrmir og Dav- íð höfðu hist. Matthías skráir eftirfar- andi í dagbók sína 3. júlí 1998: „Davíð hafði aftur á móti verulegar áhyggur af öðru máli. Hann sagði að það hefði komið 15 milljóna króna reikningur í skrif- stofu sendiherra Ís- lands í Wash- ington sem fyrsta greiðsla fyrir læknis- meðferð for- setafrúarinnar í Seattle. Enginn hefði minnzt á þetta einu orði og þeir Hall- dór Ásgrímsson vissu ekki hvern- ig með skyldi fara. Ef neitað yrði að greiða yrðu þeir úthrópaðir sem ill- menni og yrðu að segja af sér, en ef greitt væri kæmi að sjálfsögðu að því að slíkar greiðslur þyrfti einnig að inna af hendi fyrir þá sjúklinga aðra, sem minna mega sín. Hann ætlar víst að láta Tryggingastofnun- ina kanna þetta mál til hlítar og ræða það síðan við forystumenn stjórnar- andstöðunnar svo að hann sitji ekki uppi með hneykslismál að lokum.“ Guðjón Friðriksson minnist ekki á þessar tilvitnanir í forsetabókinni nýju og yfirhöfuð ekkert á Matthí- as Johannessen. Guðjón segir við blaðamann DV að ritun bókarinn- ar hafi að mestu lokið löngu áður en Matthías birti umræddar dagbókarfærslur. Sjö mínútna kast Samflokksmenn, vinir og aðrir, kannast við reiði- köst Dav- íðs. Frá einu slíku segir Matthías í dag- bókum sínum. 12. júní 1998 voru ritstjórar Morgunblaðsins í boði hjá Sverri Sigfússsyni, þá forstjóra Heklu, ásamt Davíð Oddssyni, Ól- afi Skúlasyni, þáverandi biskupi, og fleirum. „En að borðhaldinu loknu og þegar við höfðum sezt inn í stofu og vorum að tala um eitthvað hund- ómerkilegt, hóf hann skyndilega harða gagnrýni á mig út af Sverris- málinu... Gagnrýni Davíðs átti ræt- ur að rekja til þess, að við skyldum hafa birt úr bréfi hans til Sverr- is Hermannssonar og mynd af því. Við værum því brotlegir og þátttak- endur í árás á hann. Þetta hafi ver- ið einkabréf eins og allir hafi séð og vitað, og birtingin til þess eins að koma höggi á hann... Einhvern tíma í þessu samtali sagðist Davíð ekki skilja af hverju Sverrir væri að ráðast á sig og var harla viðkvæmur fyrir því.“ Matthías seg- ir einnig frá lykt- um málsins í umræddu boði. „Þegar við höfð- um afgreitt ávirðingar mín- ar og Morgun- blaðsins (því aldrei var minnzt á Styrmi) sagðist Davíð hafa tekið sjö mínútna kast, en nú væri því lokið.“ Hótanir Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, hef- ur lýst einu svona kasti. 20. októ- ber í fyrra sótti fjöldi Íslendinga að- alfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington. Að honum loknum var haldin veisla á vegum Seðlabanka Íslands. Í veislunni veittist Davíð að Sigurði, meðal annars vegna kröfu stjórnenda Kaupþings um að fá að færa bókhald og rekstur bankans í evrum en ekki íslenskum krón- um. Gegn þessu hafði Davíð lagst af þunga. Sigurður hefur sagt það eitt að Davíð hafi látið stór orð falla og haft í hótunum að knésetja Kaup- þing á skömmum tíma. Vitað er um nokkur vitni að orða- skaki Sigurðar og Davíðs. Þeirra á meðal eru Lilja Alfreðsdóttir og Sturla Pálsson, sem bæði gegna stjórnendastöðum í Seðlabankan- um. Hvorugt þeirra hefur viljað tjá sig um atvikið þótt DV hafi gengið eftir því. Þá varð einnig eiginkona Sigurðar vitni að orðaskakinu. Tangarhald á fjölmiðlunum Gríðarlegur tími fór í fjölmiðlalögin svonefndu árið 2004. Í fyrsta skipti í lýðveldissögunni beitti forseti Ís- lands stjórnarskrárbundnum mál- skotsrétti þegar hann synjaði þeim lögum staðfestingar 2. júní það ár. Fljótlega varð ljóst að Framsókn- arflokkurinn gæti ekki og vildi ekki standa að því að samþykkja ný og áþekk lög að vilja Davíðs. Boðað var til sumarþings til að greiða úr mál- inu. Niðurstaðan varð að óundirrit- uðu lögin voru afnumin án þess að ný kæmu í staðinn. Þingflokksfundur Sjálfstæðis- flokksins var haldinn skömmu fyr- ir lok sumarþingsins 20. júlí það ár. Heimildir eru fyrir því að Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi og þáverandi þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, hafi kvartað sáran yfir því hversu mikill tími hefði farið í fjöl- miðlamálið á sama tíma og undir- búningur fjárlaga sæti á hakanum. Við þessu brást Davíð ókvæða og kallaði Gunnar öllum illum nöfnum. Heimildir herma að Gunnar hafi illa sætt sig við vanstillinguna og gengið á dyr áður en fundi var slitið. Þá eru heimildir fyrir því að Dav- íð hafi reiðst því ákaflega þegar Guðni Ágústs- son tilkynnti hon- um að lengra yrði ekki gengið í fjöl- miðlamálinu af hálfu Framsókn- arflokksins, enda líkur á að forset- inn synjaði slík- um lögum stað- festingar á ný. „Ég sagði við Davíð að hann þyrfti ekkert að vera að skamma mig. Þetta snerist líka um framtíð hans sjálfs,“ sagði Guðni í endur- minningabók sinni um þetta atvik. Agavald og umbun Hanna Arendt ritaði um vald á síðustu öld og taldi að það yrði ein- vörðungu rakið til hóps. „Valdið er því aðeins raunveru- legt að hópurinn loði saman. Þeg- ar við segjum að FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 200816 Helgarblað Agavald Davíðs Oddssonar yfir Sjálfstæðisflokknum dugði honum til 13 ára setu á valdastóli sem forsætisráð- herra. Þjóðin varð nær gjaldþrota í tíð hans sem seðlabankastjóri og atvinnuleysi er nú þegar orðið meira en þekkst hefur í áratugi. Jóhann Hauksson rýnir í agavald Davíðs yfir þjóðlífinu og valdaflokki íslenskra stjórnmála. SKÓSVEINAR OG DROTTNANDI AGAVALD JÓHAnn HAukSSOn blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Sigurður Einarsson Davíð sneri niður Kaupþingsmenn með hótunum um að knésetja bankann. Guðni Ágústsson Heldur tryggð við vin sinn í Seðlabankanum en hefur mátt þola blóðugar skammir frá honum. Árni Mathiesen Árni var skipaður dómsmálaráðherra í skamma stund til þess einvörðungu að skipa Þorstein, son Davíðs og aðstoðarmann Björns Bjarnasonar, í dómaraembætti. Gunnar I. Birgisson Davíð hundskammaði Gunnar á þingflokksfundi fyrir að vilja snúa sér að gerð fjárlaga frekar en að tala um fjölmiðla. Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff „Er óskiljanlegt og óverjandi með öllu að að ekki hafi verið bætt úr þeim ágöllum sem á vígslunni voru...“ segir í bréfi Davíðs.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.