Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Page 18
Föstudagur 28. nóvember 200818 Helgarblað Réttarhöldum vegna máls frá 2006 er rétt nýlokið í Bandaríkjunum. Sakborningur var kona sem ákærð var fyrir að hafa spunnið upp per- sónu á MySpace með það fyrir aug- um að níðast á þrettán ára stúlku, sem var nágranni konunnar. Stúlk- an framdi sjálfsmorð í kjölfarið. Sakborningurinn, Lori Drew, fjörutíu og níu ára, var sýknuð af alvarlegustu ákærunni, sem var að hafa í heimildarleysi nýtt sér tölvu með það fyrir augum að skaða sál- arlíf annarrar manneskju. Drew var hins vegar sakfelld fyrir þrjá lítil- væga glæpi sem sneru að því að nýtt sér tölvu í heimildarleysi. Hún á yfir höfði sér allt að eins árs fang- elsi og 100.000 bandaríkjadala sekt fyrir hvert brot, samtals 300.000 dali sem samsvara um fjörutíu og einni milljón íslenskra króna. Evans var uppspuni einn Sem fyrr segir má rekja forsögu málsins til ársins 2006 og er það sennilega hið fyrsta þar sem ákært er fyrir netþjösnaskap í Bandaríkj- unum. Í miðju málsins var Meg- an Meier sem hengdi sig á heimili sínu í Dardenne Prairie, úthverfi St Louis. Megan ákvað að binda enda á eigið líf eftir að hún fékk rafrænan póst frá dreng, Josh Evans, sem hún hafði vingast við á netinu. En Evans var uppspuni einn, skálduð persóna sem Lori Drew, Sara dóttir Lori, og Ashley Grills sem var starfsmaður Lori. Orðsendingin sem hratt at- burðarásinni af stað var frá Meg- an til Grills. Í henni viðraði Megan þá skoðun sína að Sara væri ljót og lesbísk í þokkabót. Þessi skoðun Megan barst Lori til eyrna og hún reiddist Megan fyr- ir að hafa „borið út róg“ um dóttur hennar, og varð umhugað að gera Megan „berskjaldaða“. Hugmynd að hefnd fæðist Lori fékk Söru dóttur sína, sem einnig var bekkjarfélagi Megan, og Ashley Grills til skrafs og ráðagerða og í sameiningu upphugsuðu þær leið til að niðurlægja Megan, kenna henni lexíuna og komast í leiðinni að því hvað hún hefði að segja um fólk. Þeim datt í hug „Josh Evans“, sextán ára dreng sem væri nýfluttur í hverfið. Til að fullkomna blekking- una stofnuðu þær MySpace-síðu í nafni hins skáldaða drengs og settu meira að segja inn mynd af „Josh“ með úfið hár og ber að ofan. Megan Meier var ung og áhrifa- gjörn stúlka og glímdi við þung- lyndi og þurfti ekki meira þegar „Josh“ sýndi henni áhuga og festist í blekkingarvef mæðgnanna og vin- konu þeirra. Óknyttir breytast í illkvittni Megan og „Josh“ hófu að skipt- ast á orðsendingum, og hún varð sem leiksoppur í höndum Lori Drew og stúlknanna. Eitt sinn, að sögn Grills, stakk Lori upp á því að þær kæmu á stefnumóti Megan og „Josh“ í nálægri verslunarmiðstöð. Síðn myndu þær birtast óvænt og gera gys að Megan. Áður en langt um leið tóku óknyttirnir á sig dekkri, illkvittn- ari mynd. Kornið sem fyllti mæl- inn hjá Megan var orðsending sem Ashley sendi í nafni „Josh“ 12. okt- óber 2006. Í henni var Megan sagt að „heimurinn yrði betri staður án hennar“ og hún var hvött til „að halda áfram að lífa sínu [ömurlega] lífi“. Svar Megan við orðsendingunni dró dám af skilaboðunum: „Þú ert drengur af því tagi sem fær stúlkur til að fremja sjálfsvíg.“ Skömmu síð- ar hengdi Megan sig. Tók ekki í gikkinn Málflutningur ákæruvaldsins byggðist á því að Lori Drew hefði verið heilinn á bak við blekkinguna og sagði að henni hefði verið full- kunnugt um sálarástand Megan, en engu að síður viðhaldið blekking- arleiknum. „Hann breyttist úr ein- földum hrekk í þann ásetning að ánetja hana [Megan] þessum unga manni svo hún yrði eyðilögð þeg- ar hún kæmist að því að hann væri ekki til,“ sagði Mark Krause, sækj- andi í málinu. Krause staðhæfði að Lori hefði stært sig af athæfinu og hefði ítrek- að fjölyrt um sinn þátt í því, jafnvel eftir dauða Megan. Hann vitnaði í vitnisburð Dawn Chu hárgreiðslu- konu sem sagði fyrir dómi að Lori hefði komið á hárgreiðslustofuna sama dag og líkvaka Megan fór fram. Chu var hissa á að Lori hygð- ist mæta í athöfnina, en Lori sagði: „Það er ekki eins og ég hafi tekið í gikkinn.“ Ekki morðmál Thomas O‘Brien, einn sækjenda, fór að reyna að sýna kviðdómend- um fram á skeytingarleysi Loru Drew gagnvart Megan. „Þetta er „Josh Evans“ þarna, gott fólk. Lori Drew tók þá ákvörðun að niður- lægja barn. Eina leiðin sem henni var fær til þess var að nota tölvu,“ sagði O‘Brien í lokaræðu sinni. Verjandi Lori sagði að ef kvið- dómendur hefðu ekki heyrt ákæru- atriðin gætu þeir freistast til að halda að um morðmál væri að ræða. „Og þetta er ekki morðmál, Þetta, döm- ur mínar og herrar, er tölvumál og það er það sem þið þurfið að leggja til grundvallar,“ sagði verjandinn. Lori Drew var ákærð á grund- velli laga sem lúta að tölvunotkun og svindli. Þeim lögum er allajafna beitt í málum sem varða hakkara og stuld á vörumerkjum. Ákæruvald- ið tók þá ákvörðun að ákæra Lori á þeim grundvelli að hún hefði brot- ið skilmála MySpace, sem banna notkun falskra nafna, ofsóknir í garð annarra og að leita persónu- legra upplýsinga frá ólögráða ein- staklingum. Megan Meier, þrettán ára stúlka, batt enda á eigið líf í kjölfar þess að hafa sætt illkvittnislegum tölvuhrekk. Hrekkurinn átti að vera hefnd fyrir ummæli sem Megan hafði látið frá sér fara. Hrekkurinn fór illilega úr böndunum og varð Megan um megn. Í vikunni féll dómur í máli Lori Drew sem, ásamt dóttur sinni og starfs- manni, stóð að baki blekkingarvef sem kostaði unga stúlku lífið. NetþjösNi dæmdur Til að fullkomna blekkinguna stofnuðu þær MySpace-síðu í nafni hins skáldaða drengs og settu meira að segja inn mynd af „Josh“ með úfið hár og ber að ofan. Megan Meier Kiknaði undan netþjösnaskap og framdi sjálfsvíg. Tina Meier móðir megan barðist ötullega fyrir því að Lori drew yrði dregin til ábyrgðar. Lori Drew og dóttir hennar „Það er ekki eins og ég hafi tekið í gikkinn,“ sagði Lori drew. Nýr kostur í DV eru þjónustuauglýsingar. Það borgar sig að auglýsa í DV! ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR Hringdu í síma 515 5550 og byrjaðu strax í dag! Samfellan sem formar líkamann Ný sending Laugavegi 80 - Sími 561 1330 www.sigurboginn.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.