Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Síða 23
Föstudagur 28. nóvember 2008 23Umræða Hver er maðurinn? „Kristinn Jakobsson.“ Hvað drífur þig áfram? „Ánægj- an.“ Hvar ólstu upp? „Í Kópavogi.“ Áttu stóra fjölskyldu? „Ég er giftur og á tvö frábær börn, þau Jakob og Karen.“ Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „nautasteik.“ Hvaða bók er á náttborðinu þínu? „ódáðahraun eftir stefán mána.“ Hver eru þín áhugamál? „Knattspyrna, líkamsrækt og önnur hreyfing, einnig hef ég mikinn áhuga á ferðalögum.“ Hvenær dæmdirðu þinn fyrsta leik? „Árið 1990.“ Hvernig var tilfinningin að vera fyrsti íslenski dómarinn til að dæma í að margra mati sterk- ustu keppni heims? „tilfinningin var hreint ólýsanleg.“ Varstu stressaður fyrir leikinn? „nei, alls ekki, bara fullur tilhlökkun- ar.“ Hvernig gekk dómgæslan? „Þetta gekk allt saman vonum framar.“ Eru fleiri stórleikir fram undan? „Það á eftir að raða komandi verkefnum niður, menn hafa því ekkert í höndunum eins og staðan er núna.“ Draumurinn? „að taka næsta skref.“ Hvaða stjórnmálaflokkur stendur sig best í þessu mikla ölduróti? „enginn.“ Björn róBErt 29 Ára nÁmsmaður „sjálfstæðisflokkurinn stendur sig ágætlega og geir H. Haarde hefur hald- ið haus í þessu ölduróti.“ Hinrik MattHíasson 62 Ára starFar Í tryggingum „enginn hægriflokkur og ég er búinn að missa allt álit á samfylkingunni. Það væru þá frjálslyndir eða vinstri-grænir.“ kristfinnur GunnlauGsson 29 Ára atvinnulaus „Ég hef alltaf verið hægrisinnuð en er orðin vinstrisinnuð núna. Ég ætla að kjósa þá sem taka upp evruna.“ GErður BEnEDiktsDóttir 63 Ára grasalæKnir Dómstóll götunnar kristinn jakoBsson Kristinn Jakobsson knattspyrnudóm- ari varð fyrstur Íslendinga til að dæma í meistaradeild evrópu er hann dæmdi í leik liðanna shakhtar donetsk og basel. Ólýsanleg tilfinning „enginn.“ karl a. karlsson 42 Ára lagerstJóri maður Dagsins Einhvernveginn finnst mér einsog bók Svövu Jakobsdóttur Leigjand- inn hafi öðlast glænýja merkingu og enn eina víddina síðustu vikurn- ar. Þannig er það líka með góðar bækur, þær standa af sér tímann og koma endalaust á óvart. Leigjandinn kom fyrst út 1969 og er því rétt að verða fertugur. Menn deildu strax um innihaldið. Marg- ir þóttust sjá að Svava beindi spjót- um sínum að veru ameríska hersins á Íslandi og samskiptum Íslendinga við hann – og sú pólitík fór mjög fyrir brjóstið á öryggislausum her- námssinnum. Öðrum fannst að þarna væri á ferðinni saga um stöðu konunnar í samfélagi sem er and- snúið frelsi hennar og notar hvert tækifæri til að snúa hana niður – og sú skoðun átti ekki vini í þeim sem vildu ekki þjóðfélagsbreytingar. En hvernig svo sem Leigjand- inn ögraði voru flestir sammála um að sagan væri flott smíð, dularfull, undarleg og mögnuð svo vitnað sé til nokkurra orða sem um bókina voru höfð og víst sáu menn að hún fjallaði almennt um vald og vald- beitingu og kúgun hins sterka á hin- um veika. Leigjandinn segir frá ungum hjónum sem búa í leiguíbúð á með- an einbýlishúsið þeirra er í smíð- um. Einn góðan veðurdag kemur til þeirra gestur sem gerir sig afar heimakominn og smám saman verða hjónakornin ungu svo fjár- hagslega háð honum að þeim tekst illa að lifa án hans. Í bókinni segir: „Aldrei hafði öryggisleysið tekið jafn skýlaust af henni ráðin og dag- inn sem leigjandinn kom. Það var að morgni dags. Hún var að störf- um í eldhúsinu þegar hún heyrði óvæntan umgang. Hún leit fram í forstofu þá stóð hann þar með ferðatöskuna í hendinni. Hann var komin inn til þeirra án þess að berja að dyrum.“ Skrýtinn gestur að tarna sem færir sig smátt og smátt upp á skaft- ið. Samband hans við ungu hjónin verður sífellt nánara og flóknara og andrúmsloftið stöðugt óhugnan- legra og svo gerist það að dag einn taka fætur eiginmannsins og leigj- andans að styttast og þeir styttast svo mikið að mennirnir eiga erf- itt um gang. Loks skeður svo hið ómögulega – einsog svo oft í sög- um Svövu – mennirnir tveir skreppa saman og verða að einum og sama manninum og hafði sá tvö höfuð, fjóra handleggi en gekk á tveimur jafnfljótum. Ég ætla nú ekki að eyðileggja söguna með því að þvælast frekar um í kostulegri atburðarásinni en ég velti fyrir mér hver leigjandi ungu hjónanna sé núna – árið 2008. Sum- ir kynnu að segja að hann feldi sig í orðum forsætisráðherra sem sagði að ef hér yrðu kosningar fengjum við ekki lánið hjá Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum. Aðrir kynnu að finna honum stað í öðrum bönkum og valdastofnunum og enn aðrir ann- arsstaðar. En það er ljóst að hinn miskunn- arlausi leigjandi leynist víða þessa dagana og hefur gert síðustu árin og árangur hans er allra síst minni en 1969 þegar menn sáu hann í ann- arri mynd en þeirri sem birtist nú grímulaus á íslenskum heimilum. Eitt er að minnsta kosti víst að Leigjandann eftir Svövu Jakobsdótt- ur á afar óþægilegt en sterkt erindi við samtímann. Hún kallar á lesn- ingu. Hver er Leigjandinn? kjallari mynDin VonskuVEður lóðsinn frá reykjavíkurhöfn siglir út á sundin í vonskuveðri enda þarf að lóðsa til hafnar hvernig sem viðrar. veður á höfuðborgarsvæðinu í gær var þó ágætt miðað við annars staðar en víða á norðurlandi var skólahaldi aflýst vegna óveðursins. MynD róBErt rEynisson ViGDís GríMsDóttir rithöfundur skrifar „Sumir kynnu að segja að hann feldi sig í orðum Forsætisráð- herra sem sagði að ef hér yrðu kosningar þá fengjum við ekki lánið hjá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.