Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Side 25
Föstudagur 28. nóvember 2008 25Fókus Hvað er að GERAST? föstudagur n Stuð á Dillon blúsrokkhljómsveitin Johnny and the rest ætlar að halda tónleika á dillon. Þessir tónleikar eru þeir fyrstu eftir útgáfutón- leika sveitarinnar fyrir tveimur vikum en þá leit fyrsta breiðskífa hennar dagsins ljós. tónleikarnir hefjast klukkan 21 og er frítt inn. n Trúbador á Rósenberg trúbadortónleikar verða á rósenberg þar sem bandið hans Hlyns ben mun stíga á svið. Hlynur ætlar að flytja lög af nýútkominni plötu sem heitir telling tales. tónleikarnir hefjast klukkan 21 og kostar 500 krónur inn. n Bermuda á Broadway Hljómsveitin bermuda verður með stanslaust stuð og gleði að lokinni madonnu-sýningunni á broadway. bermuda hefur ekki verið þekkt fyrir neitt annað en að skemmta sínum gestum vel og má búast við fjöri. Húsið er opið öllum og mun gleðin standa til klukkan 3. n Jeff Who á NASA Jeff Who ætlar að trylla lýðinn á nasa á föstudagskvöld. Hljómsveitin var að enda við að gefa út nýja plötu og ætlar að halda útgáfutónleika í tilefni af því. tónleikarnir hefjast klukkan 23 og kostar 500 krónur inn. aldurstakmark er 20 ár. n Stuð á Hressó Það verður mikið um dýrðir á Hressó en í kvöld mun dalton spila fyrir dansi og klukkan 3 mun plötusnúðurinn dJ stjáni taka við. dalton, sem hefur getið sér gott orð fyrir góða skemmtun, mun hefja herlegheitin klukkan 22 og er ókeypis inn. laugardagur n Vicky-útgáfupartí á Prikinu sveitin vikcy áður vicky Pollard mun efna til utágáfuteiti á Prikinu í kvöld. veislan hefst klukkan 21 og spilar sveiting frá klukkan 22. dj danni deluxxx tekur síðan við á miðnætti. n Sálin á NASA vinsælasta sveit Íslands, sálin hans Jóns míns, fagnar 20 ára starfsafmæli á þessu ári og í tilefni af því var gefinn út veglegur safndiskur. sveitin efnir til útgáfutónleika í kvöld og kostar miðinn 2.000 krónur. Húsið opnað klukkan 23. n Árni Sveins á Kaffibarnum afmælisgleði vinsælasta bars Íslands heldur áfram með miklum látum. Í kvöld er það enginn annar en dj Árni sveins sem hressir, bætir og kætir. Árni hefur verið fastur liður á Kaffibarnum síðastliðin ár og svíkur væntanlega engan. Fjörið hefst á miðnætti. n Sixties á Kringlukránni Það verður svo sannarlega dansað á Kringlukránni í kvöld er ballsveitin sixties stígur á svið. um að gera að skella sér í þægilegu skóna því nú verður sko dansað. Fjörið hefst klukkan 23. n Mr. Gorilla Funk á Vegamótum mr gorilla Funk er mættur á svæðið og nú verður sko tekið á því. Á miðnætti tekur staðurinn stakkaskiptum og breyttist í trylltan skemmtistað. munið bara engin apalæti. ballið byrjar á miðnætti. n Casanova á Cultura dj Casanova þeytir skífunum á Cultura í kvöld. Þetta litla aðlþjóðlega kaffihús hefur verið breytt í heljarinnar dans-elektróstað um helgar. ef þú vilt dansa til að gleyma er um að gera að mæta á Cultura í kvöld. FAllouT 3 Tölvuleikur Hér er eitthvað massíft á ferðinni, sublime-upplifun. m æ li r m eð ... GilliGill TóNleiKAR í Salnum á sunnudögum Frábær fjölskyldu- skemmtun sem óhætt er að mæla með. HVeRT oRð eR ATViK eftir Þorstein frá Hamri Þorsteinn frá Hamri er einfaldlega í allra, allra fremstu röð íslenskra ljóðskálda, lífs og liðinna. AuðNiN eftir Yrsu Sigurðardóttur Þóra fer að verða jafnómissandi gestur í skammdeginu og sjálfur erlendur. ir í næstu bók en hann fer í Af mér er það helst að frétta... Aðspurður viðurkennir Gunnar fúslega að sér þyki vænt um Marg- eir eftir öll þessi ár. „Mér þykir að- allega vænt um hann vegna þess að fólk er alltaf að spyrja mig um hann. Sjálfur þekki ég hann ekki svo mik- ið. Þetta er einhver sem ég rakst á fyrir löngu,“ segir Gunnar um Marg- eir sem álpaðist í lögguna með hálf- um huga löngu áður en Erlendur Sveinsson fór að láta til sín taka á þeim bænum. Margeir var býsna ólíkleg manngerð til þess að leggja fyr- ir sig löggæslu en var þó úrræða- góður og yfirvegaður. „Hann var svona kennaratýpa minnir mig og frekar óreyndur sem er alveg fatalt fyrir lögreglumenn. Lög- reglumenn eru eins og frétta- menn og þurfa að vita allt og hafa augun hjá sér.“ Þegar Gunnar er spurður hvort honum finnist hann hafa verið of snemma á ferðinni með bækur sínar um Margeir og hvort hann telji að Arnaldur og fleiri hafi stolið frá honum glæpnum segir hann það af og frá. „Nei, nei. Ég pæli ekkert í því. Það er svo margt eftir ógert. Þetta er hinn óendan- legi akur og rétt eins og í lífinu sjálfu er hægt að halda endalaust áfram.“ Mynd af ástandinu Gunnar lauk kennaraprófi frá KÍ árið 1968 og í ljósi þess að í Af mér er það helst að frétta... segir af hremming- um fréttamanns er kennaratenging höfundarins við Margeir ef til vill ekki alveg úr lausu lofti gripin. Gunnar vill þó ekki meina að Af mér er þetta helst að frétta... sé nein naflaskoðun og hann hafi nú ekki beinlínis verið að leita að morðingjanum innra með sjálfum sér. „Kannski má segja að ég sé samt að velta fyrir mér hvernig maður myndi bregðast við ef maður kæmi sér í svona klandur eins og margir hafa gert í dag. Á maður alltaf að beita einhverjum krafti eða getur maður sest niður og látið þann sem maður sjálfur bjó til hrynja yfir sig?“ Burtséð frá vangaveltum um að aðalpersóna Gunnars sé starfsbróð- ir höfundarins segir Gunnar frétta- mennskuna vera ákaflega gefandi fyrir glæpasagnahöfund. Sú tilhneig- ing glæpasagnahöfunda að ávarpa samtíma sinn og flétta samfélagsrýni og gagnrýni saman við sögur sínar er alþjóðleg og í þeim efnum er Gunnar á heimavelli. „Hvað mig snertir sé ég engan tilgang með þessu annan en að fjalla um samfélag mitt án þess að ég sé með neinar predikanir í þessari nýju sögu. Ég er bara að bregða upp mynd af ástandinu eins og það er. Eft- ir á að hyggja, þegar ég fletti bókinni, sýnist mér þessi þráður eða tónn sem ég valdi ekki hafa verið sá auðveld- asti.“ Gunnar segir hvern fréttadag í raun vera endalausa uppsprettu hug- mynda og að honum finnist hann vera í kjöraðstöðu á Speglinum. „Ég er á besta stað sem hægt er að hugsa sér. Það tekur að vísu úr manni allt þrek að vinna við fréttaskýringaþátt en á móti kemur að það er mjög jákvætt að upplifa að maður hafi unnið gott starf þótt ekki verði mikill tími til að semja þessar dýpri fréttaskýringar.“ toti@dv.is Útvarpsleikhúsið frumflytur leik- ritið Spor eftir nýtt, ungt leikskáld, Starra Hauksson, á Rás 1 á sunnu- daginn klukkan 14. Í verkinu segir frá Andra sem er að verða þrítugur og býr einn. Í dag er afmælisdagur móður hans. Andri kemst ekki í af- mælið því hann er upptekinn, eða kannski er hann upptekinn af því að vilja ekki mæta. Fyrir ári, á þessum degi, gerð- ist nokkuð sem olli straumhvörfum í lífi hans, fjölskyldunnar og vina- hópsins. En örlögin grípa í taumana og Andri fær ekki lengur umflúið að horfast í augu við atburðinn – og sjálfan sig um leið. Með aðalhlut- verk fara Sveinn Ólafur Gunnarsson og Björn Thors en leikstjóri er Guð- mundur Ingi Þorvaldsson. Spor er frumraun Starra í Út- varpsleikhúsinu. Hann er uppalinn í Garði Mývatnssveit og er barna- barn hinnar kunnu skáldkonu Jak- obínu Sigurðardóttur. Starri fluttist til Reykjavíkur á menntaskólaaldri og heillaðist þar af leikhúsinu. Hann tók þátt í uppsetningum leikrita og skrifaði löngu gleymd mennta- skólaleikrit á þeim tíma sem hann sótti Ármúlaskóla. Seinna skrif- aði Starri einleikinn Önnu fyrir Lif- andi Leikhús Þorleifs Arnar Arnars- sonar sem var hluti af verkefninu Pentagon sem sett var upp í Iðnó á Menningarnótt 2003. Árið eftir setti hann upp, í samvinnu við Guðmund Inga og Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann, leikritið Ójólaleikritið. Starri vinnur nú að nýju verki sem hugsanlega klárast einhvern tíma á komandi vori. Leikritið Spor verður frumflutt í Útvarpsleikhúsinu á sunnudaginn: skrópar í afmæli mömmu W. Kvikmynd spennandi mynd um okkar tíma. SAGA MANNSiNS mikill og góður fengur að þessari glæsilegu bók. Björn Thors Leikur annað aðalhlutverkanna í útvarpsleikritinu spor. MYND GuNNAR GuNNARSSoN „Mér fannst ekkert erf- itt að skrifa sögurnar um Margeir en þá var kannski samfélagið ekki alveg móttækilegt fyrir svona frásögnum af afbrotum. Almenn hversdagsleg afbrot voru kannski aðallega einhver fyllirísvitleysa en eins og við vitum nú eru miklu alvarlegri glæpir framdir. “ Samtímaspegill glæpasögunnar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.