Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Side 28
Föstudagur 28. nóvember 200828 Helgarblað Nóg er af skúrkum í íslensku samfélagi þessa dagana þótt enginn vilji axla ábyrgð á því hvernig komið er nema almenningur. En einhvers staðar hljóta hetjurnar að vera. Fólkið sem rétti fram hjálparhönd eða sýndi fordæmi á þessum síðustu og verstu tímum. DV tók saman lista yfir nokkrar af helstu hetjum kreppunnar það sem af er. Kóngurinn heldur áfram með lífið Kóngur Íslands, bubbi morthens, hefur lagt sitt af mörkum í kreppunni. bubbi er með það markmið að fá þjóðina til að gleyma ekki mikilvægi þess að standa saman á erfiðum tímum og hóf leikinn með tónleikum á austurvelli áttunda október en söðlaði svo um og sló upp stórtónleik- um í Laugardalshöllinni undir yfirskriftinni Áfram með lífið. gott framtak þetta hjá kónginum. auk þess er hann ófeiminn við að láta ráðamenn þjóðarinnar fá það óþvegið á bloggi sínu. Talsmaður almennings Lárus Páll birgisson sjúkraliði er ein af hetjum hrunsins en hann kom fram, óþekktur, á sjónarsviðið fyrir stuttu með kraftmikla og innihaldsríka ræðu á mótmælafundi við austurvöll. ræða hans fékk góðar undirtektir en þar talaði hann ófeiminn um það hversu mikla ábyrgð ríkisstjórnin ber á ástandi landsins. Lárus var gerður að manni dagsins í dv fyrir stuttu fyrir vikið, og má alveg eins búast við því að hann láti á sér kræla aftur. Hann er alls ófeiminn. Hörður hinn hugrakki Hann hefur barist fyrir mannréttindum frá unga aldri. allt frá réttindum samkynhneigðra til mannréttinda heillar þjóðar sem nú er fórnarlamb alvarlegrar kreppu. Á tímum sem þessum er gott að vita til þess að þjóðin á mann eins og Hörð torfason sem staðið hefur í fylkingarbrjósti þeirra sem mætt hafa á vikulega mótmælafundi á austurvelli síðustu laugardaga. Í viðtali við Hörð í dv nýverið kom fram að hann er oft kallaður kletturinn af sínum nánustu sökum þess hve auðveldlega hann tæklar gagnrýni og mótbyr. eitt besta dæmi þess er þegar söngvaskáldið hugrakka sagði fyrstur Íslendinga frá því opinberlega, í viðtali í samúel um miðjan áttunda áratuginn, að hann væri samkynhneigð- ur. Hörður er klárlega ein af hetjum kreppunnar miklu 2008. Skeindu alþingis- mennina Þeir máni og Frosti sem stjórna útvarpsþætt- inum Harmageddon hafa svo sannarlega látið í sér heyra í kreppunni. Þeir hlífa engum og tala hreint út um stöðuna í þjóðfélaginu eins og hún er í dag. ekki nóg með að þeir láti ríkisstjórnina heyra það í útvarpsþætti sínum heldur gaf X-ið 977 líka hverjum sem vildi klósettrúllur til að setja á tröppurnar við alþingishúsið í þeim tilgangi að skeina þessa alþingismenn. Heimtar kosningar Kolfinna baldvinsdóttir sneri heim fyrir tveimur árum eftir margra ára dvöl erlendis. Íslenskt samfélag eins og hún þekkir það var gjörbreytt og leist henni ekki á stöðuna. Á afmælisdegi Kolfinnu, sjötta október síðastliðinn, hrundi íslenska hagkerfið og síðan þá hefur rödd Kolfinnu verið há. Hún ásamt öðrum mótmæl- endum hefur leitt vikuleg mómæli við austurvöll ásamt öðru góðu fólki. Kolfinna vill kosningar og það sem fyrst. „Það er eina tækið sem við höfum til að ná kröfum okkar fram,“ sagði Kolfinna í viðtali við dv á dögunum. Finnska leiðin hræðileg sigurbjörg Árnadóttir er ein þeirra sem hafa haldið ræður á austurvelli og mótmælt stjórnvöldum kröftuglega. Henni blöskraði þegar ráðamenn töluðu um að fara finnsku leiðina út úr kreppunni en sigurbjörg bjó í Finnlandi á meðan kreppan þar var sem verst. Hún sagði söguna eins og hún var í raun og veru þar sem raðir fyrir utan hjálparstofnanir voru hundruð metra, fólk missti vitið og sjálfsvirð- inguna og eiturlyf gerðu innreið sína í Finnland áður en ástandið batnaði. Finnska leiðin hafi því ekki verið skjót og örugg eins og margir virðist halda. Þvert á móti brenndi þjóðin sig illa og sýpur enn seyðið af því. Hrópandinn í orðaeyðimörkinni einar már guðmundsson rithöfundur óð inn á vígvöll efnahagshrunsins með magnaðri grein í morgunblaðinu skömmu eftir að hið kapítalíska Ísland gekk á fund feðra sinna, hnípið á svip. grafarvogsskáldið virta færði þar í orð skoðun sína og fjölda annarra landa sinna á atburðarásinni og setti í sögulegt og hugmyndafræðilegt samhengi á svo skarpan og alþýðlegan hátt að þeim sem lásu, með kreppuhræðsluskjálfta í kroppnum, leið betur. Loksins steig fram maður sem talaði um ástandið bæði af kunnáttu og skýrleika. ef vilhjálmur bjarnason er hrópandinn í talnaeyðimörkinni er einar már hrópandinn í orðaeyðimörkinni. einar hefur enda fengið heila blaðsíðu út af fyrir sig í mogganum með viku millibili eða svo frá því fyrsti hlemmurinn birtist. maðurinn sem gert hefur líf hinna geðsjúku, hinna fíknisjúku og hinna frelsissviptu að minnsta kosti ögn skiljanlegra fyrir íslenska meðaljóninn með skáldverkum sínum gerir líf, fortíð og hugsanlega framtíð íslenska meðaljónsins nú ögn skiljanlegri fyrir honum sjálfum. vonandi lesa stjórnvöld einnig greinar einars. Hetjur kreppunnar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.