Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Page 53

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Page 53
53Föstudagur 28. nóvember 2008Jólablað Þegar fólkið setti askana fyrir kött og hund, hann slunginn var að ná þeim og sleikja á ýmsa lund. Sjöundi var Hurðaskellir, - sá var nokkuð klúr, ef fólkið vildi í rökkrinu fá sér vænan dúr. Hann var ekki sérlega hnugginn yfir því, þó harkalega marraði hjörunum í. Skyrjarmur, sá áttundi, var skelfilegt naut. Hann hlemminn o´n af sánum með hnefanum braut. Svo hámaði hann í sig og yfir matnum gein, unz stóð hann á blístri og stundi og hrein. Níundi var Bjúgnakrækir, brögðóttur og snar. Hann hentist upp í rjáfrin og hnuplaði þar. Á eldhúsbita sat hann í sóti og reyk og át þar hangið bjúga, sem engan sveik. Tíundi var Gluggagægir, grályndur mann, sem laumaðist á skjáinn og leit inn um hann. Ef eitthvað var þar inni álitlegt að sjá, hann oftast nær seinna í það reyndi að ná. Ellefti var Gáttaþefur, - aldrei fékk sá kvef, og hafði þó svo hlálegt og heljarstórt nef. Hann ilm af laufabrauði upp á heiðar fann, og léttur, eins og reykur, á lyktina rann. Ketkrókur, sá tólfti, kunni á ýmsu lag. - Hann þrammaði í sveitina á Þorláksmessudag. Hann krækti sér í tutlu, þegar kostur var á. En stundum reyndist stuttur stauturinn hans þá. Þrettándi var Kertasníkir, - þá var tíðin köld, ef ekki kom hann síðastur á aðfangadagskvöld. Hann elti litlu börnin sem brostu, glöð og fín, og trítluðu um bæinn með tólgarkertin sín. Á sjálfa jólanóttina, - sagan hermir frá, - á strák sínum þeir sátu og störðu ljósin á. Svo tíndust þeir í burtu, - það tók þá frost og snjór. Á þrettándanum síðasti sveinstaulinn fór. Fyrir löngu á fjöllunum er fennt í þeirra slóð. - En minningarnar breytast í myndir og ljóð. Myndir: Tryggvi Magnússon HöfundarréTTur Mynda: Þórdís TryggvadóTTir ungum, Sinterklaas er orðinn að Santa Claus. Hreindýr frá LappLandi Undir lok nítjándu aldar voru flutt um fimm hundruð hreindýr frá Finn- mörku til Alaska ásamt nokkrum fjölda samískra fjölskyldna en Samarnir áttu að kenna hinum innfæddu Inúítum að reka hreindýrahjarðir og sjá um þær. Þetta framtak var að undirlagi hins norsk-bandaríska Lomen-fyrirtækis sem ætlaði sér að breyta hrjóstrugum túndrum Alaska í gróðavænlegt kjöt- fyrirtæki. Fyrirtækið hóf gríðar- mikla auglýsingaherferð um gjörvöll Bandaríkin þar sem notaður er jóla- sveinn á sleða sem dreginn er af hrein- dýrum og einn Sami leiðir hvert hreindýr. Goð- sögn- in varð til; jóla- sveinn- inn á sleða dregnum af hreindýrum á leið frá norðurpólnum. Samarnir hafa að öll- um líkindum breyst í þá skrautlegu álfa og hjálparkokka jólasveinsins sem við þekkjum frá Hollywood. Á fyrri hluta tuttugustu aldar nýtti Coca-cola fyrirtækið sér þessa hugmynd í sínum auglýsingum og hefur gert allar göt- ur síðan. Disney kvikmyndafyrirtækið tók þessa hugmynd einnig upp á arma sína og þessi tvö fyrirtæki hafa líklega hvað mest mótað ímynd hins vest- ræna jólasveins eins og við þekkjum hann í dag. palli@dv.is bráðum koma blessuð jólin MaTgoggar Askasleikir Bjúgnakrækir Flautaþyrill Flotgleypir Flotnös Flotsleikir Flotsokka Flórsleikir Froðusleikir Kertasleikir Kertasníkir Ketkrókur Kleinusníkir Lummusníkir Pottaskefill Pottasleikir Pottskerfi Pönnusleikir Reykjasvelgur Rjómasleikir Skefill Skófnasleikir Skyrgámur Skyrjarmur Smjörhákur Syrjusleikir Þvörusleikir HrekkjalóMar Bandaleysir Faldafeykir Gangagægir Gáttaþefur Gluggagægir Hurðaskellir Lunguslettir Stigaflækir. Þambarskelfir Þvengjaleysir uMHverfis- fyrirbæri Bitahængir Fannafeykir Giljagaur Hlöðustrangi Klettaskora. Lampaskuggi Lækjaræsir Moðbingur Móamangi. Pönnuskuggi Stekkjarstaur Stúfur? Svartiljótur Svellabrjótur sTrandaÞula Tífill/Tífall/Tígull Tútur Baggi/ Baggalútur Lútur/Hnútur Rauður/ Refur Redda Sledda Bjálminn/Bjálfinn sjálfur Bjálmans/Bjálfans barnið Litli-Pungur Örvadrumbur. Litli-Drumbur Efri-Drumbur/ Stóri- Drumbur Drumbur fyrir alla Mannanöfn Guttormur Steingrímur Þorlákur uTan flokka Kattarvali Stúfur? Jólasveinar eftir hlutverkum baggalútur Jólasveinanafnið Baggalútur hefur aftur fest rætur meðal þjóðarinnar enda algjörir jólasveinar þar á ferð. santa Claus Að hluta til kominn úr jólahefðum fyrri alda en fullmótaður í auglýsingaherferðum stórfyrirtækja vestanhafs. Mynd pHoTos.CoM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.