Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Blaðsíða 56
56 Föstudagur 28. nóvember 2008 Jólablað H R A U N B Æ 1 0 2 · S Í M I 5 8 7 9 3 1 0 · G R E I F Y N J A N . I S Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra afhenti Kærleikskúluna í sjötta sinn við hátíðlega athöfn í Listasafni Reykja- víkur í vikunni. Að þessu sinni hlaut Halaleikhópurinn kúluna, en meðal fyrri handhafa hennar eru Ólafur Ragnar Grímsson og Freyja Haraldsdóttir. Kærleikskúlan fer í sölu í næstu viku og rennur allur ágóði af henni til styrktar lömuðum og fötluðum ungmennum. Halaleikhópurinn hlaut Kærleikskúluna Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra af- henti Kærleikskúluna í sjötta sinn við hátíðlega athöfn í Listasafni Reykja- víkur í hádeginu á miðvikudaginn. Magnús Geir Þórðarson, leikhús- stjóri Borgarleikhússins, veitti verð- launin fyrir hönd Styrktarfélagsins. Að þessu sinni var það Halaleikhóp- urinn sem hlaut kúluna, en hann skipa bæði fatlaðir og ófatlaðir ein- staklingar og hefur hópurinn hlot- ið mikið lof að undanförnu.Hópur- inn vann meðal annars til verðlauna fyrir athyglisverðustu áhugaleiksýn- ingu síðasta leikárs, en það er Þjóð- leikhúsið sem veitti þá viðurkenn- ingu. „Þar sem þau hafa á engan hátt látið fötlun sína hindra sig í listsköp- un sinni teljum við hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra þau vera sannar fyrirmyndir og eru þau því vel að því komin að hljóta Kærleikskúlu ársins 2008,“ segir í tilkynningu Styrktarfé- lagsins til fjölmiðla. Allt sem AndAnn dregur Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, blessaði kúluna við athöfnina og flutti stutta ræðu af þessu tilefni. Kærleiks- kúlan fer í almenna sölu föstudaginn 5. desember á völdum stöðum á höf- uðborgarsvæðinu og á Akureyri. Til- gangur með sölu kúlunnar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna með því að efla starfsemi Reykjadals, sum- ar- og helgardvalarbúða barna og ung- menna. Að þessu sinni er það listahópur- inn Gjörningaklúbburinn sem hann- ar Kærleikskúluna, undir yfirskriftinni „allt sem andann dregur“. Eins og sjá má á myndinni prýða þrjú rauð kossa- för kúluna, eitt eftir hvern meðlim Gjörningaklúbbsins. Kossaförin eiga vel við, Gjörningaklúbburinn kallar sig Icelandic Love Corporation á ensku. til styrktAr góðu málefni Halaleikhópurinn er sem fyrr seg- ir sjötti í röðinni til þess að hljóta þessa eftirsóttu viðurkenningu. Meðal þeirra sem áður hafa hlotið Kærleikskúluna eru Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Freyja Haraldsdóttir. Mikið er lagt upp úr því að eng- in tvö eintök af Kærleikskúlunni séu nákvæmlega eins. Kúlurnar í ár voru munnblásnar í litlum bæ í Þýska- landi og er hver kúla þess vegna sér- stök. Umbúðir og bæklingar kúlunnar eru hins vegar framleidd hér á landi af starfsfólki á Vinnustofunni Ási sem er verndaður vinnustaður. Allir þeir sem koma að sölu Kærleikskúl- unnar í ár gefa vinnu sína og rennur allur ágóði til starfs í þágu fatlaðra barna og ungmenna. valgeir@dv.is Allt sem andann dregur Það er Gjörningaklúbburinn sem á heiðurinn af hönnun Kærleikskúlunnar í ár. Kærleikskúlan Fjöldi gesta var samankominn í Listasafni Reykjavíkur á föstudaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.