Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Side 62

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Side 62
62 Föstudagur 28. nóvember 2008 Jólablað Jólavefur Júlla er orðinn tíu ára en yfir tvö hundruð þúsund manns heimsóttu vefinn á síðasta ári. Júlíus Júlíusson hefur hald- ið vefnum úti og glatt mörg jólahjörtu. Á vefnum má finna alls kyns fróðleik um jólin. tíu ára afmæli Jólavefjar Júlla „Það var fyrir tíu árum sem ég byrjaði að fikta við vefsíðugerð og þá hóf ég að safna saman ýmsum jólahefðum á Dalvík,“ segir Dalvíkingurinn Júlí- us Júlíusson, eða Jólajúlli, en hann hefur haldið úti jólavef Júlla í tíu ár. Vefurinn á afmæli í ár en gríðarleg- an fróðleik má finna á vefsíðunni hans, sem nýtur sívaxandi vinsælda. Að sögn Júlla skoðuðu tvö hundr- uð þúsund manns vefinn á þeim sex vikum sem hann var uppi á síð- asta ári. Á hverju ári fær Júlli bréf frá fjölda manns vegna vefjarins, meðal annars fékk hann bréf um daginn frá sautján ára stúlku sem hafði fylgst ár- lega með vefnum síðan hún var níu ára. Fæddist sem jólabarn „Kannski, sko, ég hef bara alltaf verið mikið jólabarn,“ segir Júlli aðspurður hvenær hann hafi hrifist fyrst af jól- unum. Hann segist ávallt hafa ver- ið heillaður af þessari helgu hátíð og þykir hún gríðarlega mikilvægur þáttur í samfélaginu okkar. Hann var orðinn nokkuð eldri þegar hann fór að sanka að sér öllum mögulegum upplýsingum um jólin, en vitneskj- una sem finna má á síðunni spann- ar allt frá fróðleik um jólakerti upp í myndir af einstakri jólatemningu á Dalvík. Sjálfur er Júlíus fæddur og uppalinn á Dalvík og því fer nokk- uð mikið fyrir fróðlegri jólavitneskju sem snýr að bæjarfélaginu góða. 200 þúsund á jólaveFinn „Það hafa margir haft samband við mig, bæði skólar og aðrir sem vilja nota það sem er á síðunni,“ segir Júlíus um þann skemmtilega áhuga sem hann hefur fundið fyrir á jóla- vefnum. Hann segir aðsóknina gríð- arlega góða en á síðasta ári mátti telja yfir tvö hundruð þúsund flett- ingar á síðunni samkvæmt heima- síðunni Modernus.is sem heldur úti nákvæmri skrá yfir aðsókn á íslenska vefi. Sjálfur var Júlíus 32 ára þegar hann byrjaði að halda úti jólavefnum og síðan þá hefur hann vaxið frá ári til árs. Og það sem meira er, síðan á dygga jólaaðdáendur um land allt og fjöldann allan af Íslendingum sem búa erlendis. sautján ára jólaaðdáandi „Ég fékk um daginn bréf frá sautján ára stúlku sem hafði fylgst með síð- unni síðan hún var í fjórða bekk,“ segir Júlíus en stúlkan var þá níu ára þegar hún byrjaði að fylgjast með síðunni. Jólaandinn fer ekki á milli mála á síðunni og er hún jafnvel orðin árviss hefð hjá fjölmörgum Ís- lendingum sem vilja koma sér í gott jólaskap, eða bara finna fróðleik um jólaköttinn eða jólabaksturinn. Þá heldur Júlíus einnig úti jóladagatali á síðunni. Ef forvitinn hyggst svindla kemur upp gluggi þar sem manni er sagt að vera þolinmóður, maður megi ekki svindla. skreytir hóFlega Aðspurður hvort hann skreyti mikið á jólunum segir Júlíus að hann gæti eflaust gert meira af því. „Konan mín er svo handlagin að hún sér um seríurnar í gluggana, en annars held ég að við skreytum bara hóflega,“ segir Júlíus en hann er hrif- inn af hvers kyns skrauti og þá helst ljósaseríunum sem jólunum fylgja. Á árum áður fór Júlíus um bæinn á sparksleða og taldi öll aðventuljós sem voru í gluggunum. Aðspurður hversu mörg aðventuljós mátti finna í bænum þegar hann taldi svaraði Júlíus: „Það er nú orðið ansi langt síðan ég taldi, en af fjögur hundruð heimilum í bænum voru svona 250 með aðventuljós.“ engin kreppujól Þegar Júlíus er spurður hvort jólin í ár verði kreppujól tekur hann snögg- lega fram í fyrir blaðamanni og seg- ir: „Nei, aldeilis ekki, ég held að jól- in verði öðruvísi þar sem fólk þjappi sér frekar saman og fyrir vikið munu þau eiga betri jól en nokkurn tímann áður.“ Júlíus segir jólin undanfarin ár hafi hugsanlega einkennst af hraða í samfélaginu og fólk hafi átt það til að gleyma sínum nánustu. „Maður má ekki bara sækja ömmu sína og afa rétt fyrir matinn, það er betra að eyða tíma með þeim heldur en að gefa konfektkassa og fara síðan,“ segir Júlíus sem hvetur fólk til þess að sýna samhug og hlýju um jólin í stað þess að þeytast um sveittur og vopnaður ofgnótt gjafa. jólasveinar vekja kátínu „Annars er hefðin nokkuð týpísk, við förum í skötu á Þorláksmessu og síðan dreifa jólasveinarnir kortum og pökk- um á aðfangadag,“ segir Júlíus um undirbúninginn fyrir jólin en sérstak- ur hápunktur er þegar jólasveinarnir koma í heimsókn og lemja húsin utan og vekja mikla kátínu. Daginn áður fara bæjarbúar með gjafir í grunnskól- ann á Dalvík og síðan dreifa sveinarn- ir þeim út um allan bæ. Sú hefð er ríf- lega sextíu ára og vekur mikla lukku hjá bæjarbúum Dalvíkurbyggðar. Þá er einnig ófrávíkjanleg hefð að kíkja á jólasveinana á svölunum í Kaupfé- laginu í bænum en sjálfur hefur Júlíus aðeins einu sinni misst af þeirri hefð á ævi sinni. Heimasíða Júlíusar er julli.is/jola- vefur.htm ef þið viljið koma ykkur í jólaskap. „Ég fékk um dag- inn bréf frá sautj- án ára stúlku sem hafði fylgst með síð- unni síðan hún var í fjórða bekk.“ Júlíus Júlíusson Jólajúlli er gríðarlegt jólabarn, þótt hann muni ekki hvenær hann heillaðist fyrst af jólunum. Hann telur að hann hafi fæðst sem jólabarn. Allt efni til innpökkunar fyrir verslanir og fyrirtæki. Mikið úrval af körfum og glervösum Samasem - Grensásvegi 22 - S: 530 3500 samasem@samasem.is Velkomin á Jólamarkað Skógræktarfélags Reykjavíkur heidmork.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.