Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Qupperneq 68

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Qupperneq 68
FYRIR HANA: Skartgripahengi Í Saltfélaginu má finna þetta skemmtilega skartgripahengi eftir Hrafn Gunnarsson. Allar konur eiga einhverja skartgripi og þurfa góðan stað til að geyma þá. Þetta hengi er því ekki eingöngu nytsamlegt heldur einnig mjög smart. Skartgripahengið fæst í svörtu plasti sem og viði. Ef þú vilt vera flottur á því læturðu einn fallegan skartgrip fylgja með í pakkanum. Ómótsæðileg hönnun Þessi einstaklega fallega taska sem er eftir hönnuðinn Hrafnhildi Guðrúnardóttur myndi sóma sér vel á öxl hverrar konu. Taskan er íburðarmikil og áberandi og gengur því vel með einföldum fatnaði. Töskuna má fá í nokkrum litum og fæst í versluninni Trílógíu. Smart kragi Þennan glæsilega kraga eftir fata- hönnuðinn Birtu Björnsdóttur má nota við einfaldar flíkur sem og spari- dressin, kragarnir fást einnig í fleiri stærðum og gerðum. Gleður án efa konur sem kunna að meta flotta íslenska hönnun. Dagbók Allar konur þurfa að eiga dagbók, þessi fallega bleika dagbók ber heitið Konur eiga orðið allan ársins hring. Bókin er fallega myndskreytt og uppfull af spakmælum íslenskra kvenna á öllum aldri. Algjör skyldueign hverrar konu og tilvalin jólagjöf. Hárspöng Hárspangir í öllum stærðum og gerðum hafa sjaldan verið jafnvinsælar og nú. Gefðu konunni fallega hárspöng sem hún getur notað við fín tilefni. Einnig er gaman að eiga minni spangir til að krydda upp á útlitið virka daga. Förðunarburstar Komdu kærunni á óvart með veglegum förðunarburstum. Hægt er að kaupa staka pensla í flestum snyrtivöruverslun- um landsins en einnig má finna flott penslasett sem innihalda nokkra góða pensla. Tarot – nútíð og framtíð Ef þín kona hefur gaman af því að spá í spilin er þetta rétta bókin fyrir hana. Kauptu fallegan tarot- spilastokk með ef hún á hann ekki fyrir. Skemmtileg afþreying fyrir þær sem hafa áhuga. Skartgripir Þessir flottu hringar eru eftir hina glæsilegu Hendrikku Waage og fást meðal annars í versluninni Leonard. Hringarnir fást í hinum ýmsu stærðum, gerðum og litum og eru umfram allt á mjög góðu verði. FYRIR HANN: Kokteilhristari Marga karlmenn dreymir um að geta gert fullkomna kokteila, hvort sem það er fyrir félagana eða á rómantísku kvöldi með eiginkonunni. Kokteilhristari er hin fullkomna jólagjöf og passar eflaust inn í vínskápinn eða á barborðið. Hægt er að fá kokteilhristara af öllum gerðum auk mæliskeiða til að hafa hlutföllin rétt, uppskriftir að kokteilum er hægt að nálgast á netinu. Gjafabréf frá konunni Ef eiginkonuna langar að vera góð við manninn sinn getur hún útbúið gjafakort eða Inneign þar sem manninum er frjálst að nota hvenær sem er og konan getur ekkert sagt þegar hann ætlar að nota það. Til dæmis; 1 stykki veiðiferð með strákunum, 1 pókerkvöld með strákunum eða sofa út á laugardegi. Hentar mjög vel fyrir par með börn. Hydra Energetic andlitskrem Allir karlmenn eldri en sextán ára þurfa á góðu rakakremi að halda, sérstaklega þegar kalt er í veðri og húðin getur orðið þurr. Hydra Energetic er frábært krem sem hjálpar að halda raka í húðinni og reynist einkar vel eftir rakstur. Kremið fæst í flestum apótekum landsins. Áskrift að Stöð 2 sport Ef það er eitthvað sem honum finnst skemmtilegt að gera er það að horfa á fótbolta. Draumur hvers áhugamanns um fótbolta er að geta horft á boltann heima í stofu, auk leikjanna sjálfra eru endursýningar sífellt í gangi og umræðuþættir. Hægt er að kaupa gjafabréf á heimasíðu Stöðvar 2. Vasahnífur Vasahnífur kemur sér alltaf vel, hvort sem það er í veiðina eða ferðalagið. Í vasahníf eru allar græjur sem hann gleymir oftast, svo sem naglaklippur. Í vasahnífnum eru tannstöngull og skrúfjárn sem koma sér oftast vel hvar sem er. Ef verkfærakassinn hans er ekki stór er vasahnífurinn fullkomin jólagjöf. Biotherme Homme Regenetic Þessi frábæra nýjung á markaðnum vinnur ötullega gegn hárlosi. Regenetic róar hársvörðinn, endurheimtir þéttleika hársins og styrk ásamt því að draga úr hárlosi. Varan er auðveld í notkun. Regenetic er notað daglega, kvölds og eða morgna í þurrt eða handklæðaþurrt hár. Dag frá degi styrkist hárið, viðnám þess verður betra og það dregur úr hárlosi. Þetta er tilvalin gjöf fyrir pabba sem eru í afneitun og reyna að greiða yfir skallann eða einfaldlega fyrir kærastann sem er byrjaður að ganga daglega með húfu því hárið er farið að þynnast. Myrká eftir Arnald Indriðason Arnaldur Indriðason er einn fremsti rithöfundur þjóðarinnar og nýjasta bók hans, Myrká, hefur fengið góða dóma. Það er tilvalið fyrir eiginmann- inn að geta melt jólasteikina í fríinu og lesið Myrká í rólegheitunum Kolbrun@dv.is/Bodi@dv.is 68 Föstudagur 28. nóvember 2008 Jólablað Þönglabakka 4 - sími 557 4070 - myndval@myndval.is www.myndval.is Persónuleg jólagjöf myndadagatal með myndunum þínum Borðdagatal 2.900kr. Veggdagatal 3.900kr. Hvað á að vera í pakkanum? Ert þú í hópi þeirra sem fá kvíðahnút í magann fyrir hver jól þeg- ar kemur að því að velja jólagjöf fyrir makann? Ekki örvænta, DV tók saman frábærar hugmyndir að gjöfum fyrir bæði kynin. Gjaf- irnar eru af öllum stærðum og gerðum og í ýmsum verðflokkum og ættir þú því að finna eitthvað við hæfi þíns ektamaka. Tösku og hanskabúðin • Skólavörðustíg 7 • 101 Reykjavík • Sími 551 5814 • www.th.is Góðar jólagjafahugmyndir Mikið úrval af handtöskum, skjalatöskum, dömuveskjum, seðla-og leðurveskjum, ferðatöskum að ógleymdu hinu landsfræga úrvali af dömu- og herrahönskum. Líttu við í verslun okkar eða skoðaðu vöruúrvalið á www.th.is.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.