Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Síða 70

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Síða 70
70 Föstudagur 28. nóvember 2008 Jólablað Jólagjöfin í ár er íslensk hönnun Rannsóknasetur verslunarinnar kynnti í síðustu viku spá um jóla- verslunina og þá var einnig tilkynnt hver jólagjöfin í ár verði. Könnun á jólainnkaupum landsmanna leið- ir í ljós að þeir ætla að verja minna til jólainnkaupa í ár en þeir gerðu í fyrra, byrja jólainnkaupin fyrr og kaupa minna í útlöndum en áður. Þá má ætla að meiri hagkvæmni muni ráða för í jólainnkaupum í ár en oft áður. Jólagjöfin í ár er íslensk hönnun. Sérskipuð dómnefnd komst að þess- ari niðurstöðu og rökstyður það með því að íslensk hönnun njóti vaxandi vinsælda og sé mjög í takt við tíðar- andann. DómnefnD skipuð hæfileikafólki Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar við Háskólann á Bifröst, segir dóm- nefndina hafa verið skipaða hæfi- leika- og smekkfólki. Þau hafi svo metið það sem svo út frá nokkrum forsendum að íslensk hönnun væri jólagjöfin í ár. Hún falli vel að tíðar- andanum og seljist sífellt betur. Sér- verslanir með íslenska hönnun eru vinsælar og listasýningar líka. „Ís- lensk hönnun hentar fjárhag allra. Menn eru kröfuharðir og íslensk- ir hönnuðir hafa getið sér gott orð,“ segir Emil. Hann segir áhugavert að sjá þróunina á því í þeim jólagjöf- um sem rannsóknarsetrið hefur val- ið undanfarin ár. í fyrra var það GPS- tæki, árið þar á undan safapressa og 2005 var það lófatölva. Nú snúi fólk sér aftur að því sem er nær þeim. margbreytileg Íslensk hönnun er margbreytileg. Allt frá nytjahlutum ýmiss konar sem fólk notar í eldhús jafnt sem ull- arvörur, skartgripir og kertastjakar. „Allt sem hugurinn nær yfir í raun- inni,“ segir Emil en bætir því við að ullarvörurnar séu ávallt vinsælar. Rannsóknarsetrið hefur árlega gert könnun á jólagjafakaupum á meðal landsmanna. Emil segir niðurstöð- una oftast hafa verið nokkuð áreið- anlega. Í ár sé þrennt sem standi upp úr. Fólk segist ætla að verja minna til jólagjafakaupa núna. Það fer minna til útlanda og í þriðja lagi byrjar fólk fyrr en áður að kaupa gjafirnar. Fólk er hagsýnna en síðustu ár vegna efnahagsástandsins. Jólin eru birtan Ellý Steinsdóttir starfsmaður versl- unarinnar Kraums sem selur ís- lenska hönnun segir ofboðslega breiðan hóp kaupa íslenska hönn- un. „Það hefur aldrei verið eins víður hópur verslað hjá okkur. Það er mik- ið fatnaðurinn sem fer út og alls kon- ar fallegir munir. Eitthvað svona sem hlýjar hjartað,“ segir hún. Ellý seg- ir kertastjakana hjá þeim vera mjög vinsæla. „Jólin eru birtan og þá vill fólk að sjálfsögðu kaupa kertastjak- ana okkar.“ Í versluninni Kirsuberjatrénu verður sama verðið og í fyrra. Að sögn Láru Gunnarsdóttur sem vinn- ur vörur úr íslensku birki fyrir versl- unina er hún orðinn full af nýjum vörum. Hún segir jólakúlurnar án efa verða vinsælar, tréenglana og spila- dósirnar. Einnig sérhannaða bolla og kertastjaka úr leðri. Í Kirsuberjatrénu má einnig finna töskur úr fiskroði og skartgripi í miklu úrvali. Fyrir karl- mennina eru skyrtur, bindi og trefl- ar, allt handprjónað og handsaumað og hannað af einum listamanninum fyrir verslunina. Svo eru skálarnar úr grænmeti sífellt að verða vinsælli. 100 prósent íslensk hönnun Í 66°Norður gengur salan vel. Versl- unin hefur lengi verið vinsæl á með- al erlendra gesta sem sækja landið heim. „Fólk vill bæði kaupa íslenskt og það vill eitthvað nytsamlegt í jólagjöf,“ sagði starfsmaður við DV. Barnalínan hjá 66°Norður hefur notið mikilla vinsælda hjá öfum og ömm- um sem koma og versla í búðinni. Svo er vörulínan Kaldi einnig afar vinsæl í versluninni. „Parka-úlpan okkar er mjög vinsæl og hefur verið. Við erum með 100 prósent íslenska hönnun og við finnum meðbyr með því hjá Íslendingum.“ Starfsmenn verslunarinnar segja jólaverlsunina hafna en búist sé við mikilli aukn- ingu í byrjun desember. jonbjarki@dv.is Góðar gjafir Handprjónasambandið Skólavörðustíg 19 • Iðu, Lækjargötu 2A. Góðar gjafirGóðar gjafir Handprjónasambandið Skólavörðustíg 19 • Iðu, Lækjargötu 2A. s. 552 1890 • www.handknit.is Góðar gjafir Handprjónasambandið Skólavörðustíg 19 • Iðu, Lækjargötu 2A. s. 552 1890 • www.handknit.is Ha dprjónasambandið Skólavörðustíg 19 • Iðu, Lækjargötu 2A. s. 552 1890 • www.handknit.is Dómnefnd Rannsóknaseturs verslunarinnar við Háskólann á Bifröst hefur komist að þeirri niðurstöðu að jólagjöfin í ár verði íslensk hönnun. Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rann- sóknaseturs verslunarinnar, segir íslenska hönnun henta fjárhag allra. DV hafði samband við þrjár verslanir sem selja íslenska hönnun. 66°Norður, Kraum og Kirsuberjatréð. Ljóst er að það er úr ýmsu að velja og allir geta fengið eitthvað við sitt hæfi. Íslensk hönnun Í Kirsuberjatrénu má kaupa þetta armband ásamt fjölmörgu öðru sem hannað er og búið til á Íslandi. Ljós í myrkrinu Þessi hvíti lampi er kallaður Broddar, hann er ofinn úr pappír og tágum. Vetrarúlpan Í 66°Norður seljast vetrarfötin vel þessa dagana og búist er við því að í desember muni salan stóraukast.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.