Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Side 73

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Side 73
Föstudagur 28. nóvember 2008 73Helgarblað Af hverju vAr ekkert gert fyrr? Af hverju var ekkert gert fyrr? Fjölmargir spáðu því að það kæmi kreppa í haust og það kæmi til fjöldauppsagna og menn spáðu allt að 20% at- vinnuleysi um áramót. Hvers vegna var ekki far- ið fyrr af stað og varnargarðar byggðir fyrst óveð- ur var í aðsigi? „Það er margra ára þróun á fjármálamarkaði sem þarna býr að baki. Þessa varnargarða hefði þurft að byggja á löngum tíma og samfara stækkun bankakerfis- ins. Seðlabankarnir eru svokallaðir lánveitend- ur til þrautavara það er eiga að geta lánað bönk- unum ef þeir lenda í lánsfjárvanda en standa að öðru leyti vel. Þegar fjármálakerfinu hér var gef- inn laus taumur til að verða svo stórt, var ekki pólitískur vilji í landinu til að gera það sem gera þurfti sem var að ganga í ESB og taka upp Evru. Fyrst svo var ekki hefði þurft að byggja upp mun sterkari gjaldeyrisvarasjóð hjá Seðlabankanum. Hann hefði samt aldrei getað verið nógu stór miðað við þetta fjármálakerfi okkar sem var vax- ið okkur yfir höfuð. Gleymum því ekki að þetta gerðist á mörgum árum. Það er ekki hægt að byggja upp varnir skyndilega gegn aðstæðum sem hafa fengið að þróast á löngum tíma. Og varðandi þær atvinnuleysistölur sem þú nefnir segi ég að við myndum ekki leyfa því að gerast að hér yrði svona gríðarlegt atvinnuleysi. Við deilum frekar störfunum með okkur og það er gert að hluta nú þegar.“ ÞAð má ekki Allt snúAst um DAvíð Hvernig geturðu setið í stjórn sem stendur vörð um Davíð miðað við alla þá gagnrýni sem er á seðlabankastjóra í Samfylkingunni? „Það er ekki hægt að láta allt snúast um Dav- íð og hann á ekki að stjórna hinni pólitísku dag- skrá. Menn geta haft á því skoðanir hvort Seðla- bankinn hafi gert mistök en aðalatriðið er í mínum huga að Davíð er búinn að vera allt of mikill þátttakandi í öllum deilumálum og helstu átakamálum síðustu 17 ára til að fólkið í samfé- laginu geti trúað því og treyst að hans ákvarðan- ir og gjörðir séu hafnar yfir allan vafa og standist próf heilinda og hlutlægni. Í þessum erfiðu aðstæðum á Seðlabankinn að vera sá aðili sem lægir öldur, skapar traust og fær samhljóm í samfélaginu um það sem gera þarf. En Davíð er lagnari að efna til illinda en lægja öldur. Og ég tel að seðlabankastjóri sjálf- ur sjái þetta og ætti að auðvelda stjórnvöldum að hafa stjórn á því sem er að gerast með því að stíga sjálfur til hliðar. Hann er ráðinn til 7 ára. En hann er ekki þeirrar gerðar að hann sé líklegur til að verða við þessum óskum. Við getum ekki látið Davíð og hans persónu ráða allri atburða- rásinni en ég tel mikilvægt að endurskoða lög- in um Seðlabanka og fjármálaeftirlit og við það endurmat verði stjórn Seðlabanka sérstaklega skoðuð. Það er að fara af stað vinna við þetta.“ hirðfífl smáfurstA? Á borgarafundinum í Háskólabíói var vitnað í Pétur Tyrfingsson sem skrifaði að við höfum ver- ið hirðfífl smáfursta. Hvað finnst þér um það? „Það tóku ekki allir þátt í þessu, það er ekki hægt að segja það, þó má segja að samfélagið hafi verið hart keyrt á undanförnum árum og mikil efnishyggja ríkjandi síðustu ár. Hér áður fyrr var ríkjandi sú skoðun: „Þú ert það sem þú veist og kannt.“ Síðan varð mælikvarðinn: „Þú ert það sem þú gerir“ og hin síðari ár varð viðhorf- ið: „Þú ert það sem þú átt.“ Hér áður var ákveð- in virðing borin fyrir vel gefnu fólki þó það væri fátækt af efnislegum gæðum en undanfarið hef- ur nær eingöngu verið spurt? Hvað áttu? Hvern- ig lítur út heima hjá þér og hvernig bíl keyrirðu? Virðingin óx í réttu hlutfalli við eignirnar. Marg- ir tóku þátt í þessu og það hefur valdið mikilli gliðnun milli þeirra sem eiga og þeirra sem eiga lítið. Og svo hefur verið gliðnun milli venjulegs fólks og ofurlaunamanna sem hafa í kringum sig heilu hirðirnar. Hverju er um að kenna? Ég er sannfærð um að það eru ráðandi hugmynd- ir nýfrjálshyggjunnar sem eiga þar stærsta sök. Hún hefur ýtt undir þessa efnishyggju. En hag- vöxturinn á Íslandi var tekinn að láni að miklu leyti og nú verðum við svo átakanlega vör við það. Þeir sem trúðu á þetta viðhorf sem var ríkj- andi soguðust inn í þetta og dönsuðu með og lögðu mikið undir en standa nú andspænis því að það vantaði grunninn undir þetta. Og það er sár veruleiki.“ útilokAr ekki kosningAr í vor Samstaðan innan Samfylkingarinnar, hvernig er hún nú? „Hún er góð. Það segir sig sjálft að í svona erfiðum aðstæðum í samfélaginu, þegar það er mikill þrýstingur á stjórnvöld og mikil krafa um að það eigi að kjósa hefur það áhrif inn í Sam- fylkinguna. Samfylkingin er næmur flokkur sem hlustar og vill gjarnan svara kalli tímans. En maður má ekki bara berast með í stjórnmál- um heldur verður maður að vera sannfærður um að það sem maður er að gera sé alveg rétt. Ég er sjálf alveg sannfærð um það að kosningar við núverandi aðstæður væru talsvert hættuspil. Þau brýnu úrlausnarefni sem verið er að vinna með frá degi til dags myndu missa athyglina: Verkefni eins og að koma á markaði með gjald- eyri og koma stoðum undir bankakerfið að nýju; koma á eðlilegum viðskiptum við umheiminn, sem er lífsspursmál fyrir okkur þannig að við fáum þær vörur og þjónustu sem við þurfum; semja við erlenda lánardrottna þannig að fyrir- tæki hafi aðgang að lánsfé; og að koma í veg fyrir að hér verði fjöldagjaldþrot hjá fyrirtækjum með tilheyrandi atvinnuleysi. Síðast en ekki síst verð- um við að samþykkja fjárlög og halda uppi öfl- ugri velferðarþjónustu til að mæta áföllunum. Öll þessi verkefni myndu missa athyglina vegna undirbúnings kosninga og því væri mjög var- hugavert að fara í kosningar nú. Að auki er jarð- vegur fyrir mikinn populisma núna og þjóðin gæti lent í pólitísku hruni í ofanálag. Ég er ekki á móti því að það verði kosið áður en þetta kjörtímabil er á enda. Og ef þetta er spurning um uppgjör við fortíðina – er hagstætt fyrir Samfylkinguna að kjósa núna. Flokkurinn mælist vel í könnunum, við berum ekki ábyrgð á þeim pólitísku ákvörðunum undanfarinna ára sem skópu íslenskt fjármálakerfi heldur Sjálf- stæðisflokkur og Framsóknarflokkur. Það eru því kjöraðstæður fyrir okkur að kosið sé nú, mið- að við þessa hluti. Að auki eru fram undan gríð- arlega erfiðar pólitískar ákvarðanir sem þægi- legra væri að koma sér undan. En mér finnst bara að það gangi ekki upp að ganga til kosninga eins og staðan er. Það væri ábyrgðarleysi. Svo á eftir að koma í ljós, hvernig okkur gengur að koma því í kring sem við ætl- um okkur að gera. Við verðum að vera sátt við það sem við erum að gera og ég get ekki útilok- að kosningar áður en kjörtímabilið er á enda, þess vegna á næsta ári ef mál þróast með þeim hætti – en ég vil ekki vinna í pólitík undir þeim formerkjum. Ef ég segði fyrir hönd Samfylking- arinnar: „Það á að kjósa í vor“ væri ég í raun að slíta stjórnarsamstarfinu.“ Þórunn og Björgvin Tveir ráðherrar Samfylkingar hafa lýst því að þeir vilji kosningar á næsta ári. Veikir það stöðu þeirra? „Þau Þórunn og Björgvin eru að enduróma ákveðnar kröfur sem eru uppi í samfélaginu og fleyta því inn í flokkinn. Þetta byggist ekki á því að þau treysti ekki stjórninni til góðra verka eða þau séu ekki tilbúin til að vinna í ríkisstjórninni af fullum heilindum. Það er svo margt í húfi að við gætum verið að kasta barninu út með baðvatninu með því að boða til kosninga nú.“ Hvað finnst þér um þau orð Jóns Gunnarsson- ar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, að þessir ráð- herrar eigi að segja af sér? „Ég er ekki vön að taka sérstakt mið af því sem Jón Gunnarsson segir.“ Það er mikill stuðningur við þig í Samfylking- unni – mikil hlýja, eins og sést á opnum fundum, en líka mikil óánægja sem kraumar í Samfylk- ingunni. Hvað hefur þú við þetta fólk að segja? „Það hljóta allir að verða fyrir áhrifum af þeirri undiröldu sem er í samfélaginu og ég skil og virði skoðanir þess samfylkingarfólks sem vill mæta þeirri háværu kröfu að efna til kosninga sem allra fyrst. Í Samfylkingunni eru líka skiptar skoðanir og hafa alltaf verið um hversu heppilegt sé að vera í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn eða hvort aðrir samstarfsaðilar væru heppilegri. Það væri því sérkennilegt ef þetta kæmi ekki sterkt upp. En mér finnst varhugavert að taka stórar ákvarðanir um þessa hluti í því mikla moldviðri sem nú er, allar útlínur eru svo óljósar.“ ráðherrAstóll AukAAtriði Ef kosið yrði nú – yrðir þú þá ekki forsætisráð- herra? „Það yrði ekki ósennileg niðurstaða ef marka má kannanir en það er bara algert aukaatriði. Staða okkar er mjög vandasöm og við erum nú í þeim aðstæðum að það gefast engir góðir kost- ir.“ Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor sagði í Silfri Egils að koma hefði mátt í veg fyrir hrunið með aðgerðum í apríl. Ekkert var gert fyrr en um seinan. Er ábyrgð þín ekki mikil? „Ég veit ekki til hvers hann er að vísa þegar hann talar um aðgerðir í apríl nema þá þess að það hefði þurft að stækka gjaldeyrisforðann. Það var reyndar ákveðið af Alþingi en Seðlabankinn hafði ekki erindi sem erfiði. En Þorvaldur veit eins og aðrir að fjármálakerfið var orðið of stórt og hafði ekki burðugan stuðning. Kannski gagn- rýnir hann Seðlabankann fyrir að hafa ekki tek- ið lán þá þegar en það er ekki alveg víst að það hefði dugað, við getum ekki fullyrt það. Horf- umst í augu við það að við höfðum mjög tak- markaða stjórn á atburðarásinni þar sem fjár- málakerfið var vaxið okkur yfir höfuð og þegar alþjóðleg lánsfjárkreppa bættist við var voðinn vís. Hér hafði allt verið byggt upp á erlendu láns- fé. En þetta gerðist ekki skyndilega. Þetta er sam- félagsþróun sem menn leyfðu að gerast.“ Auðmennirnir Hvað finnst þér um þá kröfu sem heyrðist á opna fundinum í Háskólabíói að Bjarni Ármannsson ætti að koma heim og skila peningunum sem hann hefur eignast hér á landi, skila ofurlaun- unum? „Við eigum að höfða til sómakenndar allra þeirra sem högnuðust verulega á þessari þró- un íslenskra fjármálamarkaða á undanförnum árum, þeir eiga að koma og fjárfesta á Íslandi og leggja sitt af mörkum Við þurfum jafnframt að skoða vel hvort menn hafi hagnast með óeðli- legum hætti á undanförnum árum. Verðum að grandskoða það.“ Þarf VG að breyta afstöðu til aðildarumsókn- ar að ESB til að samstarf komi til greina af þinni hálfu? „Við í Samfylkingunni verðum að sjá fram á að við getum tekið áfanga í átt til ESB. Mér finnst að þjóðin eigi rétt á því að það sé látið á aðildar- viðræður reyna og hún fái þá að samþykkja það eða hafna því. Norðmenn hafa hafnað þessu í þrígang og við verðum að leyfa fólki að tjá sig um þetta. Ef skoðanakannanir eru röksemd fyrir því að nú eigi að kjósa hlýtur það líka að vera rök- semd að meiri hluti þjóðarinnar vill samkvæmt könnunum fá að ganga til viðræðna. Við verðum að láta reyna á það hverju við getum náð fram í aðildarviðræðum. Þjóðin verður að fá að segja skoðun sína á því. Stjórnmálaflokkarnir mega ekki standa í vegi fyrir því að vilji þjóðarinnar nái fram að ganga.” útifunDirnir á lAugArDögum Þú sagðir á flokksstjórnarfundi að ef þú værir ekki í ríkisstjórn værirðu á meðal fólksins á úti- fundinum á laugardögum. Hverju myndirðu mótmæla? „Á maður alltaf að kalla þetta mótmæli? Fólk getur líka verið að tjá hug sinn, láta vita af því að það hafi áhyggjur af ástandinu. Og þó einhverjir forsvarsmenn hafi stillt upp þremur kröfum er ekki þar með sagt að allir séu á einu máli. Fólk er að tjá hug sinn gagnvart því ástandi sem er, það vill sjá raunverulegar breytingar og við eig- um að taka það alvarlega og bera virðingu fyr- ir því. Ég hef gjarnan verið nálægt hreyfingum þar sem fólk kemur saman sem lætur sig þróun samfélagsins varða. Ef nú væri ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar væri ég á Austur- velli, því ég tel að þeir tveir flokkar geti ekki vik- ist undan ábyrgð á þeirri þróun sem hér hefur orðið á undanförnum 13 árum. Eflaust finnst einhverjum að ég standi í vegi fyrir því að fólk geti refsað Sjálfstæðisflokknum í kosningum en spurningin er: hvort á að ráða meiru, þörfin fyr- ir að refsa eða það uppbyggingarstarf sem ekki má bíða? Tækifærið til að kjósa mun koma. Það má líkja þessu við fólk sem kemur út úr áfalli eins og skilnaði og hefur þörf fyrir útrás og hefnd og það er ráðandi tilfinning í fyrstu en svo heldur lífið áfram og fólk verður að hugsa fyrst og fremst um að byggja upp til framtíðar. Það má ekki taka allar ákvarðanir sem lúta að framtíð- inni í þessu hugarástandi reiðinnar. Það er oft svo mikil samsvörun milli reynslu þjóðfélags- ins og einstaklingsins og það sem reynist vel í einkalífinu reynist líka vel í opinbera lífinu. Bók- hald ríkisins er til dæmis ekkert mjög frábrugðið heimilisbókhaldinu. Það hefur reynst mér vel að sækja í það veganesti sem ég fékk í uppeldinu. Ef ég tek dæmi af mömmu sem er að verða 91 árs gömul, man ég að þegar ég var krakki fannst mér hún oft fjasa mikið út af því sem manni fannst engu máli skipta – og maður lét það fara inn um annað eyrað og út um hitt. En svo þegar erfiðu málin komu upp og stór áföll dundu yfir voru engar skammir eða vammir á dagskrá – þá var gengið beint og fumlaust í að leysa málin.“ lærDómur úr æsku „Mér hefur verið það veganesti að fólk eigi ekki að gefast upp þegar það gefur á bátinn.“ Hvernig þekkirðu þetta af eigin raun? „Ég upplifði það þegar ég var að verða ungl- ingur að foreldar mínir lentu í miklum fjárhags- legum erfiðleikum. Ég sá hvað þau lögðu mikið á sig og lærði hversu mikilvægt það var að gefa sig ekki þeim erfiðu tilfinningum á vald sem eru samfara slíku skipbroti. Þá lærði ég að þegar erf- iðleikar steðja að á maður ekkert annað úrræði en að ganga á hólm við þá. Og þó tilfinningarnar hellist yfir mann verður maður að passa að þær verði ekki allsráðandi. Það er stundum sagt að ég sé mikill nagli – og það er kannski út af þessu. Ég hef allar þessar tilfinngar en hef fengið það veganesti að láta tilfinningar ekki stjórna at- burðarásinni því þá missir maður fótanna. Ég fann það vel sem barn í ákveðinn tíma að það var þröngt í búi. En svo unnu foreldrar mín- ir sig í gengum þetta. En ég sá það líka á þess- um tíma að þegar sá hugmyndafræðilegi grunn- ur sem fólk hefur byggt allt sitt líf á bregst, þá reynist það fólki mjög erfitt. Pabbi trúði því að hver væri sinnar gæfu smiður og hann trúði á einstaklingsframtakið. Hann var með smáfyrir- tæki, saumastofu og hún varð gjaldþrota. Fyrir því voru ýmsar ástæður en það hafði sitt að segja að á þessum tíma varð Ísland aðili að EFTA. Inn- flutningur streymdi inn og smáiðnaður lenti í vanda. Þetta hafði því harla lítið með það að gera hvort hann gæti verið sinnar gæfu smiður eða ekki, aðstæður voru einfaldlega óhagstæðar. Fótunum var einfaldlega kippt undan honum. Hann hafði ekki brugðist.“ gjAlDÞrot má ekki verA stimpill „Það sama á við í dag um það fólk sem trúði á góðærið og stöðugan vöxt þess og byggði tilveru sína á því að hér væri samfélag eilífs hagvaxtar. Þetta fólk stendur nú á berum bökkum og missir fótanna – þetta fólk verður mun reiðara en það fólk sem aldrei trúði á þetta.“ Viltu segja meira frá þessari reynslu þinni í bernsku? „Ég upplifði það sem barn að gjaldþrot væri „stigma“ eða stimpill. Það á ekki að vera þannig og alls ekki núna! Og það verður að finna leið- ir til að fjárhagserfiðleikar fylgi ekki fólki árum saman. Það verður að hjálpa fólki sem lendir í þessum aðstæðum að komast út úr þeim sem allra fyrst. Gjaldþrotalög okkar hafa verið svo grimm. Við þurfum að koma á stuðningi við fólk í greiðsluerfiðleikum. Svo fólk geti unnið sig hraðar í gegnum þetta svo það verði ekki eins og þegar ég var barn og þetta tók meira en áratug. Slíkar aðstæður geta haft áhrif á félagslega stöðu fólks og heilsufar.“ hið nýjA íslAnD Hvernig verður Hið nýja Ísland þegar við kom- umst út úr þessu óveðri? „Vonandi berum við gæfu til þess að gefa meiri gaum að þeim grunngildum sem íslenskt samfé- lag byggðist á lengst af, það er jafnræði og sam- stöðu og því að deila kjörum hvert með öðru. Það hefur orðið gliðnun og molnað undan grunngild- unum á undanförnum árum. Og vonandi skiljum við aftur að sígandi lukka er best og á yfirleitt við á öllum sviðum. Við þurfum að vinna okkur inn fyrir því sem okkur áskotnast. Samfélagið þarf að þróast stig af stigi og við þurfum að geta fylgt þró- uninni eftir og allt verðmætamat þarf að endur- skoða. Við verðum að vita að aðalatriðið er hvað fólk veit, kann og getur - en ekki hvað það á. Fyrst þurfum við að vera almennilegar manneskjur og svo kemur allt hitt. Og við getum lært margt af öðrum þjóðum. Hér höfum við trúað því að við séum fallegust, sterkust og best og stundum hefði mátt ætla að við þyrftum ekkert á öðrum að halda. Það var byrjað að ala á þeirri kennd í byrjun þessarar kreppu að við þyrftum ekkert á erlendum lánum að halda, gætum bara pakkað í vörn – þyrftum enga útlendinga til að segja okkur fyrir verkum. Kostur er ef þjóðin hefur sjálfstraust en það þarf að byggjast á góðum grunni og má ekki birtast annaðhvort sem hroki eða heimóttarskapur.“ Sigríður Arnardóttir - sirry.is m yn d B r a g i Þ ó r Jó se fs so n
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.