Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Qupperneq 86

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Qupperneq 86
Föstudagur 28. nóvember 200886 Sakamál Læknirinn sem aLdrei var Jean-Claude romand var hæglætismaður, vel til fara, frábær læknir og burðarás í samfélaginu. Hann hafði unnið að verkefnum fyrir heilbrigðisstofnun sameinuðu þjóðanna og ku hafa verið á barmi þess að finna lækningu gegn krabbameini. Það var í það minnsta sú mynd sem eiginkona hans og fjölskylda höfðu af honum og einnig vinir hans. en romand var ekki læknir, hann var iðjuleys- ingi sem eyddi tíma sínum í svik og pretti og þegar upp var staðið morð. Lesið um Jean-Claude romand, lækninn sem aldrei var, í næsta helgarblaði dv. Insúlín gegn öldruðum Hjúkrunarfræðingnum Colin Norris var í nöp við aldrað fólk. Af því hlaust bara ami og honum bauð við lyktinni af því. Hann lagði því upp í einkaherferð gegn öldruðum en fylltist of miklu sjálfstrausti sem síðar leiddi til handtöku hans. Hann var ákærður fyrir fjögur morð og eina morðtilraun og sýndi engar tilfinning- ar þegar hann var dæmdur til lífstíðarfangelsis. Colin Norris er skoskur hjúkrun- arfræðingur, en hann gerði ýmis- legt annað en lina þjáningar þeirra sjúklinga sem komust undir hend- ur hans. Reyndar linaði hann þján- ingarnar, en hann gerði það að fullu og öllu. Þegar réttarhöldin yfir honum hófust 16. október, 2007 í New- castle á Englandi neitaði hann öll- um sakargiftum. Hann var ákærð- ur fyrir að hafa myrt fjórar aldnar konur og að hafa reynt að myrða þá fimmtu. Konurnar fjórar, Dor- is Ludlam, Bridget Bourke, Irene Crookes og Ethel Hall höfðu all- ar látist snemma morguns þegar Norris var á vakt. Reyndar önduð- ust þær ekki allar á sama sjúkra- húsi því Norris hafði unnið víða, en allar höfðu verið á sjúkrastofn- unum í Leeds og safnast til feðra sinna árið 2002. Sú sem lifði af var Vera Wilby. Líkaði ekki við aldraða Þegar Norris var við nám sótti hann fyrirlestra um sykursýki og notkun insúlíns og hættuna sem gat fylgt henni. Hann hataði að vinna með öldruðu fólki og hafði orðið „afar vonsvikinn“ þegar hann var send- ur til vinnu á umönnunarheimili aldraðra í Dundee í Skotlandi. Síðar hóf hann vinnu á Sjúkra- húsi Leeds og St. James‘s-sjúkra- húsinu í Leeds. Grunsemdir um athæfi Norris vöknuðu þegar hann sagði í trúnaði við starfsfélaga sinn að Ethel Hall myndi missa meðvit- und á hans vakt. Fullyrðing hans gekk þvert á yfirlýsingar annarra hjúkrunarfræðinga sem höfðu sagt að Ethel braggaðist vel. Norris sagði áðurnefndum starfsbróður sínum að heilsu Eth- el myndi hraka þennan morgun, „það er alltaf í morgunsárið sem slæmir hlutir gerast, um stundar- fjórðung yfir fimm“. Þessi spá Norr- is gekk eftir og klukkan kortér yfir fimm féll Ethel í dá. Hún dó þrem- ur vikum síðar. Insúlín verður morðvopn Ethel Hall var ekki sykursjúk, en hafði fengið insúlínskammt sem var „mun stærri en það sem sykur- sjúklingur myndi þurfa“. Saksókn- arar voru ekki í vafa um að Ethel hefði verið myrt, en ástæður fyr- ir morðinu lágu ekki ljósar fyrir. Saksóknarar ýjuðu að því að Norr- is hafi álitið sem svo að Ethel væri komin á leiðarenda og ákveðið að hjálpa henni síðasta spölinn. En sá möguleiki var einnig fyrir hendi að Norris hafi fundist ami að öldruðu konunni og að best væri að enda ævi hennar. Talið er að fyrsta fórnarlamb Norris hafi verið Vera Wilby, níutíu ára. Hún þjáðist af elliglöpum sem gerðu hana að erfiðum sjúklingi. Í maí 2002 gaf Norris henni morfín til að slæva hana og síðar insúlín. Vera féll í dá, en lifði af. Í næsta mánuði gaf Norris ann- arri konu, Doris Ludlam, morfín sem hún þarfnaðist ekki, og síðan insúlín. Ludlam féll í dá og lést síð- an. Fórnarlömbunum fjölgar Í júlí skýrði Colin Norris frá því að hann hefði komið að Bridget Bourke í slæmu ástandi þar sem hún var „í hnipri í rúminu og sýndi enga svörun“. Bourke komst aldrei til meðvitundar og dó. Þremur mánuðum síðar fylgdi Irene Crook- es í kjölfar Bridget Bourke. Allar áttu konurnar það sam- eiginlegt að heilsu þeirra hrakaði snemma morguns þegar Norr- is hafði verið á vakt og allar höfðu fengið banvænan skammt af ins- úlíni. Að mati saksóknara hafði Col- in Norris fyllst sjálfsöryggi eftir að úrskurðað var að dauða þriggja kvennanna hefði borið að með eðlilegum hætti. Norris vissi ekki að blóðsýni úr Ethel Hall hafði ver- ið sent í rannsókn og niðurstöð- urnar úr henni leiddu að lokum til handtöku Norris. Við réttarhöldin kom í ljós að við rannsókn málsins hefði lögreglan skoðað sjötíu dauðsföll sérstaklega og komist að þeirri niðurstöðu að átján þeirra væru grunsamleg. Síð- ar fækkaði þeim niður í sjö, en þrjú þeirra voru ekki rannsökuð frek- ar því líkamsleifarnar höfðu verið brenndar. En skyndilegt og óútskýranlegt bakslag hjá Ethel Hall varð til þess að blóðsýni úr henni var rann- sakað, hún hafði fengið tólffaldan skammt af insúlíni. Laus við samúð Vitnisburður við réttarhöldin renndi stoðum undir fullyrðingar þess eðlis að Norris væri í nöp við aldraða. Hann þoldi ekki að þurfa að sinna hreinlætisþörfum eldri borgara. „Lyktin, ég get ekki van- ist lyktinni,“ trúði hann starfsfélaga sínum fyrir. Þegar áttatíu og sjö ára krabba- meinssjúklingur bað Norris að tæma þvagleggspokann sagði Norris: „Þú ert með fætur. Gerðu það sjálfur.“ Tíu mínútum síðar var komið að sjúklingnum þar sem hann lá veinandi á gólfinu. Þegar Norris var spurður hvort sjúklingarnir ættu ekki skilið meiri samúð í ljósi aldurs þeirra og ástands sagði hann: „Samúð hefur ekkert með þetta að gera.“ Einn sjúklingur, Bridget Tarpey, bar Norris ekki góða sögu og sagði hann hafa verið „mjög andstyggi- legan“ og að „honum hefði ekki líkað við okkur gömlu konurnar“. „Ég vona að þú þjáist mikið og að enginn komi þér til aðstoðar,“ sagði Norris við hana. Einnig sagði hann við aðra að hann vonaði að hún rotnaði í helvíti. Colin Norris fékk lífstíðardóm 3. mars 2008 og verður að afplána þrjátíu ár hið minnsta. umsJón: koLbeinn Þorsteinsson, kolbeinn@dv.is ÍS L E N S K A S IA .I S K V I 44 05 9 11 /0 8 www.kvikmyndaskoli.is HAND RIT / LEIKS TJÓR N Kvikm ynda skóli Íslan ds er skem mtile gur og kr efjan di sk óli se m me nntar fólk til sk apan di sta rfa. Viðu rken nt tv eggja ára n ám. 100% láns hæft hjá L ÍN. SKRÁ NING STEN DUR Y FIR! Norris sagði áðurnefndum starfsbróður sínum að heilsu Ethel myndi hraka þennan morgun, „það er alltaf í morgunsárið sem slæmir hlutir gerast, um stundarfjórðung yfir fimm“. Þessi spá Norris gekk eftir og klukkan kortér yfir fimm féll Ethel í dá. Hún dó þremur vikum síðar. Colin Norris Hefði jafnvel haldið áfram að myrða gamalt fólk ef hann hefði ekki verið handtekinn. Irene Crookes og Ethel Hall ethel Hall var sennilega fyrsta fórnarlamb norris og irene Crookes það síðasta. Doris Ludlam og Bridget Bourke Féllu í dá eftir að hafa fengið insúlín sem þær þörfnuðust ekki.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.