Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Page 90

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Page 90
Föstudagur 28. nóvember 200890 Tækni iPhone-auglýsing bönnuð nýjasta auglýsing apple-fyrirtækisins í bretlandi hefur verið bönn- uð. auglýsingin, sem heldur á lofti kostum iPhone-símans, þótti innihalda misvísandi og villandi upplýsingar um nettengingargetu vörunnar. Þar kemur fram að síminn geti tengst netinu og hlaðið niður efni á mjög skömmum tíma eða „really fast“. samkeppnisyfir- völd í bretlandi úrskurðuðu eftir fjölmargar kvartanir að auglýsingin væri villandi og ýkti getu símans verulega. stalst í Pósthólf samstarfskonu Larry mendte, annar af aðalfrétta- mönnum Cbs í Fíladelfíu í bandaríkj- unum, hefur verið fundinn sekur um að brjótast inn í vefpósthólf alyciu Lane, hins aðalfréttamannsins á sjónvarpsstöðinni. mendte var fundinn sekur um að hafa brotist í um fimm hundruð skipti inn í pósthólf Lane og lekið þannig persónulegum málefnum um hana til slúðurdálka dagblaða og vefsíðna. mendte var umsvifalaust sagt upp störfum þegar málið kvisaðist út og þarf nú að greiða 5.000 dollara sekt og gegna 150 klukkutíma samfé- lagsþjónustu. umsjón: PáLL svansson, palli@dv.is Ef marka má nýja könnun sem hið bandaríska Nielsen-fyrirtæki hefur birt hafa Bandaríkjamenn aldrei horft jafnmikið á sjónvarp eins og þeir gera í dag. Könnunin byggð- ist á því að fylgjast með þeim tíma sem venjuleg bandarísk fjölskylda eyðir fyrir framan sjónvarpið, vafr- ar á netinu og notar farsíma. Sjón- varpið hafði vinninginn og sú gamla kenning um að netið myndi ganga að sjónvarpinu dauðu virðist eiga við lítil rök að styðjast. Fram kemur að Bandaríkjamenn settu ný met í sjónvarpsáhorfi árin 2007-2008, meðalfjölskyldan eyddi að jafnaði átta klukkustundum og átján mínútum fyrir framan sjón- varpið hvern dag og hver einstakl- ingur um fjórum klukkustundum og fjörutíu og fimm mínútum. Þetta gætu virst góðar fréttir fyr- ir útsendingarrisa eins og CBS eða NBC en reyndin er hins vegar sú að aukning á sjónvarpsáhorfi almenn- ings vestanhafs er aðallega gegnum áskrift að kapalsjónvarpi. Hin stóru útsendingarkerfi CBS og NBC sjón- varpsstöðvanna líða nú fyrir minnk- andi auglýsingatekjur, bæði vegna efnahagsástandsins, en fjármagn fyrirtækja til að auglýsa í sjónvarpi hefur minnkað, og ásókn almenn- ings í önnur kerfi en hin hefðbundnu útsendingarkerfi risanna. Sjónvarpsstöðvarnar stóru horfa nú fram á veginn með nokkurn ugg í brjósti, mestu auglýsingatekjurnar hafa hingað til komið frá bandarísk- um bílaframleiðendum sem berjast í bökkum þessa dagana og hætt við að auglýsingatekjur dragist verulega saman á næstunni. palli@dv.is meiri ásókn í kaPalkerfin Bandaríkjamenn setja ný met í sjón- varpsáhorfi en á sama tíma dragast tekjur stóru sjón- varpsstöðvanna saman.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.