Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Side 96

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Side 96
Föstudagur 28. nóvember 200896 Tónlist Skakkamanage í andlitið önnur breiðskífa hljómsveit- arinnar skakkamanage, all Over the Face, er komin út. Platan kem- ur í kjölfar hinnar margrómuðu Lab of Love sem sveitin sendi frá sér fyrir tveimur árum. skakkamanage fer um víðan völl á all Over the Face og inniheldur platan bæði ljúfsárar ballöður og hávaða- rokk – og allt þar á milli. all Over the Face fæst í öllum betri hljóm- plötuverslunum landsins auk þess sem hana má nálgast í vefbúð Kimi records: www.kimi.grapewire.net umsjón: Krista haLL, krista@dv.is Addi Introbeats hefur lengi verið viðloðandi íslenska hipphopp-menningu sem plötusnúður og sem meðlimur hljómsveitarinnar Forgotten Lores. Á næstu dögum kemur út fyrsta sólóplata hans, Tívolí Chillout. Forgotten Lores-meðlimurinn In- trobeats, betur þekktur sem DJ Addi Intro, mun gefa út sína fyrstu sóló- plötu á næstunni en hún ber heitið Tívolí Chillout. Platan hefur nú þegar, áður en hún kemur út, verið tilnefnd til Kraumsverðlaunanna. Addi, sem einnig hefur verið þekkt- ur sem meðlimur hljómsveitarinnar Forgotten Lores, samdi öll lögin sjálfur. „Ég mixaði plötuna og masteraði hana sjálfur. Svo fékk ég í lið með mér marga þekkta og góða félaga úr hipphopp- heiminum,“ segir Addi. Þeir sem koma Adda til hjálpar við þau fjórtán lög, sem á plötunni eru, eru meðal annars Bent úr Rottweiler hundum, Dóri DNA úr Bæjarins bestu, hljómsveit hans Forgotten Lores, Stjáni Misskilinn úr Afkvæmi Guð- anna, 7Berg, MC Rain og Opee, svo einhverjir séu nefndir. Þess má geta að Addi er líka einn helsti lagahöfundur hljómsveitarinnar. Addi Introbeats er enginn nýgræð- ingur í tónlist heldur er hann einn af hæfileikaríkustu plötusnúðum lands- ins. Hann hefur gott orð á sér, bæði sem meðlimur einnar bestu hipphopp- hljómsveitar landsins og sem plötu- snúður. Með Forgotten Lores hefur hann gefið út tvær plötur og fékk seinni platan Frá heimsenda fimm stjörnur hjá gagnrýnendum Morgunblaðsins. Hún var að auki tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Addi var búsettur í Danmörku um langt skeið en er nýlega sestur að á Ís- landi. „Við félagarnir fimm höfum núna síðustu sex árin búið á víð og dreif um Evrópu, en vorum seinast í Bandaríkj- unum. Við höfum nýlega sameinast og hefur heyrst orðrómur um að það sé að koma ný plata næsta vor,“ segir Addi og bætir við: „Ef allt gengur upp.“ Platan ókomna var nýlega tilnefnd til Kraumsverðlaunanna en það eru ný verðlaun á vegum Tónlistarsjóðs sem hafa það að markmiði að vekja athygli á og verðlauna nýja og spennandi tón- list á Íslandi. Platan er ein af þeim 48 plötum sem koma til greina að hljóta verðlaunin í ár. Útgáfutónleikar Adda verða til- kynntir síðar en í kvöld, föstudags- kvöld, má sjá hann þeyta skífum á Prikinu. asdisbjorg@dv.is Introbeats Fyrsta sólóplata kappans kemur í búðir í byrjun desember. Slak ð á í tívolí
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.