Náttúrufræðingurinn - 2012, Síða 5
5
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
1960–1961 og síðar við rannsóknir í Cambridge-
háskóla árin 1970 og 1979.
Áherslur Þorleifs í háskólanáminu voru á almenna
jarðfræði, jarðlagafræði og jarðsögu og þá sérstak-
lega gróðurfars- og veðurfarssögu. Skömmu eftir
að hann kom til háskólanáms var hann búinn að
ákveða hvað hann ætlaði að taka fyrir sem doktors-
verkefni, þ.e.a.s. veður- og gróðurfarssögu Íslands,
en það var ekki vani manna að taka ákvarðanir um
slíkt fyrr en langt var liðið á háskólanámið. Það
varð til þess, ásamt öðru, að hann flutti sig á milli
háskóla í leit að réttum leiðbeinanda og læriföður á
þessu sviði.
Á námsárunum las Þorleifur allt sem hann kom
höndum yfir og skrifað hafði verið um íslenska jarð-
fræði, að því er hann sagði mér eitt sinn, enda var
þekking hans á íslenskum jarðfræðilitteratúr mjög
víðfeðm. Þá las Þorleifur annála og annað ritað
efni með það að leiðarljósi að öðlast betri yfirsýn á
atburðum í mótun lands á sögulegum tíma. Þetta
var ekki hluti af skilgreindu háskólanámsefni en
varð honum síðar gagnleg vitneskja á ýmsan máta í
starfi. Þetta sýndi líka brennandi áhuga hans á jarð-
fræðilegri þekkingu almennt og sérstakan áhuga
hans á þætti föðurlandsins í því samhengi. Þetta
tvennt varð enda lífsviðfangsefni hans.
Aðallærifaðir Þorleifs á lokaskeiði námsins var
Dr. Martin Schwarzbach, prófessor og sérfræðingur
í fornveðurfræði við Kölnarháskóla. Hann kom oft
til Íslands til rannsókna og skrifaði mikið um jarð-
sögu og fornveðurfar Íslands. Þeir voru aldavinir
upp frá því.
Þorleifur var Alexander von Humbolt-styrkþegi
við doktorsnám sitt árin 1959 og 1960.
Starfssvið
Við heimkomuna árið 1961 réðst Þorleifur til
rannsóknastarfa við Iðnaðardeild Atvinnudeildar
Háskólans, þar sem hann var til 1965 og síðan í
framhaldi af því við Rannsóknastofnun iðnaðarins
1965–1968, í kjölfar endurskipulagningar á rann-
sóknastofnunum ríkisins, þeim er tengdust atvinnu-
vegum landsmanna. Hann var síðan sérfræð-
ingur við Raunvísindastofnun Háskólans 1968, er
Atvinnudeildin flutti af lóð Háskólans. Eftir það var
starfsvettvangur hans alla tíð Háskóli Íslands.
Íþróttaiðkun
Þorleifur var félagi í Íþróttafélagi Reykjavíkur (ÍR),
spilaði með því félagi handbolta á yngri árum og
varð síðar virkur í stjórn þess. Í röðum jarðfræð-
inga hafa jafnan gengið þjóðsagnakenndar sögur
af handknattleiksferli Þorleifs, en erfitt hefur reynst
að fá staðfestingu þeirra. Nær ekkert er um þetta
skráð en langt um liðið. Félagar hans frá þessum
árum muna þó sitthvað og ber saman um það sem
þeir hafa sagt. Þorleifur var góður handboltamaður,
kappsamur, duglegur, útsjónarsamur og fylginn
sér, taktískur leikmaður og skynsamur. Í leik var
hann jafnvígur í sókn og vörn. Hann var kannski
ekki stjarnan í hverjum leik en hins vegar var hann
jafnan driffjöðrin. Bæði utan vallar og innan var
hann fyrirliði og spilaði yfirleitt þá stöðu sem nú
kallast leikstjórnandi. Hann átti heima í Langholt-
inu og að heiman var stutt í það fræga íþróttahús
Hálogaland og þangað teymdi hann strákana úr
nágrenni sínu á ungum aldri og stýrði þá yfirleitt
æfingum og leikjum. Þannig gekk þetta öll mennta-
skólaárin hér heima. Þorleifur lék þá og keppti í
mótum sem haldin voru og var jafnvel formaður
handknattleiksdeildarinnar ÍR og þjálfari. Hann
var landsliðsmaður í handboltanum, spilaði svo
vitað sé með vissu í þriðja landsleik sem Íslend-
ingar háðu, og var það líklega fyrsti landsleikurinn
hér heima. Hann fór fram árið 1950, á móti Finnum,
og endaði með sanngjörnu jafntefli. Þessi leikur fór
fram á Melavellinum, malarvelli sem stóð þar sem
nú er Þjóðarbókhlaðan. Í Tímanum voru leikmenn
kynntir að morgni leikdagsins og þar er þetta sagt
um Þorleif: „Þorleifur Einarsson (ÍR) er hægri fram-
herji. Hann er yngstur í liðinu aðeins 18 ára. Þor-
leifur hefir góða knattmeðferð en hefir litla reynslu
og mun val hans verða gagnrýnt.“ Hann hélt áfram
handboltaiðkun á háskólaárunum í Þýskalandi. Þar
spilaði hann m.a. með Hassloch en einnig öðrum
liðum. Einhverju sinni varð félag hans, líklega Tüb-
ingen, Þýskalandsmeistari undir liðstjórn hans. En
hann stundaði einnig handboltaþjálfun í Þýskalandi
og ferðaðist þá töluvert um landið í þeim erindum,
til keppni o.fl. Hann er því líklega fyrsti Íslendingur-
inn sem spilaði með þýsku handboltaliði og hann er
vafalítið fyrsti Íslendingurinn sem stundaði þjálfun í
þýska handboltanum. Handboltaþjálfun hans kom
íslenskum námsfélögum hans líka að gagni, þótt
þeir væru ekki í boltanum, og lýsir það vel útsjón-
arsemi Þorleifs og því hve hann var traustur félagi.
Fyrir handboltaiðkunina, líklega fyrst og fremst
þjálfunarstörf sín, fékk hann einhver laun, en þau
lagði hann á banka og „geymdi til mögru áranna“.
Það var á þessum árum nánast regla að peningar,
námslán og annað fé barst seint og illa til Þýska-
lands svo að stúdentar voru oft orðnir harla blankir
á þeim árstímum þegar von var peningasendinga að
heiman. Þegar að þeim árstímum kom hélt Þorleifur
fund með félögum sínum og reddaði fjármálum
þeirra með þjálfaralaunum sínum. Eftir heimkom-
una lifði enn í Hálogalandsglæðunum, en tiltölu-
lega fljótlega eftir heimkomuna mun hafa dregið úr
handboltaiðkun hans. Þar með sagði hann þó ekki
skilið við boltann. Áfram var hann áhrifamaður í
ÍR og einnig hafði hann dómararéttindi, stundaði
eitthvað dómgæslu og þjálfði meistaraflokk ÍR með