Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2012, Side 6

Náttúrufræðingurinn - 2012, Side 6
Náttúrufræðingurinn 6 góðum árangri um nokkurra ára skeið. Auk þess sat hann í dómaranefnd HSÍ. Kennsla og afstaða til fræðanna í kennslu Þorleifur var á árunum eftir heimkomuna stunda- kennari í náttúrufræði og eðlisfræði við Voga- skóla, 1961–1963, og í jarðfræði við Menntaskól- ann í Reykjavík, 1963–1969, og Tækniskóla Íslands, 1965–1970, og loks við Háskóla Íslands, 1969–1974. Þar tók hann við kennslu í almennri jarðsögu, jarðsögu Íslands og ísaldarfræðum á öðru ári jarð- fræðikennslunnar. Hann hafði þá setið í nefnd til undirbúnings háskólakennslu í náttúrufræðum. Árið 1975 varð hann síðan prófessor í jarðsögu og ísaldarjarðfræði við Verkfræði- og raunvísindadeild síðar Raunvísindadeild. Hann sat í þeirri stöðu til dauðadags og þar gegndi hann stjórnunarstörfum auk kennslunnar eins og venjur þar á bæ gerðu ráð fyrir. Einnig kenndi hann í allmörg ár hluta af nám- skeiði í umhverfisfræðum í Verkfræðiskor, sem þá var nýjung í háskólakennslu en er nú orðið fyrir- ferðarmikið sérnám. Þorleifur var skýr kennari og greindi vel á milli aðal- og aukaatriða. Hann var hins vegar ekki mikið fyrir nútímakennslutækni, útbjó ekki skreyttar og kerfisbundnar litglærur eða annað slíkt í stórum stíl. Hann talaði yfirleitt stutt og skýrt í fyrirlestrum en notaði töfluna mikið og sýndi gjarnan litskyggnur af þeim fyrirbærum sem hann lagði áherslu á. Hann var yfirleitt vinsæll kennari og ræddi mikið við nemendur utan kennslustunda og margur nem- andinn, sem kunni að meta þetta, mun ekki hafa lært minna af þeim samtölum en af formlegum fyrir- lestrum. Þorleifur var afar fróður um náttúruna og allt sem ritað hafði verið um íslenska náttúru. Það var enda auðvelt að fletta upp í honum ef vitn- eskju vantaði um eldri umfjallanir á sviði íslenskrar jarðfræði eða um uppruna einstakra hugmynda og þróun þeirra. Þetta hafa ekki margir gert, aðrir en Þorleifur og Þorvaldur Thoroddsen, og skilaði þetta sér allvel í kennslu Þorleifs. Hann kenndi mönnum að skoða það sem áður hafði verið rann- sakað og að vega og meta framlag þess þannig að samfellan í tilurð þekkingarinnar yrði ljós en menn teldu ekki jafnan að þeir væru að uppgötva eitthvað nýtt, sem enginn hefði áður vitað eða um hugsað. Hann lagði jafnan mikla áherslu á jarðsöguna, og þótt hann væri ekki að fjalla um hana sem slíka sá hann gjarnan ólíklegustu hluti í jarðsögulegu sam- hengi. Honum var illa við „snöggsoðna“ kennslu sem sniðgekk haldgóðan bakgrunn og tengingar við uppruna hugmyndanna. Honum fannst oft að íslenskir jarðfræðingar settu hlutina lítt í samhengi við þróunarsögu jarðar og væri framlag þeirra því iðulega nokkuð hangandi í lausu lofti. Enda munu fáir Íslendingar um hans daga hafa verið betur að sér en Þorleifur í jarðsögu heimsins. Allt er saga og ef ekki er sagt frá hlut- unum þannig að sagan í frásögninni verði ljós er eins líklegt að frásögnin verði í raun haldlítil. Hann var heldur á móti mikilli sérhæfingu námsins við Háskólann, sem þá var aðeins fyrrihlutanám, en taldi sérfræðitilhneiginguna almennt of fyrirferð- armikla og ágenga, miða að of þröngri kunnáttu og þannig ýta undir þröngsýni og jafnvel skilningsleysi um ýmsa þætti. Þótt Þorleifur væri afar raunsær og jarðbundinn maður hugnaðist honum vel víðsýni og almenn kunn- átta og vildi að menn ræktuðu þann akur. Ofurtrú á sérfræði var honum þyrnir í augum, og hefði hann mátt ráða hefði líklega verið kennd meiri hugmynda- saga í tengslum við jarðfræðinámið en raunin var. Rannsókna- og fræðasvið Rannsóknir Þorleifs voru mjög margþættar. Í ein- faldri upptalningu er hið helsta tíundað hér án þess að lagt sé nokkurt mat á mikilvægi þess eða magn. Í fyrsta lagi voru rannsóknir hans hreinar akadem- ískar rannsóknir: gróður- og veðurfarssaga Íslands, jarðfræðileg kortlagning hrauna og móbergsmynd- ana á Hellisheiði og víðar, jarðfræðileg gerð og jarðsaga höfuðborgarsvæðisins, jarðfræði Gullfoss- gljúfra og nágrennis, jarðlagafræði og veðurfarssaga Tjörneslaga og samhengi hennar við segultímatal, ísaldarjarðfræði og breytingar á landaskipan við Beringshaf og áhrif þeirra á ferðir land- og sjáv- ardýra milli heimsálfa og heimshafa og eldgosarann- sóknir, einkum í Öskju 1961, Surtsey 1963–1967 og Heimaey 1973. Jarðvegs- og öskulagarannsóknir stundaði hann í samstarfi við fornleifafræðinga eins og Kristján Eldjárn. Hann starfaði m.a við uppgröft í miðbæ Reykjavíkur (1974) og Laxárdal og rannsak- aði uppblástur og rauðablástur í tengslum við sögu landsins. Þá stundaði Þorleifur ítarlegar rannsólknir á jarvegs- og gróðureyðingu. Þorleifur virðir fyrir sér steingervingalögin í Tungukambi á Tjörnesi á þeim stað þar sem hann taldi vera mörkin á milli tertíera og kvartera jarðlagastaflans. Á Tjörnesi vann hann veigamikinn þátt í ævistarfi sínu. Myndin er tekin skömmu fyrir eða um 1970. Ljósm. Óþ.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.