Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2012, Side 7

Náttúrufræðingurinn - 2012, Side 7
7 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Í öðru lagi voru rannsóknir hans af þeim toga sem stundum hefur verið kallaður hagnýtar rannsóknir og þá einkum á sviði undirbúnings fyrir jarðefna- vinnslu, jarðgangagerð, vatnsaflsvirkjanir og hafnar- gerð en einnig í tengslum við hagnýtingu gosefna. Síðast en ekki síst eru rannsóknir Þorleifs tengdar verndun lands og barátta hans fyrir óspilltum land- gæðum og óraskaðri náttúru, þar sem hann gerðist með árunum ákveðnari og fyrirferðarmeiri baráttu- maður en almennt gerist. Þótt störf hans væru að mestu fræðileg þá sá hann jafnan mikla þörf á því að þekkingin væri hag- nýtanleg og hagnýtt. Þær hagnýtu rannsóknir sem hann sjálfur fékkst mest við snerust einkum um tvo þessara áðurtöldu þátta, undirbúning mannvirkja og verndun náttúrunnar. En hann fylgdi þessu enn frekar eftir eins og fram kemur í næsta kafla. Hann var ennfremur þátttakandi í samnorrænni starfsemi um jarðfræði, ekki síst þeirri sem laut að jarðfræðikennslu hér á landi, annars vegar með Norrænu eldfjallastöðinni, þar sem Þorleifur átti um árabil sæti í stjórn og hins vegar með norrænu náms- ferðunum í jarðfræði sem farnar voru um landið á hverju sumri. Á þeim vettvangi hafa hundruð norrænna jarðfræðinga notið þekkingar hans og kennslu. Brautryðjandi nýrrar þekkingar Þorleifur átti sæti í gosefnanefnd Iðnaðarráðuneyt- isins og átti einnig verulegan þátt í tilurð hennar. Markmið nefndarinnar var að auka hagnýtingu á jarðefnaforða landsins og leita uppi notkunar- möguleika þeirra. Hann vann mikið með nefndinni, einkum að undirbúningi steinullarverksmiðjunnar á Sauðárkróki, möguleikum á vikur- og perlusteins- vinnslu og leit að öðrum mögulega hagnýtum þáttum í eldvirkri náttúru landsins. Hann var meðal þeirra fyrstu sem komu að undirbúningi jarðganga- gerðar og vatnsaflsvirkjana á landinu í stórum stíl á 7. áratugnum. Hann sá marga möguleika í hagnýtingu jarð- fræðilegrar þekkingar umfram það sem þá var tíðkað hérlendis og vann að því leynt og ljóst að koma slíkri þekkingu að þar sem hún var ekki nýtt eins og efni og ástæður stóðu til. Á fyrstu árum jarð- fræðikennslu við Háskóla Íslands fjölgaði íslenskum jarðfræðingum gífurlega og Þorleifur sá að hvorki einstaklingum né þjóðinni yrði verulegt gagn að allri þessari menntun nema störf sköpuðust á nýjum vettvangi. Fyrir slíku beitti hann sér og átti t.d. frum- kvæði að því að taka jarðfræðilega þekkingu til hag- nýtingar í vegagerð og skipulagi og á fleiri fram- kvæmdasviðum. Hann kom t.d. að lagningu vegar um nýja hraunið við Reykjahlíð, vali á staðsetningu rafmagnslína m.a. í Hvalfirði og að Fjallabaki og vali á malarnámum. Ýmis stjórnunar- og félagsstörf og fleira Þorleifur tók virkan þátt í stjórnun á ýmsum vett- vangi. Áður er lauslega getið um félagsstörf hans fyrir íþróttahreyfinguna. Hann var virkur flokks- maður í Alþýðubandalaginu og beitti sér sem slíkur einkum í náttúru- og umhverfisvernd víða um land en sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. En ekki síst lutu félagsstörf hans að almennri umhverfisverndun og faglegum málefnum jarðvís- inda, má þar nefna orðasmíð yfir jarðfræðileg fyrir- bæri eða val á orðum sem síðar festust í tungutaki jarðfræðinga og jarðeðlisfræðinga. Íslendingar eru ekki sérlega mikið fyrir að hlaða á vísindamenn sína lofi og virðingu en Þorleifi hlotnaðist þó allnokkur heiður og vegsauki. Fyrir því verður gerð stutt grein hér á eftir. Þorleifur gegndi ýmsum stjórnunarstöðum innan Háskóla Íslands, sem eðlilegt er um prófessor, einkum þó þeim er lutu beint að rannsóknum og kennslu í jarðvísindum, svo sem skorar- og deildar- formennsku. Hann sat í nefnd til undirbúnings nátt- úrufræðikennslu við háskólann sem tekin var upp haustið 1968. Þorleifur sat í síðustu Náttúruverndarnefnd Reykjavíkur 1970–1974 og starfaði óformlega með arftaka hennar, Umhverfismálaráði Reykjavíkur. Helstu baráttumál hans á þeim vettvangi voru græna byltingin svokallaða, þegar útivistarsvæði borgarinnar, göngustígar, grænar flatir o.fl. komu til formlegs skipulags og framkvæmda, en ekki síður Þorleifur á Öræfahnúki á Flóa- og Skeiðamannaafrétti haustið 1975. Ljósm.: Margrét Kjartansdóttir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.