Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2012, Síða 8

Náttúrufræðingurinn - 2012, Síða 8
Náttúrufræðingurinn 8 verndun strandlengjunnar í Laugarnesi, sem þá var nánast eina náttúrulega ströndin í borginni, sem og verndun Öskjuhlíðar, Fossvogslaga, Elliðavogslaga og fjörumós á Seltjarnarnesi. Þorleifur var varamaður í Náttúruverndarráði 1972–1978 og var lengi fulltrúi ráðsins við undir- búning mannvirkjagerðar víðs vegar um landið og eftirlitsmaður með framkvæmdum. Hann var einn af hvatamönnum að stofnun Landverndar og sat í stjórn frá 1971 en var jafnframt formaður samtak- anna 1979–1990. Árið 1962 var Þorleifur kjörinn félagi í Vísindafélagi Íslendinga og var gjaldkeri í stjórn þess árin 1964–1967. Hann sat í stjórn Hins íslenska náttúrufræðifélags frá 1964 og var formaður 1966–1972. Hann var gjaldkeri Jarðfræðafélags Íslands árin 1966–1969 og síðan formaður þess árin 1973–1974. Þá var hann í stjórn Norrænu eldfjalla- stöðvarinnar árin 1980–1997. Hann var stjórnarformaður Máls og menningar 1974–1991 og í félagsráði til dauðadags. Þegar Þor- leifur tók við stjórnartaumum í fyrirtækinu var það rifið upp og á skömmum tíma varð það öflugasta bókaútgáfa landsins. „Þú átt ekki að vera að eyða tímanum í þessi félagsmál, Þorleifur, þú átt að skrifa, þú ert svo góður höfundur.“ Þetta á Nóbelsskáldið einhverju sinni að hafa sagt við Þorleif í sambandi við afskipti hans af Máli og menningu. Hann var virkur félagi í ýmsum öðrum félögum svo sem Skógræktarfélaginu, Jöklarannsóknafélaginu, Sögu- félagi og ÍR. Þorleifur var gerður heiðursfélagi í Hinu íslenska náttúrufræðifélagi 1993. Hann var ennfremur sæmdur viðurkenningu þess fyrir sérstakt fram- lag til kynningar á náttúrufræði 1996, einkum fyrir kennslu- og yfirlitsbækur í jarðfræði (Þorleifsbiblíu). Hann varð Overseas Fellow í Churchill College í Cambridge á Englandi 1970. Ritstörf Yfirlit um ritverk og fyrirlestrahald Þorleifur hélt ekki sérlega vel utan um eigin ritverk en allmikið og víða hefur verið leitað að ritverkum hans. Í eftirfarandi yfirliti eru tíunduð þau verk sem fundist hafa, en líklegt verður að telja að fleiri eigi eftir að koma í leitirnar. Hér eru þessi verk flokkuð í nokkra ólíka útgáfuflokka. Í flokknum Bækur liggja eftir hann allmörg verk. Í fyrsta lagi eru tvær prófritgerðir á þýsku. Í öðru lagi bækur um eldgosin í Surtsey og Heimaey. Sú fyrri kom í tveimur útgáfum og var þýdd á þrjú erlend mál. Sú síðari var þýdd á fjögur erlend mál. Í þriðja lagi eru kennslu- og yfirlitsbækur um jarð- fræði. Þar kom fyrst Jarðfræði – saga bergs og lands. Síðan kom Jarðfræði í fimm mismunandi útgáfum. Loks kom Myndun og mótun lands – jarðfræði, sem þar að auki var gefin út í tveimur erlendum þýð- ingum. Í flokknum Greinar hafa fundist 60 ritgerðir í ýmsum vísindaritum, bæði tímaritum og bókum. Þar af er hann einn höfundur 45 greina. Í flokknum Útdrættir eru fundnir 23 útdrættir greina og erinda á prenti. Í flokknum Skýrslur hafa fundist 25 vél- og fjölritaðar skýrslur gefnar út í mjög takmörkuðu upplagi. Í hálfgerðum vandræðaflokki, sem ég kalla Leið- sögurit og eru yfirlit yfir jarðfræðilega þætti ein- stakra svæða eða fyrirbæra á Íslandi, samin fyrir þátttakendur í skoðunar- og fræðsluferðum, eru a.m.k. átta titlar. Þessi rit voru gefin út á fjölrituðu formi aftur og aftur og gjarnan með smábreytingum, en í mörgum tilvikum var lítt gerð grein fyrir útgáfu- tíma, höfundum og aðstandendum, sem gátu verið fleiri en einn. Þá tók Þorleifur saman rit um Búlgaríu (1991) og drög að náttúrufræði Mallorca. Í flokki sem ég kalla Ýmis skrif eru 16 titlar. Þetta eru smáskrif af fjölbreyttum toga sem varða fræðin á margvíslegan hátt, sem og félagsstörf þeim tengd. Í flokknum Blaðaviðtöl eru 19 lengri viðtöl blaða- manna við Þorleif um ýms náttúrufræðileg málefni. Í flokki sem ég kalla Eftirmæli og yfirlit eru 12 titlar, eftirmæla- og afmælisgreinar og ritverkaskrár geng- inna félaga. Í flokknum Ritstjórn er gerð grein fyrir ritstjórnar- störfum Þorleifs. Þar sést að hann hefur ásamt öðrum ritstýrt þrem bókum. Auk þess hefur hann setið í rit- nefnd eins íslensks og tveggja erlendra vísindarita. Þorleifur var ágætur fyrirlesari og hélt fjölda fyrirlestra á Íslandi og við háskóla erlendis og á alþjóðlegum jarðfræðiráðstefnum. Hann hélt ekki nákvæma skrá um fyrirlestra sína og því verður það sem hér er sagt um þetta efni í algjöru lágmarki. Vitað er um 13 fyrirlestra sem hann hélt á ráð- stefnum erlendis en aðeins fimm hér heima. Þær tölur eru áreiðanlega báðar of lágar, a.m.k. er sú síð- ari allt of lág og hleypur með réttu á tugum. Hins vegar er vitað um 26 fyrirlestra sem hann hélt við erlenda háskóla og vísindastofnanir. Kennslubækur Þegar jarðfræðibók Þorleifs, Jarðfræði – saga bergs og lands, kom fyrst út árið 1968 leysti hún af hólmi kennslubók í jarðfræði fyrir menntaskólastigið, Jarð- fræði Guðmundar G. Bárðarsonar, sem verið hafði í notkun frá 1922, eða í 46 ár, að vísu talsvert endur- bætt einu sinni. Bók Þorleifs hefur síðan komið út í styttri útgáfum sem hentuðu betur til kennslu. Árið 1982 kom út bók Ara Trausta Guðmundssonar, sem hvarf þó strax úr notkun, og bók Trausta Einarssonar sem kom út árið 1972 var líklega aldrei notuð form- lega sem kennslubók. Þegar heimasmíðuðu náms- efni einstakra kennara í bráðabirgðaútgáfum sleppir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.