Náttúrufræðingurinn - 2012, Síða 9
9
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
hefur jarðfræðibók Þorleifs því ekki átt keppinauta
sem aðalnámsefni í jarðfræðí í framhaldsskólakerf-
inu, þ.e. ekki fyrr en með bókum Jóhanns Ísaks og
Jóns Gauta á allra síðustu árum, þau rit hafa þó
ekki náð útbreiðslu meðal almennings og eru aðeins
notuð til kennslu. Bók Þorleifs er enn notuð í kennslu
við ákveðna menntaskóla.
Jarðfræði Þorleifs hefur því verið í notkun í 43 ár
sem ber vitni um gæði bókarinnar. Enda hefur þessi
kennslubók, bæði sem Saga bergs og lands og síðan
Myndun og mótun lands, almennt gengið undir nafn-
inu Þorleifsbiblía. Lítilsmetnum bókum er ekki líkt
við Biblíuna. Alls hefur Þorleifsbiblía komið út í yfir
28 þúsund eintökum.
Þegar Saga bergs og lands kom út barðist útgáfu-
fyrirtækið Mál og menning í bökkum og var nán-
ast undir hamrinum. En með útkomu jarðfræði-
bókar Þorleifs brá svo við að fyrirtækið tók að
rétta úr kútnum, síðan að blómstra og varð loks
öflugasta bókaútgáfa landsins í nokkra áratugi. Að
því máli kom Þorleifur á öðrum vettvangi, eins og
áður var rakið, en sagan segir að jarðfræðibók hans
hafi bjargað Máli og menningu frá gjaldþroti, enda
seldist hún á fyrsta ári í upp undir 6.000 eintökum.
Bókin var mest selda íslenska bókin í jólabókaflóð-
inu 1968 og sló m.a. út spennusögu Alistair Maclean.
Þannig seljast ekki nema örfáir metsöluhöfundar hér
á landi. Hvað olli þessum vinsældum bókarinnar?
Ekki fjölgun nemenda í framhaldsskólum, heldur
hungur fólks eftir betri og meiri þekkingu um landið,
hungur sem loksins var svalað með frábærri bók.
Aðeins þeir sem höfðu haft hina gömlu Jarðfræði
Guðmundar G. Bárðarsonar að námsefni, með fullri
virðingu fyrir henni, og upplifðu svo Sögu bergs
og lands haustið 1968 geta gert sér fulla grein fyrir
þeirri byltingu sem Saga bergs og lands var, hvílík
uppljómun fylgdi henni fyrir áhugafólk um náttúru
Íslands og jarðfræði almennt.
Bókin fékk lofsamleg ummæli í tveimur ritdómum,
öðrum eftir Örnólf Thorlacius líffræðing og hinum
eftir Sigurð Þórarinsson jarðfræðing. Auk þess fékk
málfar hennar sérlegt lof frá sjálfu Nóbelsskáldinu.
Þess má líka geta að metsölurithöfundurinn og
sjónvarpsþáttagerðarmaðurinn Michael Crichton,
sem hér á landi er líklega frægastur fyrir vinsæla
framhaldsþætti sína, Bráðavaktina, og kvikmynd-
ina Jurassic Park, segir í bók sinni State of Fear (2004),
þar sem hann vitnar í ensku útgáfuna af Myndun og
mótun lands: „Surely one of the clearest geology text-
books ever written“. Þetta eru engin smáummæli og
það í metsölubók.
Helsta gagnrýnin sem jarðfræðibók Þorleifs fékk
laut að landreki. Ýmsir fundu henni það til for-
áttu að þar væri lítið gert úr þætti landreks í þróun
jarðar, sem vissulega er rétt. Þeir töldu þá gjarnan
að Þorleifur væri andstæðingur landrekshugmynd-
arinnar. Það er hins vegar ekki rétt eins og allir þeir
sem sátu tíma í jarðsögu vita. Hann var spurður
út í landrek í blaðaviðtali skömmu eftir að bókin
kom út: „Hefur landrekskenningin aftur rutt sér til
rúms?“ Svar hans var á þessa leið: „Já, og nú eru þeir
taldir gamaldags, sem malda í móinn.“ Landrek var
aldrei rauður þráður í ræðu eða ritum Þorleifs um
jarðfræði enda fannst honum að ekki hefði verið
útskýrt hvernig flestir þættir innrænnar jarðfræði og
langtímaþróunar jarðar koma saman í landreki og
mynda skiljanlegt og heildstætt samhengi. En Þor-
leifur mótmælti ekki þeirri hugmynd að landrek ætti
sér stað, enda átti lega meginlanda og hvernig jaðrar
þeirra falla saman og Heklugosið 1947 mestan þátt í
að vekja áhuga hans á jarðfræði þegar hann var barn
að aldri. Þessi orðrómur um landreksandúð Þorleifs
loddi alla tíð við hann og stundum hefur mér dottið
í hug að þar eigi kannski eðlislæg stríðni hans ein-
hvern hlut að máli – hann hafi hreinlega ekki viljað
reka þetta orð af sér. Engu að síður kenndi Þorleifur
ávallt kenningar Alfreds Wegeners, og síðar kenn-
ingar um botnskrið, enda Pangea og dreifing forn-
meginlanda mikilvægt innlegg í fornveðurfræði.
Útgáfusaga jarðfræðibókar Þorleifs er í stuttu
máli eftirfarandi: Fyrst kom út Jarðfræði – saga bergs
og lands árið 1968. Stytt útgáfa undir einfalda nafn-
inu Jarðfræði kom út í alls 5 útgáfum, fyrst 1971, en
síðan leiðrétt en nær óbreytt í annarri útgáfu árið
1973. Þriðja útgáfa, nokkuð breytt, kom 1978 og
fjórða útgáfa, leiðrétt en lítt breytt, árið 1980. Loks
kom fimmta útgáfa nokkuð breytt árið 1985. Loka-
gerð bókarinnar kom svo undir nafninu Myndun og
mótun lands – jarðfræði árið 1991 og hefur hún verið
endurprentuð fjórum sinnum síðan. Þá kom út bæði
ensk og þýsk þýðing hennar árið 1994, þýðendur
Þorleifur með myndavélina frægu (Leica IIIg frá 1954) sem var
kveikjan að fyrirsögnum að viðtölum við hann í Þjóðviljanum
árið 1985: „Sjö eldgosavélin“ og „Hún hefur séð margt, þessi
myndavél“. Ljósm. Þjóðviljinn.