Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 10

Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 10
Náttúrufræðingurinn 10 Georg Douglas á ensku og Lúðvík E. Gústafsson á þýsku. Enska útgáfan hefur verið endurprentuð tvisvar, síðast árið 2005 og seldist samstundis upp. Enn er mikil eftirspurn eftir þessum bókum á þýsku og ensku á netinu enda er bókin afar vel skrifuð og vönduð. Nú er verið að huga að endurútgáfu þess- ara merku bóka enda næg eftirspurn fyrir hendi, ekki síst með vaxandi fjölda ferðamanna. Sitthvað um framlag Þorleifs Seint verður einróma samkomulag um það hvert sé merkilegasta framlag Þorleifs til þekkingarauka í jarðfræði. Ef litið er á þetta á heimsvísu eru rann- sóknir hans á jarðlögunum á Tjörnesi ofarlega ef ekki efst á blaði. Þetta er fyrst og fremst vegna þeirra möguleika til túlkunar sem fólgnir eru í hugmynd- inni um að Beringssund hafi ýmist verið opið eða lokað á ísöld, eftir því hvort ríkti hlýskeið eða kulda- skeið, hvort jöklar lágu á Beringíu eða ekki og hvort lágt stóð í heimshöfunum eða ekki. Þetta býður upp á fjölþætta túlkun á ferðum bæði land- og sjávardýra. Tilkoma Kyrrahafsfánunnar í setlögum á Tjörnesi áður en ísöld skall á er lykilatriði í þessu samhengi og opnar farveg fyrir hugleiðingar um áhrif breytinga í landaskipan á lífríkið. Bandarískir jarðfræðingar bentu á þessar fánubreytingar í Tjör- neslögum, en Þorleifur reyndi að útskýra hvenær þetta ferðalag lífvera til nýrra heimkynna hafði átt sér stað. Enn skemmtilegri getgátur um landnám manna í Ameríku og ferðir annarra stórra spendýra á milli álfanna hefðu verið mögulegar í þessu ljósi og á þessum tíma, en hafa að því er ég best veit ekki enn átt sér stað með tilvísun í þá mynd sem rann- sóknir Þorleifs kölluðu fram, mynd af breytilegum aðstæðum. Innan Tjörnesrannsóknanna eru einnig brautryðjandaverk í segulmælingum berglaga sem skipa veglegan sess. Annar þáttur sem snertir hnattræna jarðfræðilega þekkingu eru rannsóknir Þorleifs á veður- og gróður- farssögu ísaldarloka og nútíma. Sú vinna varð honum efni í doktorsritgerð, en eins og fyrr sagði ákvað hann strax í upphafi háskólanáms síns að hefja rannsóknir á þessu sviði og leggja niðurstöður þeirra fram til doktorsprófs. Hér má afla fanga á marga vegu og flétta marga þætti jarðfræðinnar saman, og það gerði Þorleifur þegar frá leið, en til doktorsprófsins gerði hann einkum grein fyrir gróð- urfarssögu landsins byggða á frjógreiningu. Niður- stöður Þorleifs hafa staðist mjög vel tímans tönn þótt að sjálfsögðu hafi myndin skýrst og orðið fullkomn- ari með nýrri tækni og fjölgun náttúruvísindamanna. Þannig hefur skipting hans á síðjökul- og nútíma í afmörkuð skeið, byggt á breytingum í gróður- og veðurfari, staðið óbreytt. Í greinargerð Þorleifs um jarðfræði Tungnafells- svæðisins (1965) kemur fram skýring hans á því að skálögótt gosberg myndist þegar hraun streymir út í stöðuvatn eða árfarvegi. Líklega er þetta fyrsta grein- argerð um storkuberg og mismunandi byggingar- einkenni þess, a.m.k. hér á landi þar sem byggingar- einkenni eru notuð til túlkunar á myndun ákveðinna gerða gosbergs. Þorleifur segir: „Af jarðfræðiathug- unum í Hvítárgljúfri og ritgerðum um þær er helzt að geta bergfræðilegra ritgerða eftir Skotann M. Peacock (The Petrology of Iceland. I. The basic Tuffs. Trans. Roy. Soc. Edinburgh, I, 1926), en hún fjallar einkum um móbergsmyndun undir jökli. Hann taldi „móberg“, þ.e. skálagaða breksíu og bólstraberg undir efstu basaltlögunum í veggjum Hvítárgljúfurs við Gullfoss, vera myndað við gos undir jökli. Rann- sóknir, sem hér getur á eftir, sýna að þetta móberg hefur ekki orðið til við gos undir jökli, heldur er hér um hraun að ræða, sem rann og storknaði í árfarvegi eða stöðuvatni.“ Síðar í greinargerðinni segir Þor- leifur svo: „Ofan á setlaginu SC við Gullfoss, vestan ár, liggur breksía og bólstraberg, sem teljast verður neðsti hluti Hólalaganna. Breksían er skálögótt líkt og straumvatnaset og hefur sennilega myndazt, er hraun rann út í grunnt stöðuvatn eða eftir árfarvegi og fyllti hann. Skálögun breksíunnar hallar til suð- vesturs, svo líklega hefur hraunið á þessum stað runnið til suðvesturs. Ofan á breksíuna kemur bólstr- ótt berg, sem gengur síðan yfir í beltuð hraunlög.“ Síðan þetta var ritað hefur mér vitanlega skálögótt hraungrýti, hvaða mynd sem það hefur, jafnan verið túlkað sem runnið í vatn eða sjó. Í ritgerðum Þorleifs um jarðfræði Hellisheiðar (1960 og 1961) má segja að fyrst fáist heildarmynd af einkennandi uppbyggingu móbergsfjalla. Heil- mikið hafði safnast í sarpinn um breytilegar ásýndir gosmóbergs, en heildarmynd af uppbyggingarferl- Þorleifur (fremst til hægri) í Vestmannaeyjum ásamt, talið frá vinstri, Guðlaugi Gíslasyni alþingismanni, Kristjáni Eldjárn forseta, Hauki Claessen varaflugmálastjóra og Magnúsi Magn- ússyni bæjarstjóra. Eldfell í baksýn. Ljósm.: Sigurgeir 1973.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.