Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2012, Síða 11

Náttúrufræðingurinn - 2012, Síða 11
11 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags inu, ásamt niðurskipan og innbyrðis afstöðu ásýnd- anna, var fram að því ófullkomin. Þótt jarðlagahalli hér á landi væri að nokkru leyti þekktur benti Þorleifur á að hér skiptast á and- og samhverfur í berggrunni landsins. Síðan hefur þessi mynd skipað mikilvægan sess í heildarmyndinni af uppbyggingu Íslands, og síðari tíma hugmyndir manna um óstöðugleika íslensku gosbeltanna eru nátengdar þessari mynd Þorleifs. Í fyrstu skýrslum sínum talar Þorleifur um hlýaldir og ísaldir jökultímans, t.d. í Greinargerð um virkjun Botnsár (1962) og Greinargerð um Baulár- vallavatn (1964). Fljótlega upp úr þessu fóru menn þó að tala um hlýskeið og kuldaskeið. Hver notaði þau orð fyrstur hef ég ekki kannað, en þau eru þó bæði komin inn í Sögu bergs og lands árið 1968 og hafa síðan verið formleg nöfn á þessum skeiðum ísaldar, sem einkennast svo mjög af veðurfarssveiflum. Þor- leifur sýndi fram á ein tíu slík skeið af hvorri gerð á Tjörnessvæðinu og olli þar með straumhvörfum í þekkingu manna á veðurfarssveiflum ísaldar. Í einni af sínum síðustu ferðum á Tjörnes var Þorleifur að velta fyrir sér hraða í loftslagssveiflum og taldi sig finna ummerki um hraðar sviptingar frá hlýskeiði yfir í kuldaskeið, að slíkar breytingar gætu orðið á örfáum áratugum. Því miður gafst honum þó ekki færi á að sinna þeim rannsóknum frekar. Nýkominn heim frá námi árið 1962 leysti Þorleifur ferskvatnsmál Grímseyinga sem voru í miklum ólestri. Vatnsmálin á eynni hafa verið í lagi síðan, með smáendurbótum í kringum 1973, og enn er alls vatns sem þörf er á í Grímsey aflað á eynni sjálfri þótt ekki sé hún stór. Þorleifur skrifaði mikið um jarðfræði Reykjavíkur- svæðisins og hafði mikinn áhuga á náttúrufari og sögu og verndun svæðisins. Þetta kemur fram bæði í skrifum hans og starfi í Náttúruverndarnefnd Reykjavíkur og í fornleifarannsóknum hans. Hann var jarðfræðilegur ráðgjafi við fornleifauppgröftinn í Kvosinni í miðbæ Reykjavíkur á áttunda áratugnum. Hann átti líklega mestan þátt í hreinsunarátakinu á Elliðaárvogssvæðinu, verndun Háubakka í Elliðaár- vogi á svipuðum tíma og seinna Öskjuhlíðar og Laugarness, sem og verndun óspilltrar náttúrulegrar strandlengju þar, svo dæmi séu nefnd. Þorleifur lagði á ráðin um legu háspennulínunnar í Hvalfirði, línunnar austan frá Þjórsá að Grund- artanga og á fleiri stöðum. Í Hvalfirði hafði hann að leiðarljósi að koma línunni þannig fyrir í landinu að sem minnst bæri á henni, hún vekti litla athygli og væri mönnum ekki þyrnir í augum, eins og línur af þessum toga eru víða, einkum þar sem þær ber við himin séð frá alfaraleiðum. Af gamla Hvalfjarðar- veginum, sem þá var alfaraleið, hverfur línan nær alveg í bakgrunninn og vekur nánast enga athygli. Þetta er gott dæmi um það hvernig Þorleifur sá jafnan í einni svipan náttúrufræði og vernd náttúr- unnar, náttúrufræði og hagnýtingu þekkingar um náttúruna í samhengi sem ekki mætti rjúfa. Hraunkælingin á Heimaey er án efa ein merki- legasta saga sem til er af baráttu manna við óhemjur náttúruhamfara. Illu heilli er sú saga enn órakin og óskráð, ósögð í smáatriðum, og liggur því enn í manna minnum sem atburður sem gæti gleymst í öllum aðalatriðum. Færi svo myndi hann aðeins lifa sem þjóðsaga, með allri þeirri ónákvæmni og hugmyndaflækjum sem einkenna slíkar sögur. Þrír menn eru yfirleitt taldir í fremstu röð áhrifamanna varðandi hraunkælinguna. Þorbjörn Sigurgeirsson prófessor, eðlisfræðingur á Raunvísindastofnun Háskólans, en hann vann fyrstur manna með hug- myndina um hraunkælingu, gerði tilraunir með hana í Surtseyjargosinu og stýrði útfærslu hennar á Heimaey. Sveinn Eiríksson, slökkviliðsstjóri á Kefla- víkurflugvelli, var meginstjórnandi framkvæmda á eynni. Þorleifur Einarsson jarðfræðingur tók þátt í verkinu allan tímann meðan gosið stóð og unni sér ekki hvíldar. Hann barðist fyrir framgangi þess leynt og ljóst, bæði á vettvangi atburðanna og pólitískum vettvangi, og líklega var það hann sem átti hug- myndina að því að hefja kælinguna og koma henni til leiðar. Þá gætti hann ekki að heilsu sinni, slíkur var áhugi hans og ósérhlífni. Þorleifur í viðkynningu Þorleifur var dagfarsprúður og skemmtilegur, fróður með afbrigðum um náttúru og sögu landsins. Hann var traustur og hlýr vinur og það var auðvelt að verða vinur hans. Hann var, eins og gjarnan er sagt, sterkur persónuleiki. Hann kom yfirleitt fram sem maður með hreinar og ákveðnar skoðanir og vék ógjarnan frá þeim, enda voru þær yfirleitt vel grund- aðar frá hans hendi en ekki eingöngu tilfinningamál, þótt hann væri tilfinningaríkur náttúrunnandi. Slíkir Jarðfræðingarnir Guðmundur E. Sigvaldason og Þorleifur Einarsson virða fyrir sér mola af glænýju bergi úr Surtsey ásamt Elínu Pálmadóttur blaðamanni. Surtsey gjósandi í baksýn. Ljósm.: Sigurgeir, 19. febrúar 1964.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.