Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 14

Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 14
Náttúrufræðingurinn 14 Afrennsli hefur að einhverju leyti verið grunnvatnsstreymi, en um lægðir og sigdali hafa lækir og fall- vötn leitað til stöðuvatna og sjávar rétt eins og nú. Þessa sjást víða merki í blágrýtismynduninni þar sem völu- bergslög og sandsteinslög bera vott um árframburð (1. mynd). Efna- veðrun og jarðhiti hafa sums staðar flýtt mjög fyrir þéttingu berggrunns- ins og skapað skilyrði til yfirborðs- rennslis. Meðal þykkustu setlaganna í íslensku blágrýtismynduninni eru fínkorna siltsteins- og leirsteinslög með plöntusteingervingum. Þetta er stöðuvatnaset, sem safnast hefur fyrir í lægðum og dölum. Gera má ráð fyrir að svipaðar aðstæður hafi leitt til myndunar stöðuvatna þá og nú. Hratt landsig leiðir til hárrar grunnvatnsstöðu og helstu stöðuvötn á Íslandi nú á dögum eru mynduð við slíkar aðstæður, inni á virkum gosbeltum. Gruggugt árvatn, fok og lífræn ferli hafa smám saman fyllt þessar staðbundnu setlaga- dældir, og árframburður hefur að lokum kaffært vatnasetið í óseyrar- seti. Allvíða eru merki um sérkenni- legar stuðlamyndanir og kubbaberg í hraunlögum, sem hafa runnið út yfir slíkar setlagadældir. Efnaveðrun hefur losað um járn í jarðvegi og seti og víða litað lögin rauð.3 Sú veðrun hefur vafalítið átt sér stað í röku og frekar hlýju loftslagi. Efnaskipti við súrefnisríkt, heitt grunnvatn geta að einhverju leyti skýrt hinn rauða lit sem einkennir mörg setlög í blágrýtismynduninni. Í einstaka tilvikum gætu glóandi hraun hafa rauðbrennt efsta hluta setlaganna. Við Óshlíðarveg milli Bolungavíkur og Hnífsdals er margra metra þykkt rautt setlag með a.m.k. tveimur ljósum gjóskulögum, sem virðast hafa fallið á gróna jörð.4 Ísland er ungt land og saga þess nátengd Atlantshafinu. Á Íslandi mætast tveir neðansjávarhryggir, Mið-Atlantshafshryggurinn og Grænlands-Færeyjahryggurinn. Sá fyrrnefndi er virkur rekhryggur en hinn síðarnefndi er af allt annarri gerð. Hann tengir hins vegar saman blágrýtissvæðin á Austur-Grænlandi annars vegar og Færeyjum og Bret- landseyjum hins vegar. Fyrir 70–60 milljónum ára lágu þessi svæði saman en þau hefur síðan rekið í sundur. Ný eldvirkni hlóð fyrst upp blágrýtisstafla á meginlandsskorpu, en hún klofnaði brátt í tvennt; Græn- land tók að reka í vestur en Evrópu í austur. Grænlands-Færeyjahryggur- inn er raunar þykkildi á hafsbotni sem er rakið til framleiðslu blágrýtis við Ísland. Talið er næsta víst að allt það berg sem nú er ofansjávar hér á landi hafi myndast eftir að öll þurr- lendistengsl við önnur landsvæði rofnuðu og núverandi Ísland varð til eftir að rek og eldvirkni fluttist frá Ægishrygg vestur á Kolbeinseyjar- hrygg fyrir um það bil 27 milljónum ára.1 Talið er að undir Íslandi sé til- töulega létt myndun sem beri landið uppi. Við sífellt rek hlaut að koma að því að þeir hlutar jarðlagastaflans sem lengst voru frá rekmiðju færu að kólna og dragast saman. Þannig lækkar Íslandshvelfingin til beggja handa frá miðju hins létta reits undir landinu. Tengsl við þurrlendi virðast fyrst hafa rofnað að austanverðu til Bretlandseyja og Færeyja en síðan vestur á bóginn til Austur-Græn- lands, og það hefur ef til vill gerst um það leyti sem eldvirknin færð- ist frá Ægishrygg vestur á Kolbeins- eyjarhrygg. Gera má ráð fyrir því að meðan eldvirknin var á Ægis- hrygg hafi þar myndast eins konar Frum-Ísland. Eftir að Kolbeinseyjar- hryggur og eldvirkni á hinu nýja Íslandi tóku við sér má gera ráð fyrir að landsamband hafi verið á milli þessara tveggja landsvæða sem mynduðust á sitt hvorum hryggnum áður en sá eldri kulnaði og sökk í sjó. Þannig gæti hvert landsambandið hafa tekið við af öðru og gert bæði plöntum og dýrum mögulegt að fara á milli og ná til núverandi Íslands í áföngum. Gróðurfarssaga Víða í setlögum í íslensku blágrýtis- mynduninni hafa fundist leifar plantna sem lifðu hér á síðari hluta nýlífsaldar.5 Sums staðar eru leif- arnar svo vel varðveittar að greina má þær til ættkvíslar og jafnvel teg- undar, og hafa rannsóknir á leifum þessum gefið margvíslegar upp- lýsingar um loftslag, gróðurfar og dýralíf hér á landi til forna. Í hraunlögunum hafa einnig fundist menjar um gróður sem klæddi landið á efri hluta nýlífs- aldar og eru holur og för eftir trjá- boli og greinar algengastar. Slíkar menjar eru vel varðveittar í Kotagili í Skagafirði, en einnig hefur fundist 1. mynd. Völubergslag í Lambagili í Vatnsfirði á Barðaströnd. Lagið er um það bil 8 m á þykkt og aldur þess um 12 milljónir ára. – A 12 million-year-old conglomerate bed in Lambagil, Vatnsfjörður, Northwest Iceland. The bed is about 8 m thick.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.