Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 15

Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 15
15 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags töluvert af förum eftir trjáboli víða á Barðaströnd og í Jökulfjörðum. Víða má sjá för eftir trjábörk á holuveggjunum, en þá hefur börk- urinn sprungið og kvika troðist inn í sprungurnar, sem oft mynd- uðu rétthyrnd net.6 Glóandi hraun rann þá yfir skóginn og trén kol- uðust án þess að brenna strax, þar sem lítið sem ekkert súrefni komst að til að viðhalda bruna, enda eru trjábolaförin aðallega neðst í hraun- lögum og oft yfir allþykku setlagi. Síðan hafa trén eyðst og stóð þá eftir holan eða hraun tróðst inn í hana og myndaði afsteypu af trjábolnum.6 Slíkar afsteypur hafa fundist all- víða, t.d. í Húsavíkurkleif í Stranda- sýslu, á Barðaströnd, í Skagafjarðar- dölum og í Óslandi í Hornafirði (2. mynd).6,7 Allvíða hefur hart efni eins og kísill sest í tréð áður en það eyddist. Þá varðveitist formið lítt skemmt og oft má telja árhringi í kísilrunnum stofnum. Surtarbrandur er allvíða í set- lögum á milli hraunlaga í blágrýt- ismynduninni, en hann er upphaf- lega trjábolir og mór sem hafa kolast. Surtarbrandslögin eru víðast frekar þunn, sjaldan meira en einn metri á þykkt. Steinbrandur er lagskiptur og einkum myndaður úr smágerðum jurtaleifum, t.d. greinum og blöðum, en viðarbrandur er myndaður úr trjábolum.8 Í viðarbrandi eru stofn- arnir orðnir meira og minna flatir af jarðlagafargi, en viðargerðin er samt varðveitt. Viðarbrandur frá Vestfjörðum og Tjörnesi hefur verið greindur eftir viðargerð og virðast barrtré eins og fura, risafura, vatna- fura og lerki vera algengustu tré í lögunum, en hér og þar ber einnig töluvert á leifum lauftrjáa, einkum á svæðum þar sem grunnvatn stóð hátt.4,5 Leirbrandur er dökkur eða svartur leir eða silt sem oft fylgir brandinum og hefur setið þá tekið í sig mismikið af kolefni úr jurtaleif- unum.8 Í setlögum sem fylgja surtarbrand- inum hafa fundist margs konar jurta- leifar; trjástofnar og greinar, blaðför, aldin og fræ, ásamt smásæjum frjó- kornum og gróum. Jurtaleifarnar eru einkum varðveittar í silt- eða sandkenndu vatnaseti, t.d. í Surtar- brandsgili hjá Brjánslæk. Fyrir um það bil 12 milljónum ára var stöðu- vatn þar sem gilið er nú. Jurtaleifar sem bárust út í vatnið féllu til botns og grófust í botneðjuna. Í vatninu lifðu nokkrar tegundir örsmárra kísil- þörunga. Vafalítið hafa margir tekið eftir því að flögur úr gilinu eru hvítar á annarri hliðinni en svartar á hinni. Eggert Ólafsson (1772)9 gat um það í Ferðabók sinni að svo væri sem fínkornótt eldfjallaaska hefði fallið á blöðin. Síðar kom í ljós að hvíta skorpan er samsett úr örsmáum kísil- þörungum.10 Þeir sitja á blöðunum og raunar á öllum stærri flötum, en hafa að sjálfsögðu einnig botnfallið samhliða öðru lífrænu og ólífrænu seti og blandast því. Dýptardreifing kísilþörunganna virðist eindregið benda til þess að vatnið hafi verið frekar grunnt. Að lokum hefur það grafist undir hrauni, en sjá má brota- og kubbaberg ofan á setinu þar sem kvikan hefur storknað hratt og sprungið þegar hún rann út í vatnið hálffullt af seti. Í Þrymilsdal og við Brekkuá upp af Hreðavatni hefur verið svo mikið af kísilþörungum í sumum vötnum, sem jurtaleifar bárust út í fyrir 7–6 milljónum ára, að setið er þar víða næstum hvítt á litinn og afar létt.4 Við Tröllatungu og Húsavík í Steingrímsfirði hafa einnig verið stöðuvötn fyrir um það bil 10 milljónum ára og jurtaleifar borist út í þau. Syðstu stöðuvötnin við Tröllatungu hafa síðan grafist í miklu vikurgosi og er vikurinn líklegast ættaður úr megineldstöð sem var í Króksfirði um þetta leyti. Mikið af mýrarrauða hefur borist út í vatnið eða vötnin við Húsavík, og má sjá mikið af leirjárnsteinskúlum í lögunum í Húsavíkurkleif, en í þeim eru oft vel varðveitt för eftir lauf- blöð. Í Hrútagili í Mókollsdal hafa jurtaleifar sest fyrir í gígvatni, sem myndaðist fyrir um 9–8 milljónum ára í tengslum við allstóra megineld- stöð, en miðja hennar var rétt sunnar og innar í dalnum.4 Plöntusteingervingar eru best varðveittir í setlögum blágrýtis- myndunarinnar á Vestfjörðum og Vesturlandi (3. mynd). Aðgengilegar og vel varðveittar plöntuleifar hafa fundist í Þórishlíðarfjalli í Selárdal, í Botni í Súgandafirði, við Ketilseyri í Dýrafirði, í Surtarbrandsgili hjá Brjánslæk, við Tröllatungu og í Húsa- víkurkleif í Steingrímsfirði, í Mókolls- dal í Kollafirði í Strandasýslu og í 2. mynd. Afsteypa af trjábol í Húsavíkurkleif í Steingrímsfirði. Aldur hraunsins er um 10 milljónir ára. – A pseudomorph of a tree trunk in a Tertiary lava at Húsavíkurkleif, Steingrímsfjörður, Northwest Iceland. The age of the lava is about 10 Ma.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.