Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2012, Síða 16

Náttúrufræðingurinn - 2012, Síða 16
Náttúrufræðingurinn 16 nágrenni Hreðavatns og Stafholts í Borgarfirði.4,5 Einnig hafa fund- ist allgreinileg blaðför í gili fyrir ofan Illugastaði í Fnjóskadal. Miklu minna hefur fundist af jurtaleifum í setlögum í blágrýtismynduninni á Austurlandi, nema helst frjókornum og gróum.4 Gróðurmenjarnar í Þórishlíðar- fjalli í Selárdal og Botni í Súganda- firði virðast um 15 milljón ára gamlar og gefa til kynna kulvísan skóg lauf- og barrtrjáa sem lifðu í heittempruðu loftslagi. Lauftré virð- ast hafa verið algengari en barrtré og mest ber á beyki, kastaníu, álmi, lind, magnólíu, hjartatré, vatnafuru, risafuru og fornrauðviði.5,11,12 Jurta- leifarnar í Dufansdal í Fossfirði (í botni Arnarfjarðar) og við Ketilseyri í Dýrafirði eru taldar 13,5 milljón ára gamlar og endurspegla bland- aðan, kulvísan gróður dulfrævinga og berfrævinga sem óx í tempruðu loftslagi. Mest ber á beyki, birki, agn- beyki og álmi og dulfrævingar eru meira áberandi en berfrævingar.12 Plöntuleifarnar í Surtarbrandsgili hjá Brjánslæk (4. mynd) og við Seljá í Vaðalsdal eru um 12 milljón ára gamlar og eru sumar kulvísustu teg- undirnar, sem fundust í Þórishlíðar- fjalli, Botni, Dufansdal og við Ketils- eyri, horfnar eða farnar að láta mjög undan síga, einkum lind og platanviður. Mest áberandi er þinur, greni, risafura, lárviður, magnólía, hlynur, elri, birki, víðir, túlípantré, álmur og hesliviður.5,10 Ljóst má vera að þinur, risafura, birki, hlynur, elri, magnólía og lárviður voru ráð- andi, þannig að allverulegar breyt- ingar virðast hafa orðið frá fyrri gróðurfélögum. Lauftré tóku að víkja fyrir barrtrjám og beyki var ekki lengur aðaltré. Næst stöðu- vatninu, sem jurtaleifarnar bárust út í við Brjánslæk, virðist hafa verið laufskógabelti þar sem elri og birki voru ríkjandi plöntur. Nokkru fjær vatninu, þar sem jarðvegur var ekki eins rakur, var einnig laufskógur; meira bar þar þó á túlípantré og magnólíu, en síðan tók við barr- skógur þegar lengra dró frá vatn- inu og jarðvegur varð rakaminni og súrari.5,10 Fyrir 12–10 milljónum ára virðist þáttur furunnar fara vax- andi í gróðurfélögunum og barrtré urðu algengari en lauftré.13 Gróður- menjar í Gerpi á Austfjörðum eru taldar vera frá þessum tíma. Plöntu- leifar úr setlögum við Tröllatungu og í Húsavíkurkleif í Steingrímsfirði og í Hólmatindi við Reyðarfjörð eru 10–9 milljón ára gamlar. Burknar (t.d. Osmunda), víðir, hlynur, magn- ólía, birki, valhnota og hikkoría virðast hafa verið ríkjandi í láglendis- gróðri á þessum tíma.5 Í Hrúta- gili í Mókollsdal í Strandasýslu hafa fundist 9–8 milljón ára gamlar jurtaleifar þar sem beyki virðist aftur láta að sér kveða, en með því hafa einkum fundist elri, birki, hlynur, álmur, vænghnota (5. mynd) og hesliviður.5 Gróðurmenjar sem fundist hafa í nágrenni Hreðavatns eru taldar 7–6 milljón ára gamlar. Þar eru beyki og hikkoría og önnur álíka kulvís tré sjaldgæf eða horfin úr gróðurfélögunum, en birki, víðir og barrtré ríkjandi.5 3. mynd. Yfirlit yfir setlagasyrpur með plöntusteingervingum á Vestfjörðum og Vesturlandi. Sýnd er afstaða setlagasyrpnanna til þekktra megineldstöðva, hallastefna þeirra og aldur í milljónum ára. – Map of the Northwest Peninsula and West Iceland, showing distribution of sediments (bold black lines), dip (arrows), known central volcanoes (red circles), macrofossils, such as leaves, cupules, and nuts (leaves), and pollen (yellow circles with triple striation).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.