Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 16
Náttúrufræðingurinn
16
nágrenni Hreðavatns og Stafholts
í Borgarfirði.4,5 Einnig hafa fund-
ist allgreinileg blaðför í gili fyrir
ofan Illugastaði í Fnjóskadal. Miklu
minna hefur fundist af jurtaleifum í
setlögum í blágrýtismynduninni á
Austurlandi, nema helst frjókornum
og gróum.4
Gróðurmenjarnar í Þórishlíðar-
fjalli í Selárdal og Botni í Súganda-
firði virðast um 15 milljón ára
gamlar og gefa til kynna kulvísan
skóg lauf- og barrtrjáa sem lifðu í
heittempruðu loftslagi. Lauftré virð-
ast hafa verið algengari en barrtré
og mest ber á beyki, kastaníu, álmi,
lind, magnólíu, hjartatré, vatnafuru,
risafuru og fornrauðviði.5,11,12 Jurta-
leifarnar í Dufansdal í Fossfirði (í
botni Arnarfjarðar) og við Ketilseyri
í Dýrafirði eru taldar 13,5 milljón
ára gamlar og endurspegla bland-
aðan, kulvísan gróður dulfrævinga
og berfrævinga sem óx í tempruðu
loftslagi. Mest ber á beyki, birki, agn-
beyki og álmi og dulfrævingar eru
meira áberandi en berfrævingar.12
Plöntuleifarnar í Surtarbrandsgili
hjá Brjánslæk (4. mynd) og við Seljá
í Vaðalsdal eru um 12 milljón ára
gamlar og eru sumar kulvísustu teg-
undirnar, sem fundust í Þórishlíðar-
fjalli, Botni, Dufansdal og við Ketils-
eyri, horfnar eða farnar að láta
mjög undan síga, einkum lind og
platanviður. Mest áberandi er þinur,
greni, risafura, lárviður, magnólía,
hlynur, elri, birki, víðir, túlípantré,
álmur og hesliviður.5,10 Ljóst má
vera að þinur, risafura, birki, hlynur,
elri, magnólía og lárviður voru ráð-
andi, þannig að allverulegar breyt-
ingar virðast hafa orðið frá fyrri
gróðurfélögum. Lauftré tóku að
víkja fyrir barrtrjám og beyki var
ekki lengur aðaltré. Næst stöðu-
vatninu, sem jurtaleifarnar bárust
út í við Brjánslæk, virðist hafa verið
laufskógabelti þar sem elri og birki
voru ríkjandi plöntur. Nokkru fjær
vatninu, þar sem jarðvegur var ekki
eins rakur, var einnig laufskógur;
meira bar þar þó á túlípantré og
magnólíu, en síðan tók við barr-
skógur þegar lengra dró frá vatn-
inu og jarðvegur varð rakaminni
og súrari.5,10 Fyrir 12–10 milljónum
ára virðist þáttur furunnar fara vax-
andi í gróðurfélögunum og barrtré
urðu algengari en lauftré.13 Gróður-
menjar í Gerpi á Austfjörðum eru
taldar vera frá þessum tíma. Plöntu-
leifar úr setlögum við Tröllatungu
og í Húsavíkurkleif í Steingrímsfirði
og í Hólmatindi við Reyðarfjörð eru
10–9 milljón ára gamlar. Burknar
(t.d. Osmunda), víðir, hlynur, magn-
ólía, birki, valhnota og hikkoría
virðast hafa verið ríkjandi í láglendis-
gróðri á þessum tíma.5 Í Hrúta-
gili í Mókollsdal í Strandasýslu
hafa fundist 9–8 milljón ára gamlar
jurtaleifar þar sem beyki virðist
aftur láta að sér kveða, en með
því hafa einkum fundist elri, birki,
hlynur, álmur, vænghnota (5. mynd)
og hesliviður.5 Gróðurmenjar sem
fundist hafa í nágrenni Hreðavatns
eru taldar 7–6 milljón ára gamlar.
Þar eru beyki og hikkoría og önnur
álíka kulvís tré sjaldgæf eða horfin
úr gróðurfélögunum, en birki, víðir
og barrtré ríkjandi.5
3. mynd. Yfirlit yfir setlagasyrpur með plöntusteingervingum á Vestfjörðum og Vesturlandi.
Sýnd er afstaða setlagasyrpnanna til þekktra megineldstöðva, hallastefna þeirra og aldur í
milljónum ára. – Map of the Northwest Peninsula and West Iceland, showing distribution of
sediments (bold black lines), dip (arrows), known central volcanoes (red circles), macrofossils,
such as leaves, cupules, and nuts (leaves), and pollen (yellow circles with triple striation).