Náttúrufræðingurinn - 2012, Side 17
17
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Íslenskar gróðurleifar eldri en
10 milljón ára benda til skyldleika
við gróður í laufskógabelti aust-
anverðrar Norður-Ameríku og bera
vitni um mildara loftslag en nú
er hér á landi.4,5,10 Meðalárshiti
hefur líklega verið á bilinu 8–12°C
þegar plönturnar, sem nú finnast
steingerðar í Selárdal, Botni, við
Brjánslæk og Seljá, uxu hér.5 Frost
hafa sennilega verið mjög fátíð en
úrkoma töluverð og jafndreifð á
árið. Lítilsháttar kólnun gæti hafa
valdið því að lind og platanviður
dóu hér út fyrir 13,5–12 milljónum
ára og magnólía fyrir um 9 millj-
ónum ára. Loftslag fór kólnandi
á efri hluta míósentíma, eins og
jurtaleifarnar við Hreðavatn bera
með sér. Þá benda gróðurleifar við
Sleggjulæk í Borgarfirði til frekari
kólnunar, en þær eru líklega um
3,5 milljón ára. Birki, víðir og grös
urðu sífellt meira áberandi á sama
tíma og skógurinn fór minnkandi.5
Fyrir um 2,6 milljónum ára mynd-
uðust jökulbergslög í ofanverðum
Borgarfirði og vitna þau enn frekar
um kólnandi loftslag.14
Á það hefur verið bent að íslenskar
plöntur eldri en 10 milljón ára virð-
ast skyldar plöntum í laufskógabelti
austanverðrar Norður-Ameríku.10
Blaðlús sem fannst í setlögunum í
Mókollsdal í Strandasýslu virðist
einnig benda til fánuskyldleika milli
þessara svæða.15 Það er því senni-
legt að einhvers konar landsamband
hafi verið yfir Norður-Atlantshaf á
fyrri hluta nýlífsaldar og blöndun
orðið á flóru og fánu Norður-Amer-
íku og Íslands, eða nánar tiltekið
milli Frum-Íslands og nyrðri hluta
Norður-Ameríku þar sem skógur-
inn óx til forna. Skyldleiki íslensku
fornflórunnar við núlifandi gróður-
félag í austanverðri Norður-Amer-
íku verður skiljanlegri þegar haft
er í huga að tengslin í vesturátt
rofnuðu að öllum líkindum seinna
en þau í austur. Síðan eru allmörg
dæmi þess að eftir að þau rofnuðu
hafi þróast hér tegundir í sívaxandi
einangrun, tegundir sem ekki hafa
fundist annars staðar. Þetta virð-
ist eiga við um bæði víði, fjórmiðju,
hlyn, vænghnotu og álm. Þessar
nýju tegundir bera margar hverjar
svipmót tegunda beggja vegna Atl-
antshafs.
Í Bakkabrúnum í Víðidal í Vestur-
Húnavatnssýslu eru um það bil 70 m
þykk setlög sem hafa sest til í stöðu-
vatni og virðast um 1,7 milljón ára
gömul. Þau eru siltkennd neðst en
verða sendnari þegar ofar dregur.
Neðst í lögunum eru víða blaðför,
aðallega eftir birki, víði, elri og lyng,
og virðist Víðidalur því hafa verið
vaxinn elri- og birkiskógi með víði og
lyngi þegar lögin mynduðust.5 Ofar-
lega í Stöð á norðanverðu Snæfells-
nesi eru skálæg óseyrarlög úr sand-
steini og völubergi og sandsteinn
myndaður í stöðuvatni. Í sand-
steininum eru víða blaðför, einkum
eftir víði og lyng, og er plöntusam-
félagið ekki óáþekkt gróðurfélaginu
í Bakkabrúnum þó að það sé nokkru
yngra (1,1 milljón ára).5
Menjar um svipaðan gróður og
fundist hefur í Bakkabrúnum og
á norðanverðu Snæfellsnesi hafa
einnig fundist í um 120 m þykkum
setlögum í Svínafellsfjalli í Öræfum.5
Setlögin eru að mestu leyti úr silt-
og sandsteini og hafa greinilega sest
til í stöðuvatni. Plöntusamfélagið er
tæplega yngra en frá næstsíðasta hlý-
skeiði, en segulmælingar og aldurs-
ákvarðanir með kalíum-argonaðferð
benda til þess að það sé um 800 þús-
und ára.16 Eftirtektarvert er að elri
4. mynd. Jarðlagasnið úr Surtarbrandsgili hjá Brjánslæk. Aldurinn er talinn vera um
12 milljónir ára. Blaðförin sýna lögin þar sem mest er af steingervingum. – Geological
section from Surtarbrandsgil, a plant-bearing locality at Brjánslækur, Northwest Iceland.
The sediments are about 12 million years old. The leaves show the most fossiliferous layers.
Teikn./Drawing: Friðgeir Grímsson 2011.
5. mynd. Vænghnota (Pterocarya sp.) úr
9–8 milljón ára gömlum setlögum í Mókolls-
dal í Kollafirði á Ströndum. – Pterocarya sp.
from 9–8 million-year-old sediments in Mó-
kollsdalur, Kollafjörður, Northwest Iceland.