Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Náttúrufræðingurinn - 2012, Qupperneq 17

Náttúrufræðingurinn - 2012, Qupperneq 17
17 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Íslenskar gróðurleifar eldri en 10 milljón ára benda til skyldleika við gróður í laufskógabelti aust- anverðrar Norður-Ameríku og bera vitni um mildara loftslag en nú er hér á landi.4,5,10 Meðalárshiti hefur líklega verið á bilinu 8–12°C þegar plönturnar, sem nú finnast steingerðar í Selárdal, Botni, við Brjánslæk og Seljá, uxu hér.5 Frost hafa sennilega verið mjög fátíð en úrkoma töluverð og jafndreifð á árið. Lítilsháttar kólnun gæti hafa valdið því að lind og platanviður dóu hér út fyrir 13,5–12 milljónum ára og magnólía fyrir um 9 millj- ónum ára. Loftslag fór kólnandi á efri hluta míósentíma, eins og jurtaleifarnar við Hreðavatn bera með sér. Þá benda gróðurleifar við Sleggjulæk í Borgarfirði til frekari kólnunar, en þær eru líklega um 3,5 milljón ára. Birki, víðir og grös urðu sífellt meira áberandi á sama tíma og skógurinn fór minnkandi.5 Fyrir um 2,6 milljónum ára mynd- uðust jökulbergslög í ofanverðum Borgarfirði og vitna þau enn frekar um kólnandi loftslag.14 Á það hefur verið bent að íslenskar plöntur eldri en 10 milljón ára virð- ast skyldar plöntum í laufskógabelti austanverðrar Norður-Ameríku.10 Blaðlús sem fannst í setlögunum í Mókollsdal í Strandasýslu virðist einnig benda til fánuskyldleika milli þessara svæða.15 Það er því senni- legt að einhvers konar landsamband hafi verið yfir Norður-Atlantshaf á fyrri hluta nýlífsaldar og blöndun orðið á flóru og fánu Norður-Amer- íku og Íslands, eða nánar tiltekið milli Frum-Íslands og nyrðri hluta Norður-Ameríku þar sem skógur- inn óx til forna. Skyldleiki íslensku fornflórunnar við núlifandi gróður- félag í austanverðri Norður-Amer- íku verður skiljanlegri þegar haft er í huga að tengslin í vesturátt rofnuðu að öllum líkindum seinna en þau í austur. Síðan eru allmörg dæmi þess að eftir að þau rofnuðu hafi þróast hér tegundir í sívaxandi einangrun, tegundir sem ekki hafa fundist annars staðar. Þetta virð- ist eiga við um bæði víði, fjórmiðju, hlyn, vænghnotu og álm. Þessar nýju tegundir bera margar hverjar svipmót tegunda beggja vegna Atl- antshafs. Í Bakkabrúnum í Víðidal í Vestur- Húnavatnssýslu eru um það bil 70 m þykk setlög sem hafa sest til í stöðu- vatni og virðast um 1,7 milljón ára gömul. Þau eru siltkennd neðst en verða sendnari þegar ofar dregur. Neðst í lögunum eru víða blaðför, aðallega eftir birki, víði, elri og lyng, og virðist Víðidalur því hafa verið vaxinn elri- og birkiskógi með víði og lyngi þegar lögin mynduðust.5 Ofar- lega í Stöð á norðanverðu Snæfells- nesi eru skálæg óseyrarlög úr sand- steini og völubergi og sandsteinn myndaður í stöðuvatni. Í sand- steininum eru víða blaðför, einkum eftir víði og lyng, og er plöntusam- félagið ekki óáþekkt gróðurfélaginu í Bakkabrúnum þó að það sé nokkru yngra (1,1 milljón ára).5 Menjar um svipaðan gróður og fundist hefur í Bakkabrúnum og á norðanverðu Snæfellsnesi hafa einnig fundist í um 120 m þykkum setlögum í Svínafellsfjalli í Öræfum.5 Setlögin eru að mestu leyti úr silt- og sandsteini og hafa greinilega sest til í stöðuvatni. Plöntusamfélagið er tæplega yngra en frá næstsíðasta hlý- skeiði, en segulmælingar og aldurs- ákvarðanir með kalíum-argonaðferð benda til þess að það sé um 800 þús- und ára.16 Eftirtektarvert er að elri 4. mynd. Jarðlagasnið úr Surtarbrandsgili hjá Brjánslæk. Aldurinn er talinn vera um 12 milljónir ára. Blaðförin sýna lögin þar sem mest er af steingervingum. – Geological section from Surtarbrandsgil, a plant-bearing locality at Brjánslækur, Northwest Iceland. The sediments are about 12 million years old. The leaves show the most fossiliferous layers. Teikn./Drawing: Friðgeir Grímsson 2011. 5. mynd. Vænghnota (Pterocarya sp.) úr 9–8 milljón ára gömlum setlögum í Mókolls- dal í Kollafirði á Ströndum. – Pterocarya sp. from 9–8 million-year-old sediments in Mó- kollsdalur, Kollafjörður, Northwest Iceland.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.