Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2012, Síða 19

Náttúrufræðingurinn - 2012, Síða 19
19 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Tjörnes – sjávarset frá plíósen og ísöld Á Tjörnesi eru þrjár meginsyrpur setlaga; elst og syðst eru Tjörneslög, þá koma Furuvíkurlög og yngst eru Breiðuvíkurlög. Setsyrpur þessar hafa sest til í stórri setlagadæld sem myndaðist í norðurenda gosbeltis- ins á Tjörnesi og undir Skjálfanda. Í syrpunum skiptast á sjávarset, vatnaset, árset, jökulberg og hraun- lög. Sjávarsetlög mynduð áður en ísöld gekk í garð eru óvíða þekkt annars staðar á landinu. Í Mýrdal hafa þó fundist sethnyðlingar með sædýraleifum frá því fyrir ísöld og eru þeir komnir úr setlögum undir dalnum sem gosefni hafa rifið með sér á leið til yfirborðs.25 Tjörneslögin, elstu syrpuna á Tjörnesi, má rekja um 6 km leið í sjávarbökkunum á vestanverðu nesinu frá Köldukvísl og norður til Höskuldsvíkur. Lög- unum hallar allt að 10° í norðvestur; þau eru víða sprungin svo að ekki er auðvelt að segja nákvæmlega til um heildarþykkt þeirra, en hún mun þó varla minni en 500 m.4,26 Í sjávarseti Tjörneslaga hafa fundist mismun- andi samfélög sædýra og hvergi hafa fundist fleiri tegundir sjávar- dýra í íslenskum setlögum. Mest ber á lindýrum, krabbadýrum og göt- ungum.26,27,28,29 Einnig hafa fundist þar leifar fiska og sjávarspendýra, bæði sela, rostunga og hvala. Tjörneslögum er skipt í þrjú líf- belti (e. biozones) og hefur hvert belti sína einkennisskel eða -skeljar.26 Neðst og elst eru gáruskeljalög, þá koma tígulskeljalög og efst og yngst eru krókskeljalög. Gáruskeljalög eru kennd við gáruskeljar (Vene- rupis=Tapes) og hafa fundist þrjár tegundir gáruskelja í lögunum, en ein þeirra lifir nú ekki norðar en í Norðursjó. Miðbeltið, tígulskelja- lögin, er kennt við tígulskeljategund, Spisula (=Mactra) arcuata, sem nú er útdauð. Í gáruskeljalögum og neðri hluta tígulskeljalaga skiptast á sjávar- set og kolalög (surtarbrandur) og er mestur hluti sjávarsetsins myndaður á grunnsævi, líklega í strandnánd. Svæðið hefur því ýmist verið ofan eða neðan sjávarmáls á myndunar- tíma neðstu setlagasyrpnanna á Tjör- nesi.26,28 Efri hluti tígulskeljalaga er hins vegar nær alfarið myndaður úr sjávarseti (7. mynd). Lindýrateg- undir sem fundist hafa í gáru- og tígulskeljalögum eru flestar þekktar úr álíka gömlum og eldri jarðlögum annars staðar við Norður-Atlants- haf. Hins vegar lifa margar þeirra nú eingöngu í hlýrri sjó en þeim sem nú er hér við land. Súrefnissam- sætur í sæskeljum geta sagt okkur til um sjávarhitann sem dýrin lifðu við og virðist sjávarhiti varla hafa verið lægri en 15°C þegar efstu setlögin í gáruskeljabeltinu mynduðust en farið lækkandi, allt niður í 7–8°C efst í tígulskeljalögum.29 Frjórannsóknir sem gerðar hafa verið á kolalögum í tígulskeljalögunum benda til mild- ara loftslags en nú, þó að nokkrar kulvísar tegundir sem eru þekktar úr eldri lögum séu horfnar úr gróð- urfélögunum.5 Meðalhiti kaldasta mánaðar hefur líklega verið hærri en 0°C, enda bendir tilvist krist- þyrnis til þess.5 Allt frá miðri nítjándu öld hafa Tjörneslögin verið talin plíósen að aldri.30 Aldursgreiningar á hraunum við botn gáruskeljalaganna31 og nýlegar rannsóknir á svipuþör- ungum í Tjörneslögunum benda til þess að lögin hafi byrjað að hlaðast upp fyrir um það bil 5 milljónum ára.32 Krókskeljalögin eru kennd við krókskel, Serripes (=Cardium) groen- landicus; má rekja þau frá Hallbjarn- arstaðaá norður til Höskuldsvíkur. Lögin eru að mestu úr sjávarseti, en efst í þeim eru frekar þunn kolalög. Neðst í krókskeljalögum breytist sædýrafánan mikið með tilkomu tegunda sem áður voru óþekktar á svæðinu. Má þar nefna beitukóng, hafkóng, krókskel, hallloku og rata- skel (Hiatella arctica, ekki H. rugosa), en síðan hafa þessar tegundir verið meðal algengustu skeldýrategunda hér við land.33,28 Í krókskeljalög- unum hafa fundist meira en 80 teg- undir sælindýra, aðallega snigla- og samlokutegundir; sumar þeirra eru ekki þekktar úr eldri jarðlögum við Atlantshaf og virðast ættaðar úr Kyrrahafi, því að þar hafa þær fundist í eldri jarðlögum. Virðist því sem miklir sædýraflutingar hafi átt sér stað úr Kyrrahafi yfir í Atlants- haf um það leyti sem neðsti hluti krókskeljalaga var að myndast.33,28 Þessir sædýraflutningar eru settir í samband við lokun Panamasunds á milli Kyrrahafs og Atlantshafs fyrir um 3,6 milljónum ára, en þá breytt- ust yfirborðsstraumar í Norður- Kyrrahafi þannig að mun sterkari 7. mynd. Skeljalög í tígulskeljalögum á Tjörnesi. Einstök skeljalög hafa myndast við saman- söfnun skelja og skeljabrota þegar straumar léku um botnsetið og skoluðu burtu setkornum, en skeljarnar sátu eftir þar sem þær eru þyngri. Aldur setlaganna er 4–3,5 milljónir ára. – Shell beds in the Mactra Zone of the Tjörnes beds, North Iceland. Concentrations of molluscs represent lag deposits. The age is 4–3.5 Ma.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.