Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 20

Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 20
Náttúrufræðingurinn 20 straumur varð norður á bóginn í átt að Beringssundi og út sundið yfir í Íshafið. Straumurinn tók með sér allmikið af tegundum sem lifðu norðarlega í Kyrrahafi og flutti þær yfir í Íshafið, en síðan bárust þær áfram í átt til Norður-Atlantshafs og þá suður á bóginn. Talið er að Tjörnes hafi verið einn af fyrstu við- komustöðum þessara tegunda í Atl- antshafi. Þessi straumabreyting er talin hafa styrkt Golfstrauminn úr Karíbahafi, en samtímis urðu til eða styrktust kaldir straumar úr Íshafinu, bæði Labradorstraumur og Austur- Grænlandsstraumur. Straumakerfið, eins og við þekkjum það umhverfis Ísland á okkar dögum, hefur því lík- lega komist á um þetta leyti.28 Dreif- ing svipuþörunga í Tjörneslögunum bendir til þess að mörk krókskelja- og tígulskeljalaga séu ívið eldri en hingað til hefur verið talið.32 Sjávarhiti virðst hafa farið lækk- andi meðan neðstu lög í krókskelja- lögum voru að myndast og fór lík- lega niður í 6°C um miðbik þeirra. Hann hækkaði síðan um 2–3°C, lækkaði þá aftur niður í 6°C, en hækkaði að lokum hægt og sígandi og var um 12°C þegar efstu lögin mynduðust.29 Í Furuvík hvíla setlög á Hösk- uldsvíkurbasaltinu. Þar hafa aðeins fundist fáein skeljabrot sem benda til sjávarsets. Í Furuvík eru hins vegar tvö jökulbergslög og eru þau elstu menjar um jökul á nesinu. Neðra lagið er talið vera um 2,5 milljón ára gamalt.31,34 Hraunlög og setlög sem hvíla á efra jökulbergslaginu má rekja norður í Breiðuvík. Í Breiðuvík er um 125 m þykk setlagasyrpa, mynduð til skiptis úr jökulbergi, óseyrarlögum, vatnaseti og sjávarseti með sædýraleifum, einkum götungum, krabbadýrum og lindýrum.35,36 Á milli jökulbergs- laga er víða sjávarset og hraunlög á stöku stað, hvort tveggja myndað á hlýskeiðum ísaldar. Sædýrafánan í setlögunum í Breiðuvík er líkari nútímafánunni hér við land en fán- unni í eldri Tjörneslögum. Flestar tegundirnar lifa nú hér við land, nema samlokutegundirnar Chlamys breidavikensis og Cyrtodaria angusta, en sú síðarnefnda finnst einnig í Tjörneslögunum.36 Þessar tegundir eru nú taldar útdauðar. Annars eru flestar kulvísu tegundirnar í Tjör- neslögunum horfnar, en hins vegar hefur jökultodda (Portlandia arctica) fundist á a.m.k. þremur stöðum í setlögunum í Breiðuvík. Tegund þessi er óþekkt í eldri setlögum hér á landi og lifir nú í köldum sjó norður í höfum, t.d við Austur- Grænland.37 Fyrst kemur hún í ljós í Hörgamynduninni vestast í Breiðu- vík, en sú myndun er líklega um það bil 2,15 milljón ára gömul. Þar hefur hún lifað ásamt öðrum tegundum sem þoldu bæði lágan sjávarhita og ísaltan sjó við jökuljaðarinn, þegar sjór gekk inn yfir dauðíslandslag og sjávarset settist í lægðir á milli malarkeilna, sem nú mynda m.a. Rakkadalsbjarg og Beitarhúsastapa (8. mynd). Annað slagið hafa malar- tungur skriðið frá malarkeilunum út í eðjóttar lægðirnar og hrifið með sér fánu sem lifði utan í malarkeil- unum, en hún er töluvert frábrugðin eðjubotnsfánunni. Tjörnes liggur á mörkum rekáss- ins um Öxarfjörð og þverbrotabeltis- ins sem tengir það við Kolbeinseyjar- hrygg.28 Skaginn hefur lyfst upp miðað við landið sunnan Húsavík- ursiggengisins og í Öxarfirði, og nemur afstæð lyfting meira en 1.000 metrum frá því að Tjörneslögin tóku að setjast til í flóa sem var opinn í norður. Höggunarsaga Tjörness hefst á langvarandi landsigi, en land 8. mynd. Setlög í austurhluta Breiðuvíkur á Tjörnesi. Lagskipt sjávarset með skeldýraleifum hefur sest í dældir á milli malarkeilna, sem mynduðust þegar ísa leysti í lok jökulskeiðs fyrir um það bil 2,15 milljónum ára. Í sjávarsetinu eru elstu menjar um jökultoddu í íslenskum setlögum. – Sediments in Breiðavík, Tjörnes, North Iceland. Fossiliferous marine sediments occupy basins between kame deposits from a deglaciation phase at about 2.15 Ma. Among the observed fossils are the oldest Portlandia arctica specimens found in Iceland.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.