Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 22

Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 22
Náttúrufræðingurinn 22 jökulskjalda.14 Ásýnd setlaga og gosmyndana í íslenska jarðlaga- staflanum, bæði í Borgarfirði, Tjör- nesi, Jökuldal og Fljótsdal og á Mið- suðurlandi, benda til þess að mest- allt landið hafi í fyrsta skipti hulist jökli fyrir um 2,5 milljónum ára en staðbundnir jöklar hafi byrjað að stækka talsvert fyrir um 4 milljónum ára.39,40,41 Ef til vill má færa rök fyrir því að síðasta ísöld hefjist fyrir 2,6–2,5 millj- ónum ára, þegar fyrsta stóra jökul- skeiðið á nýlífsöld skall á. Hins vegar er ljóst að nokkru áður voru jöklar þegar farnir að myndast á hálendum svæðum inni í landi, einkum suð- austanlands. Elsta jökulberg sem nær út að strönd hér á landi er hins vegar neðra lagið í Furuvík á Tjör- nesi, en það er um 2,5 milljón ára gamalt.31,14 Á ísöld voru miklar sveiflur í lofts- lagi og skiptust á jökulskeið með mjög köldu loftslagi og hlýskeið með loftslagi svipuðu því sem nú er. Loftslagssveiflurnar hafa markað greinileg spor í jarðlögin, gosberg sem setlög, en saga veðurfars og þróun lífsins síðustu ármilljónirnar er skráð í þessar jarðmyndanir, einkum setlögin. Á jökulskeiðum breiddust jöklar yfir stór svæði, sem nú eru auð, en ekki er víst að allt landið hafi nokkurn tíma verið hulið jökli. Líklegra er talið að smá svæði, einkum í fjöllum á Norðurlandi, hafi verið íslaus.42 Jarðlög frá ísöld eru frábrugðin jarðlögum blágrýtismyndunarinnar að því leyti að þau bera þess oft merki að jöklar höfðu áhrif á myndun þeirra. Á hlýskeiðum runnu að vísu hraun sem mörg hver líkjast hraun- lögum blágrýtismyndunarinnar, en á jökulskeiðum hlóðst upp móberg, einkum við gos undir jökli. Móberg er því fyrst og fremst einkennandi fyrir ísaldarlögin og heldur lítið er af því í eldri og yngri jarðmyndunum. Setlög frá ísöld eru af ólíkari uppruna en eldri setlög; ár- og vatnaset ásamt sjávarseti er varðveitt frá hlýskeiðum, jökulárset frá lokum jökulskeiða og jökulbergslög af ýmsu tagi frá jökul- skeiðum. Í jökulbergi er venjulega jökulnúið grjót og lagskipting oft- ast ógreinileg, en einkennandi er að setið er lítt aðgreint eftir kornastærð og gjarnan spunnið úr tveimur áber- andi þáttum, silti annars vegar og steinvölum eða hnullungum hins vegar (tvistberg). Slíkt berg hvílir oft á jökulrispuðu undirlagi. Set frá ísöld er venjulega samanlímt og orðið að föstu bergi, leir-, silt- eða sandsteini, völubergi eða jökulbergi. Setlög frá ísöld eru víða allvel varðveitt hér á landi, einkum þar sem hraun hafa runnið yfir þau og verndað fyrir sliti og eyðingu. Jökulskeiðin voru mislöng og sama er að segja um hlýskeiðin. Síð- asta hlýskeið byrjaði líklega fyrir 130.000 til 120.000 árum og lauk fyrir um það bil 70.000 árum. Þá byrjaði síðasta jökulskeið, sem stóð í 60.000 ár, en því lauk fyrir 11.700 árum við upphaf nútíma. Löngum var álitið að jökulskeiðin hefðu verið fjögur eða fimm, en nýrri rannsóknir gefa til kynna að þau hafi verið mun fleiri, varla færri en tíu.14 Lífveruleifar frá ísöld benda til þess að loftslag og sjávarhiti á hlý- skeiðum hafi verið líkt og nú er. Hins vegar var miklu kaldara á jökul- skeiðunum og þá hefur meðalárs- hiti verið 5–10°C lægri en hann er nú og snælína virðist hafa legið allt að 1.000 m neðar. Á síðasta jökulskeiði var landið að mestu þakið ís, en á Suðvesturlandi, bæði í Njarðvíkum og á Seltjarnarnesi, hafa fundist setlög með skeldýrum sem lifðu hér við land á síðasta jökulskeiði, fyrir 20.000–30.000 árum, og bendir það ótvírætt til þess að á þeim tíma hafi landið ekki allt verið ísi hulið.43 Síðjökultími Þegar hlýna tók í lok síðasta jökul- skeiðs voru loftslagsbreytingarnar til hins betra ekki samfelldar og a.m.k. tvö kuldköst eru þekkt frá þessum tíma, síðjökultíma. Þá skriðu fram jöklar og skildu eftir sig allmikla jökulgarða, og eru þeir eldri, Álftanesröðin, 12.500–12.000 ára en hinir yngri, Búðaröðin, um 11.000 ára.44 Þegar jöklar minnkuðu við bráðnun hækkaði yfirborð sjávar frekar hratt og láglendið, sem kom undan jöklum, fór undir sjó og á það hlóðst sjávarset. Síðan reis landið úr sæ þegar jökulfarginu létti, en land- lyftingin var í byrjun miklu hæg- ari en hækkun sjávarborðs. Hæstu sjávarmörk virðast vera af svip- uðum aldri um land allt, um 11.000 ára, en landið hefur ekki allstaðar risið jafnmikið; t.d. eru hæstu fjöru- mörk í Árnes- og Rangárvalla- sýslum í um það bil 110 m hæð yfir sjó og um 120 m í Borgarfirði, en víða annars staðar um 60 m.44 Í sjávarsetinu eru víða leifar götunga, krabbadýra og lindýra og bera þau víðast sama svip og nútíma sædýra- samfélög við strendur landsins (9. mynd). Þó hafa í elstu setlögunum fundist kaldsjávartegundir frá síð- jökultíma, og má þar minna á jökul- toddu sem ekki lifir hér lengur. Allþykk setlög eru varðveitt á Sel- tjarnarnesi og í norðanverðum Foss- vogi þar sem þau hvíla á jökulrák- uðu Reykjavíkurgrágrýti.45,46 Lög þessi eru að mestu úr silt- og sand- steini og í þeim er töluvert af leifum sædýra, einkum götunga, snigla, samlokna og krabbadýra. Þau hafa því myndast í sjó í lok síðasta jökul- skeiðs (síðjökultíma), en þar til fyrir fáeinum árum voru lögin í Fossvogi talin mynduð á síðasta hlýskeiði ísaldar og lögin í Elliðavogi á því næstsíðasta.45 Allvíða hafa fundist rostungsbein, svo sem hauskúpur, tennur, rifbein og reðurbein, í fornum marbökkum lágt yfir sjó á svæðinu frá Faxaflóa til Húnaflóa, en sumar þessara leifa eru hins vegar í setlögum sem sest hafa til á nútíma. Tungubein úr þorski hefur fundist í 75 m hæð yfir sjó, í sjávarseti frá síðjökultíma við Hellis- holtalæk í Hrunamannahreppi.23 Nútími Jarðlög frá nútíma eru með ýmsu móti: hraunlög, gjóskulög, ár- og vatnaset ásamt sjávarseti. Jöklar hafa yfirleitt ekki farið yfir þessi lög eða raskað þeim nema þau séu mjög nálægt núverandi jöklum. Þannig hefur Breiðamerkurjökull ýtt upp sjávarseti frá miðhluta nútíma þegar hann skreið fram og dró sig síðan til
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.