Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 23
23
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
baka og skildi eftir sig dældina þar
sem nú er Jökulsárlón. Yfirleitt eru
setlög frá nútíma lítt samanlímd og
ekki tiltakanlega hörð.
Snemma á nútíma, fyrir 10–9 þús-
und árum, virðist birki hafa vaxið
víða á Norðurlandi, en ekki er ljóst
hvort það óx þá sunnanlands. Þetta
gæti bent til þess að hluti íslensku
flórunnar hafi lifað af harðindi síð-
asta jökulskeiðs á jökulskerjum á
Norðurlandi.42 Á birkiskeiðinu fyrra,
fyrir um 9.000 árum, breiddist birki
allhratt út og virðist meginhluti lág-
lendisins fljótlega hafa klæðst birki-
skógi eða birkikjarri, eins og sjá má
af frjórannsóknum og lurkalögum í
mýrum.47,48,49 Þá hefur meðalárshiti
verið um það bil 2°C hærri en nú er
og eitthvað minni úrkoma. Fyrir um
6.500 árum jókst úrkoman og mýrar
urðu útbreiddar á láglendi á mýra-
skeiðinu fyrra. Meðalárshiti hefur
þó verið lítið eitt hærri en nú er, því
að þá var svarðmosi frekar algengur
og gróbær, en það er hann tæplega
lengur hér á landi. Á birkiskeiðinu
síðara, fyrir 5.000 árum, dró heldur
úr úrkomu og birki breiddist aftur
út. Þá mun landið hafa verið fullrisið
eftir að fargi ísaldarjökulsins létti.
Einu menjar um hærri sjávarstöðu
frá þessum tíma eru nákuðungs-
lögin, en þau eru einkum þekkt við
Húnaflóa annars vegar og á Eyrar-
bakka og Stokkseyri hins vegar.50
Hæstu sjávarmörk virðast hafa
verið í 5 m hæð yfir sjó og eru þau
um það bil 5.000 ára gömul. Lögin
virðast mynduð við sjávarborðs-
hækkun vegna aukinnar bráðnunar
jökla um miðbik og á seinni hluta
nútíma. Við Bæjará í Hrútafirði má
sjá fleiri malarkamba, hvern neðan
við annan, og hefur áflæði sjávar
greinilega gengið til baka í þrepum.
Sjávarborðið tók að lækka á ný fyrir
um 3.000 árum. Fánan í nákuðungs-
lögunum er dæmigerð strandfána
og eru doppur og nákuðungur
einkennisdýr þeirra (10. mynd).50
Nákuðungs varð fyrst vart á ný við
norðurströndina upp úr 1920 og
virðist því sem sjávarhiti hafi verið
nokkru hærri á myndunartíma nák-
uðungslaganna en hann var á síð-
ustu öldum og þá svipaður og nú er.
Birkiskógar eyddust enn frekar upp
úr landnámi, grös urðu útbreidd-
ari og plöntutegundir sem fylgdu
manninum skutu upp kollinum. Í
kjölfarið fylgdi jarðvegseyðing af
völdum vatns og vinda samhliða
búsetu og versnandi veðurfari.
Á síðustu árum hefur birst fjöldi
greina um umhverfisbreytingar á
Íslandi og í hafinu umhverfis landið
á síðjökultíma og nútíma. Steingerv-
ingar hafa komið þar mjög við sögu,
til dæmis skordýraleifar í stöðu-
vatnarannsóknum51 og götungar,52
kokkólítar53 og kísilþörungar54 í
sjávarseti. Gjóskulög og geislakols-
greiningar hafa verið notaðar til að
tengja saman gögn frá hafi og landi55
og fjölbreytilegra gagna um setlög í
stöðuvötnum hefur verið aflað.56
10. mynd. Þykkustu samfelldu skeljalög á Íslandi. Skeljalögin eru frá seinni hluta nútíma,
2.700–2.200 ára gömul, og hafa skeljarnar líklegast safnast saman í lóni þar sem nú er
Stokkseyri. Lögin eru skáskorin af áberandi roffleti, en eftir að hann myndaðist hefur skelja-
söfnun haldið áfram. Efst eru allt að eins metra djúpar rofrennur fylltar af jarðvegi. – The
thickest, continuous shell layers in Iceland, formed in a lagoon during a transgression 2.7 to
2.2 thousand years ago at Stokkseyri, South Iceland. A distinct erosional contact is visible
under the pebbly layer and a deep erosional channel filled up with sand mixed with soil.
9. mynd. Lífför í setlögum frá ísaldarlokum í Hvalvík á Sléttu. Förin eru greinilega dvalar-
för eftir samlokur, einkum smyrsling (Mya truncata). – Lateglacial ichnofossils of domich-
nia type formed by the burrowing bivalve Mya truncata from Hvalvík, Melrakkaslétta,
Northeast Iceland.