Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2012, Side 28

Náttúrufræðingurinn - 2012, Side 28
Náttúrufræðingurinn 28 Höfundar þessarar greinar könn- uðu umfang og gerð dyngjanna þar sumarið 2011 jafnframt því sem hugað hefur verið að öðrum jarðfræðilegum ummerkjum snjó- flóða þar og víðar á Tröllaskaga, t.d. í Svarfaðardal, Skíðadal, Hörg- árdal og Öxnadal. Á þessum snjó- þungu svæðum eru snjóflóð mjög tíð og ummerki þeirra víða greinileg. Slíkar aðstæður skapa góð skilyrði fyrir rannsóknir og kortlagningu jarðfræðilegra ummerkja snjóflóða. Með þessari grein er hugmyndin að taka saman yfirlit um mismun- andi jarðfræðileg ummerki snjó- flóða á Íslandi, sýna dæmi um slík ummerki og lýsa einkennum þeirra. Gagnaöflun Undanfarin ár hafa höfundar starfað við rannsóknir og ráðgjöf í tengslum við snjóflóð og við ýmsar jarð- og jöklafræðitengdar rannsóknir á Tröllaskaga. Unnið hefur verið að skráningu snjóflóðasögu og snjó- flóðaaðstæðna í Svarfaðardal, Hörg- árdal og Öxnadal. Margar ferðir upp að jöklum og um snjóflóðasvæði til dala og fjalla hafa skilað ágætum gögnum um ummerki snjóflóða á svæðinu. Sumarið 2010, í einum jöklatúrnum, sáu höfundar loks stórfenglegar snjóflóðadyngjur á Þverárdal, sem Gunnar Rögnvalds- son í Dæli hafði áður lýst í sam- tali (2005). Þessi fyrirbrigði vöktu sérstaka athygli höfunda vegna stærðar og umfangs. Farið var til frekari könnunar snemmsumars 2011 og landformin og nánasta umhverfi þeirra, svo sem snjóflóða- farvegir, athugað. Lausleg athugun var gerð á seteiginleikum í jarð- sniði utan í stærstu dyngjunni og á yfirborði hennar. Umfang dyngj- unnar var kortlagt með GPS-hand- tæki (GPSmap51). Lögun hennar var mæld í nokkrum sniðum, bæði þvers og langs yfir dyngjuna, en notast var við rótgrónar landmæl- ingaaðferðir, handhallamæli, 50 m málband og mælistiku. Yfirlitskort af svæðinu var unnið í landupp- lýsingaforritinu ArcGis og sniðin teiknuð í gagnavinnsluforritinu R. Jón Þórarinsson frá Hæringsstöðum lýsti fyrir höfundum í samtali (2005) álíka snjóflóðadyngjum á Holárdal í Skíðadal og var einnig gerð ferð þangað síðsumars 2011. Umhverfi og aðstæður Berggrunnurinn í Svarfaðardal og Skíðadal er um 10 milljón ára gam- all og einkennist af misþykkum basalthraunlögum með þunnum setlögum á milli.11,12 Tröllaskagi er mótaður af jöklum ísaldar og ein- kenna djúpir og þröngir jökulsorfnir dalir á milli hárra og brattra fjalla skagann (1. mynd). Ummerki um ísaldarjöklana, t.d. jökulgarðar og sethjallar, sjást víða í fjallshlíðum og dalbotnum.13,14 Þegar jöklar á ísöld hálffylltu dali stóðu fjallstindar upp úr og urðu fyrir áhrifum sífrera og öflugrar frostveðrunar. Halldór G. Pétursson (2010) velti upp þeim möguleika að sífreravirkni á síðasta jökulskeiði og jafnvel á litlu ísöld sé áhrifaþáttur í miklu framboði lausra setefna í fjalllendi á svæðinu nú. Ofanflóð eru tíð á svæðinu, en auk snjóflóða hafa skriðuföll verið nokkuð algeng um aldir. Fyrir utan að valda tjóni á jarðvegi hafa ofan- flóð sums staðar valdið eigna- og manntjóni.14,15 Fjöllin í Svarfaðardal og Skíða- dal ná flest 1000–1400 m hæð og í hlíðum þeirra eru víða vatnssorfin gil sem oftar en ekki eru miklir snjóflóðafarvegir. Þegar saman fer mikil snjókoma og hvass vindur getur snjósöfnun verið mikil í upp- takasvæði snjóflóða. Snjórinn safnast fyrst og fremst hlémegin í fjöllum en gil geta einnig safnað miklum 1. mynd. Gervitunglamynd af Tröllaskaga (Inniheldur efni ©Cnes 2002–2007, Distribu- tion Spot Image S.S., France, öll réttindi áskilin. ©Landmælingar Íslands 2011). Vel sést hvernig skaginn er sundurskorinn af jöklum ísaldar. Í hæstu fjöllum eru snjófyrningar og jöklar. – Spot 5 satellite image showing glacially carved (tributary) valleys of Trölla- skagi peninsula, North Iceland.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.