Náttúrufræðingurinn - 2012, Síða 29
29
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
snjó þegar vindur blæs eftir fjalls-
hlíðinni, þvert á gilin. Algengast er
að slík skilyrði skapist í norðanstór-
hríðum, sem stundum vara svo
dögum skiptir.
Um snjóflóðasögu og
snjóflóðaveður við
utanverðan Tröllaskaga
Sveitirnar við utanverðan Eyjafjörð
eru með þeim snjóþyngstu hér á
landi.16 Samspil landslags og snjó-
þyngsla skapar þar oft mikla snjó-
flóðahættu og við ákveðin veður-
skilyrði ganga snjóflóðahrinur yfir
og stór snjóflóð falla.
Ekki hafa verið gerðar sérstakar
rannsóknir á veðuraðdraganda snjó-
flóða ofan byggðar í Svarfaðardal og
Skíðadal, en reynsla heimamanna
er sú að hríðarveður af norðri og
norðaustri skapi þar ávallt snjóflóða-
hættu. Lýsingum heimamanna ber
saman um það að undanfari stórra
snjóflóða á þessu svæði sé nokk-
urra daga allhvöss N–NA-átt með
talsverðri úrkomu, og fellur það
vel að niðurstöðu Halldórs Björns-
sonar um veðuraðdraganda snjó-
flóða á Siglufirði.17 Talsvert getur
snjóað í V- og SV-áttum í Skíða-
dal og framdal Svarfaðardals enda
falla stundum snjóflóð þar við þau
skilyrði. Snjóflóð og krapaflóð falla
einnig í tengslum við asahlákur, sem
verða helst í hvössum suðlægum
áttum; þá getur hiti náð 10°C að
vetrarlagi og rignt talsvert.
Ekki eru margar mjög stórar snjó-
flóðahrinur þekktar í Svarfaðardal
en síðasta stóra hrinan á svæðinu
var í október 1995 í norðanaftaka-
veðri. Þá féllu mörg flóð víða á svæð-
inu um svipað leyti og mannskætt
snjóflóð féll á Flateyri. Um 350 snjó-
flóð í Svarfaðardal og Skíðadal eru
skráð í gagnagrunn Veðurstofunnar.
Vitað er um manntjón í átta flóðum
þar sem alls 12 manns hafa farist.15
Tvennt fórst er flóð féll á bæinn
Auðnir í Svarfaðardal 1953 en aðrir
hafa farist á víðavangi. Nokkrum
sinnum hefur búpeningur drep-
ist og fjöldi snjóflóða hefur valdið
tjóni á ýmsum mannvirkjum, t.d.
síma- og raflínum, girðingum og
túnum bænda. Snjóflóð hafa einnig
verið talsverður farartálmi á Ólafs-
fjarðarvegi og vex það því mörgum
í augum að keyra á milli Dalvíkur
og Ólafsfjarðar að vetrarlagi. Flest
skráðra flóða í Svarfaðardal og
Skíðadal hafa fallið nærri byggð eða
eru sýnileg þaðan, og því verður
að reikna með að talsverður fjöldi
flóða falli árlega utan alfaraleiða,
inni á afdölum eða annars staðar
þangað sem lítt sést til úr byggð.
Snjóflóðadyngjur á
Þverárdal
Þverárdalur er um 10 km langur
dalur sem liggur inn úr Skíðadal
til vestsuðvesturs upp frá bænum
Þverá. Samnefnd á rennur eftir
2. mynd. Kortið sýnir tvær af þremur stærstu snjóflóðadyngjunum á Þverárdal, snjóflóða-
farvegina ofan þeirra og aurkeilur í dalbotninum. Yst á dalnum er Ysti-Nauthóll og er
lega mældra sniða á honum sýnd með svörtum línum. Hin dyngjan, Mið-Nauthóll, er
teiknuð eftir Spot 5-gervitunglamynd. – A map of three avalanche paths in the Þverár-
dalur valley in Tröllaskagi peninsula showing the areas where geomorphology is affected
by snow avalanches.