Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 32

Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 32
Náttúrufræðingurinn 32 Um 3 km sunnan við mynni Þver- árdals gengur Holár- og Klængs- hólsdalur til SA inn úr Skíðadal. Þar er einnig að finna allstórar snjó- flóðadyngjur handan ár, andspænis nokkrum giljum líkt og á Þverárdal. Dyngjurnar eru ekki jafn tignarlegar og þær stærstu á Þverárdal, en engu að síður býsna umfangsmiklar með miklu grjóti. Stærð þeirra er í sam- ræmi við flatarmál upptakasvæðis og fallhæð í viðkomandi gili. Þannig eru dyngjurnar langminnstar innst á dalnum þar sem fallhæðin er minni og gilin grynnri. Stærsta dyngjan er um 11 m há upp frá ánni, og á henni liggja a.m.k. 10 steinar stærri en 8 m3. Einnig er vitað um eina snjóflóða- dyngju í Sveinsstaðaafrétt í Skíðadal, skammt innan við eyðibýlið Stafn. Staksteinar geta verið allt frá litlum völum upp í margra tonna björg sem liggja á víðavangi í fjalls- hlíðum og á undirlendi þeirra, gjarnan neðan gilja (6. mynd). Erf- itt getur verið að greina hvort stakir steinar á víðavangi séu þangað komnir við grjóthrun, með snjó- flóðum eða séu jafnvel jökulbornir. Vitneskja um tíð snjóflóð í farvegi og önnur snjóflóðaummerki í kring gefa skýrar vísbendingar um að grjótið sé borið fram af snjóflóðum. Grjótdreifar eru þekjandi eða nán- ast þekjandi flekkir af möl sem snjó- flóðin skilja eftir á yfirborði neðan snjóflóðafarvega. Líkt og staksteinar geta grjótdreifar verið blanda af flestum kornastærðum. Almennt er talið að snjóflóð beri grjót lengra frá brekkurótum en grjóthrun, enda hafa staksteinar verið notaðir til að meta lengsta úthlaup snjóflóða í nokkrum snjóflóðafarvegum.20 Grjóthrun eftir Suðurlandsskjálftann 2008 náði óvíða lægra úthlaupshorni en 30° ef fallhæð var meiri en 250 m,21 en hins vegar geta snjóflóð fallið mun lengra út frá upptökum.15 Snjóflóð geta átt þátt í myndun aurkeilna ef framboð setefna í snjóflóðafarveginum er mikið. Í virkum farvegum geta fallið mörg snjóflóð á vetri; þau geta skilað tals- verðum setframburði og átt drjúgan þátt í að aurkeilur byggist upp (6. mynd).2 Einnig geta snjóflóð beinlínis sótt sér efni í aurkeilur en við það myndast rofform. Oft má þekkja setframburð aurskriðna frá setframburði snjóflóða, en aur- skriðuset einkennist oft af litlum rásum, hryggjum og haugum.4,18 Rof á sér stað í farvegum og á úthlaupssvæðum snjóflóða. Sé lítið frost í jörðu geta snjóflóð, eða grjót sem með þeim berst, rofið jarðvegs- þekjuna og myndað stór sár. Þessi ummerki eru algeng við snjóflóðaf- arvegi og finnast yfirleitt í námunda við nýlegt snjóflóðagrjót, en á fáum árum geta þau gróið upp og horfið. Þegar jörð er þíð getur orðið sér- staklega mikið rask, og torfur og jarðvegsfyllur eiga það til að flettast upp og berast með flóðum langa leið (7. mynd a). Miklar skemmdir geta einnig orðið á trjágróðri. Algengt er að finna plógför eftir bæði litla og stóra steina sem hafa dregist eftir yfirborði jarðar.1,4 Á Upsadal ofan Dalvíkur eru stórar skellur í jarð- vegsþekjuna eftir snjóflóð í október 1995 sem féll einmitt eftir að snjór settist á þíða jörð (7. mynd b). Sama flóðið féll yfir Brunnklukkutjörn og skóf upp leirbotn hennar svo sjá mátti ljósa slikju á lynginu neðan tjarnarinnar sumarið eftir, en að sögn Þorsteins Skaftasonar (2011) á Dalvík hafði slíkt gerst a.m.k. einu sinni áður. Veturinn 1994–1995 féll stórt snjóflóð sem umturnaði stór- grýtisurð við Nykurtjörn undir Digrahnjúk í Holtsfjalli við vest- anverðan Svarfaðardal, að sögn Sölva Hjaltasonar bónda á Hreið- arsstöðum (2005). Árni Hjartarson greindi frá miklu raski af völdum snjóflóða í Sveinsstaðaafrétt vet- urinn 1995–1996.22 Vangaveltur um snjó- flóðasögu og tengsl við loftslag á nútíma Með könnun á snjóflóðadyngjum og aurkeilum hefur loftslagssaga á nútíma, þ.e. síðustu 10.000 ár, verið könnuð í Noregi.3 Lífrænar leifar sem finnast í aurkeilum og snjó- flóðadyngjum eru aldursgreindar og tíðni flóða metin. Gott yfirlit um tíðni snjóflóða og skriðufalla getur 6. mynd. a) Keilur og staksteinar neðan snjóflóðafarvega í Landafjalli í Öxnadal. b) Grjótdreifar að vori sem eru framburður snjóflóða vetrarins úr fjallshlíðinni skammt innan Látra á Látraströnd. – a) Debris cones and scattered boulders below avalanche paths in the Landafjall mountain, Öxnadalur N-Iceland. b) Avalanche transported debris on a mountain slope on the Flateyjarskagi peninsula, N-Iceland. Ljósm./Photos: a) Brynjólfur Sveinsson, 2010, b) Sveinn Brynjólfsson, 2010. b)a)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.