Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2012, Side 35

Náttúrufræðingurinn - 2012, Side 35
35 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Ívar Örn Benediktsson Myndun Hrauka í Kringilsárrana Þessi grein fjallar um myndun Hrauka í Kringilsárrana. Hraukar eru jökul- garðar sem mynduðust í framhlaupi Brúarjökuls árið 1890, því stærsta sem vitað er um í jöklinum hingað til. Í greininni er dreifingu setlaga innan við Hrauka lýst, sem og landlögun garðanna, setgerð og byggingareinkennum, í þeim tilgangi að auka skilning á hegðun framhlaupsjökla og samspili þeirra við það land sem þeir hlaupa yfir. Þegar Brúarjökull hljóp fram árið 1890 myndaðist mikill vatnsþrýst- ingur í fínkornóttu undirlagi jökulsins. Það leiddi til þess að undirlagið aflagaðist auðveldlega, auk þess sem það lyftist frá berggrunninum og fluttist áfram með jöklinum. Undirlagið þjappaðist saman í fellingar, þykknaði jafnt og þétt og myndaði um 500 m langan setfleyg undir jökul- sporðinum. Myndun setfleygsins er talin hafa tekið u.þ.b. fimm daga. Á ytri enda fleygsins myndaðist jökulgarður á síðasta degi framhlaupsins þegar vatnsþrýstingur í setfleygnum féll. Viðnám á mörkum undirlags og berggrunns jókst þá snögglega og undirlagið stífnaði. Við það stöðvaðist fellingamyndun en myndun misgengja hófst þess í stað. Í þremur sniðum sést að fellingamyndun var ráðandi við myndun setfleygsins og jökul- garðsins, þótt brotaflögun hafi átt sér stað á lokastigum myndunar garðs- ins. Líkön, sem skýra myndun setfleygsins og jökulgarðsins og þau ferli sem eru að verki undir og við jökulsporða í framhlaupi, eru sett fram. Þau sýna að setfleygurinn og jökulgarðurinn eru óaðskiljanlegir hlutar land- forms sem myndaðist í lok framhlaups Brúarjökuls 1890. Náttúrufræðingurinn 82 (1–4), bls. 35–47, 2012 Ritrýnd grein INNGANGUR Jökulgarðar eru á meðal mest áber- andi landforma sem mynduð eru af jöklum; þeir myndast samsíða jökulsporði þegar jöklar ganga fram eða standa í stað. Þannig marka jökulgarðar fyrri útbreiðslu jökla og eru því mikilvægir við kortlagn- ingu jöklalandslags við nútíma- jökla og fornjökla. Jökulgarðar eru mismunandi í útliti, stærð og lögun, og setlög og byggingareinkenni sem í þeim finnast eru af ýmsum toga. Í jökulgörðum er þarafleið- andi að finna upplýsingar um sam- spil jökla og þess lands sem þeir ganga yfir.1,2 Á síðasta jökulskeiði ísaldar lágu stórar ísbreiður (meginlandsjöklar) m.a. yfir Norður-Ameríku, Bretlands- eyjum, Norður-Evrópu, Skandinavíu, Barentshafi og Karahafi.3 Talið er að þær jökultungur sem teygðu sig út frá þessum ísbreiðum hafi í mörgum tilfellum verið hraðfara skriðjöklar, svokallaðir ísstraumar. Til að skilja hraðfara ísstrauma fortíðarinnar, hegðun þeirra og þau ummerki sem þeir skildu eftir sig á landi eða í sjó, er nauðsynlegt að rannsaka og skilja þá hraðfara jökla sem eru á jörðinni í dag. Ísstraumar finnast á Suður- skautslandinu og Grænlandi, en þeir ganga allir í sjó fram og því erfitt um vik að rannsaka og skilja það lands- lag sem þeir hafa myndað og mótað. Þess vegna hafa vísindamenn beint sjónum sínum að svokölluðum fram- hlaupsjöklum, en það eru skriðjöklar sem hlaupa fram með ákveðnu ára- eða áratugamillibili. Þannig líkjast þeir hraðfara ísstraumum meðan á framhlaupum stendur og mynda og móta land á svipaðan hátt. Fram- hlaupsjöklar eru því taldir kjörin nútímahliðstæða við ísstrauma ísaldarjöklanna.4 Að sama skapi má segja að jökulgarðar nútíma- jökla séu hliðstæður jökulgarða sem myndaðir voru af ísbreiðum á ísöld. Til að skilja hvernig jökul- garðar hinna gömlu ísbreiða mynd- uðust, og þar með hvernig sporðar ísstraumanna hegðuðu sér, hafa jökulgarðar framhlaupsjökla verið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.