Náttúrufræðingurinn - 2012, Síða 35
35
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Ívar Örn Benediktsson
Myndun Hrauka í
Kringilsárrana
Þessi grein fjallar um myndun Hrauka í Kringilsárrana. Hraukar eru jökul-
garðar sem mynduðust í framhlaupi Brúarjökuls árið 1890, því stærsta sem
vitað er um í jöklinum hingað til. Í greininni er dreifingu setlaga innan við
Hrauka lýst, sem og landlögun garðanna, setgerð og byggingareinkennum,
í þeim tilgangi að auka skilning á hegðun framhlaupsjökla og samspili
þeirra við það land sem þeir hlaupa yfir.
Þegar Brúarjökull hljóp fram árið 1890 myndaðist mikill vatnsþrýst-
ingur í fínkornóttu undirlagi jökulsins. Það leiddi til þess að undirlagið
aflagaðist auðveldlega, auk þess sem það lyftist frá berggrunninum og
fluttist áfram með jöklinum. Undirlagið þjappaðist saman í fellingar,
þykknaði jafnt og þétt og myndaði um 500 m langan setfleyg undir jökul-
sporðinum. Myndun setfleygsins er talin hafa tekið u.þ.b. fimm daga. Á
ytri enda fleygsins myndaðist jökulgarður á síðasta degi framhlaupsins
þegar vatnsþrýstingur í setfleygnum féll. Viðnám á mörkum undirlags og
berggrunns jókst þá snögglega og undirlagið stífnaði. Við það stöðvaðist
fellingamyndun en myndun misgengja hófst þess í stað. Í þremur sniðum
sést að fellingamyndun var ráðandi við myndun setfleygsins og jökul-
garðsins, þótt brotaflögun hafi átt sér stað á lokastigum myndunar garðs-
ins. Líkön, sem skýra myndun setfleygsins og jökulgarðsins og þau ferli
sem eru að verki undir og við jökulsporða í framhlaupi, eru sett fram. Þau
sýna að setfleygurinn og jökulgarðurinn eru óaðskiljanlegir hlutar land-
forms sem myndaðist í lok framhlaups Brúarjökuls 1890.
Náttúrufræðingurinn 82 (1–4), bls. 35–47, 2012
Ritrýnd grein
INNGANGUR
Jökulgarðar eru á meðal mest áber-
andi landforma sem mynduð eru
af jöklum; þeir myndast samsíða
jökulsporði þegar jöklar ganga fram
eða standa í stað. Þannig marka
jökulgarðar fyrri útbreiðslu jökla
og eru því mikilvægir við kortlagn-
ingu jöklalandslags við nútíma-
jökla og fornjökla. Jökulgarðar eru
mismunandi í útliti, stærð og lögun,
og setlög og byggingareinkenni
sem í þeim finnast eru af ýmsum
toga. Í jökulgörðum er þarafleið-
andi að finna upplýsingar um sam-
spil jökla og þess lands sem þeir
ganga yfir.1,2
Á síðasta jökulskeiði ísaldar lágu
stórar ísbreiður (meginlandsjöklar)
m.a. yfir Norður-Ameríku, Bretlands-
eyjum, Norður-Evrópu, Skandinavíu,
Barentshafi og Karahafi.3 Talið er að
þær jökultungur sem teygðu sig út
frá þessum ísbreiðum hafi í mörgum
tilfellum verið hraðfara skriðjöklar,
svokallaðir ísstraumar. Til að skilja
hraðfara ísstrauma fortíðarinnar,
hegðun þeirra og þau ummerki sem
þeir skildu eftir sig á landi eða í sjó,
er nauðsynlegt að rannsaka og skilja
þá hraðfara jökla sem eru á jörðinni
í dag. Ísstraumar finnast á Suður-
skautslandinu og Grænlandi, en þeir
ganga allir í sjó fram og því erfitt um
vik að rannsaka og skilja það lands-
lag sem þeir hafa myndað og mótað.
Þess vegna hafa vísindamenn beint
sjónum sínum að svokölluðum fram-
hlaupsjöklum, en það eru skriðjöklar
sem hlaupa fram með ákveðnu ára-
eða áratugamillibili. Þannig líkjast
þeir hraðfara ísstraumum meðan á
framhlaupum stendur og mynda
og móta land á svipaðan hátt. Fram-
hlaupsjöklar eru því taldir kjörin
nútímahliðstæða við ísstrauma
ísaldarjöklanna.4 Að sama skapi
má segja að jökulgarðar nútíma-
jökla séu hliðstæður jökulgarða
sem myndaðir voru af ísbreiðum
á ísöld. Til að skilja hvernig jökul-
garðar hinna gömlu ísbreiða mynd-
uðust, og þar með hvernig sporðar
ísstraumanna hegðuðu sér, hafa
jökulgarðar framhlaupsjökla verið