Náttúrufræðingurinn - 2012, Side 37
37
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Framhlaup Brúarjökuls hafa
myndað sérstakt landslag. Auk
jökulgarða má í Kringilsárrana
t.a.m. finna jökulöldur, jökulkembur,
krákustígsása, malarása og sprungu-
fyllingar í dalverpum milli ávalra
hæða.13,15–18 Vísbendingar um sífrera
má sjá í formi rústa og frostsprungna.
Sums staðar fer sífreri minnandi
eins og sjá má á hringlaga tjörnum
sem taldar eru ummerki samfall-
inna rústa. Meðalárshiti við Brúar-
jökul 2003–2005, þegar rannsóknin
fór fram, var -0,3°C og hefur verið
vel undir frostmarki síðan 1830 og
því líklegt að ósamfelldur sífreri hafa
þrifist á svæðinu um aldir.16,19
Aðferðir
Jökulgarðarnir í Kringilsárrana voru
greindir á loftmyndum frá 1993 og
2003. Landlögun garðanna var svo
könnuð nánar á hæðalíkani sem
gert var á grunni loftmyndanna frá
2003. Landlögun var kortlögð enn
frekar á jörðu niðri með landmæl-
ingu þverlína á fjórum stöðum sem
taldir voru endurspegla landlögun
garðanna í heild (1. og 5. mynd).
Þrjú náttúruleg þversnið (nefnd
snið 1–3 í textanum hér eftir) í görð-
unum voru hreinsuð með skóflum
og sköfum til að rannsaka setgerð og
innri byggingu garðanna (1. mynd).
Setlagaskipan og innri bygging
garðanna var kortlögð í kvarðanum
1:20 og setlög og byggingareinkenni
þeirra flokkuð með hliðsjón af lykli
Krüger og Kjær20 (1. tafla). Rann-
sóknir á byggingareinkennum garð-
anna fólu í sér mælingar á striki og
halla misgengja, sprungna og set-
laga og stefnu og halla fellingaása.
Graf var gert af niðurstöðum mæl-
inganna til að auðvelda túlkun
gagnanna og tölfræðilega greiningu.
Þykkt setlagasyrpunnar innan við
garðana var fengin með því að mæla
hæð berggrunnsins (í m y.s.) á botni
lækjarfarvega og hæð yfirborðsins á
bökkunum þar fyrir ofan. Því næst
var hæðalíkan búið til af berggrunni
annars vegar og yfirborði lands
hins vegar. Með því að draga hæð
berggrunnsins frá hæð yfirborðsins
fékkst þykkt setlagasyrpunnar sem
hvílir ofan á berggrunninum. Lang-
snið A-A’ sýnir niðurstöður þessara
útreikninga (1. og 2. mynd).
Dreifing setlaga innan
við Hrauka
Langsnið A-A’ (2. mynd) sýnir
dæmigerða dreifingu setlaga í dal-
verpum þar sem setlagasyrpan
er þykk og jökulgarðar stórir (1.
mynd). Langsniðið nær yfir jökul-
garðana frá 1810 og 1890. Innan við
og á milli garðanna er yfirborðið
þakið jökulkembum og haugaruðn-
ingi, auk farvega sem mynduðust
eftir að jökullinn hörfaði. Innan
við jökulgarðinn frá 1810 er þunn
setþekja ofan á berggrunninum en
þegar nær dregur garðinum verður
setlagasyrpan smám saman þykkari.
Á miðjum garðinum er þykkt syrp-
unnar um 5 m en um 3 m rétt fyrir
framan hann. Breidd jökulgarðsins
frá 1810 (miðað við breidd garðs-
ins frá 1890; Hrauka) skýrist af því
að framhlaupið 1890 gekk yfir hann
og flatti hann út (1. og 2. mynd). Á
milli þessara tveggja jökulgarða er
þykkt setlagasyrpunnar um 3–4 m.
Um 400–500 m innan við jökul-
garðinn frá 1890 eykst þykkt set-
lagasyrpunnar jafnt og þétt og nær
7 m á toppi jökulgarðsins (2. mynd).
2. mynd. Þversnið A-A’ í austari hluta Kringilsárrana (sjá 1. mynd). Efri myndin sýnir landslagið en neðri myndin þykkt setlaga ofan
á berggrunninum. Á efri myndinni má sjá hve breiður jökulgarðurinn frá 1810 er miðað við garðinn frá 1890. Ástæða þess er að fram-
hlaupið 1890 gekk yfir garðinn frá 1810 og flatti hann eilítið út. Á neðri myndinni má sjá tvo greinilega setfleyga innan á görðunum
frá 1810 og 1890. – Profile A-A’ in the eastern part of Kringilsárrani (see fig. 1). Above is a terrain profile and below is a sediment thick-
ness profile. Sediment wedges on the proximal sides of the 1810 and 1890 end moraines are clearly visible.