Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 38

Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 38
Náttúrufræðingurinn 38 Þegar þykkt setlagasyrpunnar á þessu langsniði er borin saman við landslagið sjást greinilega tveir set- fleygar á innri hlið jökulgarðanna frá 1810 og 1890. Þetta má skýra með líkani fyrir hreyfingar í undir- lagi og dreifingu setlaga undir Brúar- jökli í framhlaupi. Nýlegar rann- sóknir við Brúarjökul hafa sýnt að jökullinn situr sem fastast á undir- lagi sínu þegar hann hleypur fram en að undirlagið (setlagasyrpan) skautar á berggrunninum.13 Ástæða þess er mikill vatnsþrýstingur í fín- kornóttu undirlaginu sem vegur á móti þunga jökulsins og undirlags- ins svo að það lyftist af berggrunn- inum. Fínkornótt og lárétt lagskipt setlög, sem fylgja yfirborði berg- grunnsins en skera neðan af setlaga- syrpunni fyrir ofan, eru til vitnis um rennsli vatns á mörkum berggrunns og setlagasyrpunnar sem jökullinn hvílir á. Vegna aftengingar undirlags og berggrunns dregst undirlagið með jöklinum þegar hann hleypur fram, en færist þó nokkru hægar fram en jökullinn sjálfur (3. mynd). Af þessum sökum flyst mikið set fram og þjappast og aflagast um leið. Þykkt undirlagsins eykst því jafnt og þétt í átt til jökulsporðsins, þar sem það myndar mikinn setfleyg sem hallar mót jökli (2. og 4. mynd). Ofan á þessum setfleyg mynduð- ust Hraukar síðan undir lok fram- hlaupsins. Landlögun Hrauka Á 1. mynd má sjá að Hraukar eru stærstir í dalverpum og flötum svæðum. Þar mynda setlög þykka syrpu ofan á berggrunninum. Á þessum svæðum eru garðarnir 5–20 m háir og 40–80 m breiðir. Fram- hlið þeirra er yfirleitt brött en innri hliðin meira aflíðandi, yfirleitt hol- ótt og þakin haugaruðningi sem orðið hefur til við bráðnun dauðíss (5. mynd).16,21 Víða má sjá ummerki dauðísbráðnunar í formi sprungna á yfirborði (5. mynd). Þar sem set- lög eru gróf (möl og sandur) og vatn hripar auðveldlega í gegn má sjá hvar bráðnun dauðíssins á sér enn stað, en þar sem setið er fínna (fok- sandur, mór og öskulög) og vatn hripar síður niður hefur bráðnun víða stöðvast. Ofantalda eiginleika má sjá í þverlínum 1 og 3 (5. mynd). Þverlínur 2 og 4 sýna hins vegar lága garða sem fyrirfinnast einkum 3. mynd. Líkan sem sýnir hreyfingar í undirlagi Brúarjökuls í framhlaupi. Sterk tenging er milli jökuls og botnurðar en mikill vatnsþrýstingur í fínkornóttri set- lagasyrpu þar undir leiðir til aftengingar undirlags og berggrunns. Þar verður jafn- framt mesta færslan. Breytt mynd frá Kjær o.fl. 2006. – A basal motion model explain- ing the dominating subglacial ice-flow mechanism of Brúarjökull during the 1890 surge. Modified from Kjær et al. 2006. 4. mynd. Líkan sem skýrir myndun setfleygsins og jökulgarðsins Hrauka í Kringilsárrana í framhlaupinu 1890. Mikill vatnsþrýstingur í fínkornóttu undirlagi jökulsins veldur aftengingu undirlagsins og berggrunnsins. Af þeim sökum dregst undirlagið með jöklinum þegar hann hleypur fram, þjappast saman í fellingar, hleðst upp undir jökulsporðinum og myndar þar setfleyg. Á enda setfleygsins myndast jökulgarðurinn Hraukar á síðasta degi framhlaupsins. – Conceptual model illustrating the formation of a marginal sedimentary wedge. Because of high porewater pressure in the fine-grained substrate, it gets decoupled from the bedrock and displaced downglacier to form the wedge in the marginal zone.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.