Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Náttúrufræðingurinn - 2012, Qupperneq 40

Náttúrufræðingurinn - 2012, Qupperneq 40
Náttúrufræðingurinn 40 Innviðir Hrauka Innviðir Hrauka voru rannsakaðir í þremur þversniðum og fundust þar fimm mismunandi setásýndir: 1) tvistur, 2) möl, 3) samtvinnaður sandur og silt, 4) aflöguð syrpa foksands, mós og öskulaga (FMA), og 5) öskulög. Nánari lýsingu og túlkun á þessum ásýndum má sjá í 1. töflu. Byggingareinkenni jökul- garðsins voru ennfremur kortlögð í þessum þremur þversniðum svo skilja mætti þau ferli sem voru að verki við myndun garðsins. Snið 1 Snið 1 er fast við núverandi farveg Kringilsár, í gömlum farvegi frá framhlaupinu 1890 (1. og 6. mynd). Hér hefur Kringilsá rofið sér leið í gegnum jökulgarðinn rétt vestan við sniðið. Við snið 1 er garður- inn samhverfur í lögun, 20–25 m breiður og 1,5–2,5 m hár. Niðurföll rétt austan við sniðið bera vitni um bráðnun dauðíss sem var eða er enn í görðunum. Innan við garðinn eru litlir uppþornaðir lækjarfarvegir í fínni möl og grófum sandi. Utan við garðinn er gróið sléttlendi. Fjórar setásýndir fundust í sniði 1: tvistur, möl, FMA og öskulög (1. tafla). Ásýnd – Lithofacies Staðsetning og lýsing – Location and description Túlkun – Interpretation 1, tvistur – Diamict Snið 1 Grunnborinn og einsleitur, laus í sér og auðgrafinn. Er ósamfelldur í neðri hluta sniðsins. Lagmót tvists- ins og malarinnar undir eru skörp. Grunnur er úr silti og sandi. Mikið um steinvölur og dreifing þeirra í sniðinu er tilviljanakennd. Stærð þeirra samsvarar stærð steinvala í mölinni fyrir neðan. Fáar völur bera jökulrákir. Á stöku stað fléttast tvisturinn saman við, eða ber búta úr, FMA, sandi og möl. Jökulurð af óþekktum aldri, en þó greinilega eldri en setlögin sem að öðru leyti mynda jökulgarð- inn, og þ.a.l. myndaður fyrir 1890. Tengist þó ekki framhlaupum Brúarjökuls á 18. og 19. öld þar sem ummerki framhlaupa sjást ekki utan við Hrauka. Jökulurðin myndaðist á mörkum íss og malar þegar jökull gekk yfir jökuláraura. 2, möl – Gravel Snið 1 Kornborin og einsleit, stærð steinvala yfirleitt 3–8 cm þótt völur sem eru 15–20 cm í þvermál finnist einnig. Völurnar eru frekar vel og mjög vel rúnnaðar, ílangar og raðast gjarnan í helluröð. Þunnar linsur og lög með lárétt lagskiptum grófum sandi eða fínum sandi og silti. Finna má farvegafyllur. Jökulárset. Grófa mölin settist til í talsverðum straumþunga, og gefur líklega til kynna myndun jökuláreyra. Fíni sandurinn og siltið mynduðust þegar straumþungi minnkaði verulega. Árhjallar umhverfis snið 1 styðja þessa túlkun. Þeir eru mishá- ir og misgamlir. Mölin neðst í sniði 1 er í lágum ár- hjalla sem myndaðist við gröft Kringilsár í jökulár- sanda fyrir framhlaupið 1890. Efri árhjallarnir 1 hafa líklega myndast í eða stuttu eftir framhlaupið 1890. 3, samtvinn- aður sandur og silt – Interbedded sand and silt Snið 2 Fínn til grófur sandur, inniheldur oft þunn (1–10 mm) lög af lífrænu silti úr ásýnd 4 FMA. Greina má veika upprunalega lagskiptingu þar sem skiptast á dökk- brún, dökkgrá og ljósbrún lög. Rofflötur skilur að ásýnd 3 og 4. Set myndað í grunnri tjörn/vatni eða í læk. Setið er svipað því sem sést nú í lækjum og tjörnum innan og utan við Hrauka. Í báðum tilfellum er mikið um lífrænt efni. 4, aflöguð syrpa fok- sands, mós og ösku (FMA) – Deformed se- quence of loess, peat and tephra Snið 1, 2 og 3 og utan við Hrauka þar sem syrpan myndar 1–3 m þykkt jarðvegslag ofan á berggrunni. 0,1–2 cm þykk lög af gulum, appelsínugulum og rauð- brúnum mó, ljósbrúnum og dökkbrúnum foksandi, hvort tveggja fléttað saman við öskulög. Kornastærð er leir, silt og fínn sandur. Sums staðar hefur syrpan blandast svo að ekki er unnt að greina sundur setgerðir. Lagmót milli ásýndar 4 og annarra ásýnda eru yfirleitt skörp. Foksandurinn lagðist yfir gróna jörð, sem með tíð og tíma breyttist í mó. Öskulög lögðust svo reglu- lega yfir og fléttuðust þannig inn á milli foksands- og mólaga. Ásýnd 4 myndaðist fyrir framhlaupið 1890. Í miðri syrpunni má m.a. finna öskulag frá gosi í Öræfajökli 1362, sem bendir til að syrpan sé að hluta til eldri. Líklegt er talið að syrpan hafi verið að myndast á síðustu 1–2 árþúsundum. Jökullinn hljóp fram yfir þessa syrpu og aflagaði hana. Því myndar hún nú 4–6 m þykkt lag innan við Hrauka. 5, öskulög – Tephra Snið 1, 2 og 3 Vel aðgreind svört og basísk eða hvít og súr aska. Ösku- lögin eru misþykk, 0,5–3 cm en allt að 10 cm þar sem þau hafa aflagast. Þykkt öskulaga í sniðunum gefur því ekki endilega upprunalega þykkt til kynna. Öskulögin eru oft sundurslitin þar sem þau hafa aflagast. Erfitt getur reynst að greina á milli ásýndar 3 og 5 þar sem aflögun hefur átt sér stað. Öskulögin eru þó yfirleitt betur aðgreind, bera kantaðri korn, og eru án lífrænna leifa. Öskulögin eiga uppruna sinn í eldgosum og hafa myndast við öskufall í Kringils- árrana. 1. tafla. Ásýndir sem greindar voru í þremur sniðum í Hraukum. – Lithofacies identified in the 1890 end moraine.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.