Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 41

Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 41
41 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Skipta má sniði 1 upp í þrjá hluta eftir byggingareinkennum: i) innsti hlutinn (0–3 m), (ii) kjarninn (3–15 m) og (iii) ysti hlutinn (15–22 m) (6. mynd). Innsti hlutinn, 0–3 m – Þessi hluti sniðsins einkennist af aflöguðum jökulruðningi ofan á mölinni. Ofan til fléttast jökulurðin saman við ásýnd 4, FMA. Þar má einnig sjá innlyksur af sandi (6. mynd C). Kjarninn, 3–15 m – Mesta aflög- unin hefur orðið í kjarna garðs- ins. Í neðri hlutanum má sjá afar óreglulega skipan setlaga þar sem finna má sundurslitin setlög og inn- lyksur af jökulruðningi, möl, sandi og öskulögum. Einnig má sjá fjölda fellinga, svo sem tvær liggjandi fell- ingar 3–5 m frá núllpunkti, opna fellingu á 9–10 m og litlar fellingar í sandi og ljósu öskulagi (Öræfa- jökull 1362) á 13–15 m. Á stöku stað má finna tilviljanakennda blöndu allra setgerða (6. mynd C). Efri hluti sniðs 1 einkennist af ósamhverfri, opinni og breiðri and- hverfu og þröngri samhverfu þar fyrir framan. Greina má nokkuð reglulega og samfellda lagskiptingu í andhverfunni og samhverfunni, en lagskipting þar fyrir neðan er ógreinilegri vegna meiri aflögunnar. Andhverfan og samhverfan vísa til norðurs, og bendir það, ásamt athugunum og mælingum á fell- ingarásum, til aflögunar úr suðri eða suðaustri (6. mynd D). Við neðri mörk andhverfunnar eru litlar, ósamhverfar og kassalaga fellingar sem gefa til kynna færslu stóru andhverfunnar ofan á neðri hlut- anum. Framan við litlu kassalaga fellingarnar má finna svokallaðar slíðurfellingar sem mynda hring- laga mynstur í sniðinu (6. mynd E). Breytingin í byggingareinkennum sem á sér stað frá efri hlutanum niður í neðri hlutann bendir til auk- innar aflögunar niður á við. Ysti hlutinn, 15–22 m – Ásýnd 1, jökulurð, einkennir neðri hlutann en ásýndir 3, 4 og 5 einkenna efri hlutann. Jökulurðin er u.þ.b. 1 m þykk en þynnist til norðurs. Hér er aflögun lítil miðað við það sem sést annars staðar í sniðinu, en þó má greina lítil þrýstimisgengi og opnar fellingar (6. mynd C). Snið 2 Snið 2 er austan til í Kringilsárrana (1. mynd). Hér er jökulgarðurinn u.þ.b. 50 m breiður og 10 m hár. Vindur hefur rofið skarð í gegnum garðinn, en þó án þess að afhjúpa innsta og ysta hluta hans. Landslagið innan við garðinn er holótt enda hauga- ruðningur ráðandi vegna bráðn- unar dauðíss. Utan við garðinn er gróið sléttlendi með hringlaga tjörnum sem eru ummerki eftir fallnar rústir (7. mynd). Í sniði 2 fundust þrjár setásýndir: samtvinn- aður sandur og silt, FMA og ösku- lög. Skipta má sniði 2 upp í þrjá hluta eftir byggingareinkennum: (i) innsti hluti kjarnans (0–11 m), (ii) miðhluti kjarnans (11–16) og (iii) ytri hluti kjarnans (16–23 m) (7. mynd C). 6. mynd. Snið 1. Þrýstingur jökulsins frá hægri til vinstri. a) Þrívíð loftmynd af sniðinu og nánasta umhverfi þess. b) Ljósmynd af sniðinu. c) Teikning af sniðinu. d) Gröf sem sýna þrívíða legu setlaga, misgengja og fellingaása í sniðinu. V1 táknar meðalstefnu og halla, S1 táknar tölfræðilegan styrk reiknaðra meðaltala og n táknar fjölda mælinga. e) Ljósmynd af hringlaga slíðursfellingu á 12 m undir andhverfunni í efri hlutanum. – Section 1. a) Overview of the section’s surroundings. b) Photograph of the section. Ice flow from right to left. c) Diagram of the section. d) Structural data. e) Photograph of a sheath fold at 12 m below the anticline.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.