Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 44

Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 44
Náttúrufræðingurinn 44 eru athyglisverðar þar sem þær vísa til suðurs (gegnt jökli og öðrum fell- ingum í sniðinu) (8. mynd A). Þetta bendir til þess að hindrun hafi verið til staðar framan við jökulgarð- inn þegar hann var að myndast og orsakað spennu úr norðri, þ.e. á móti jöklinum. Túlkun á byggingar- einkennum í sniðum 1–3 Byggingareinkenni í sniðum 1–3 sýna að hnígandi aflögun (myndun fellinga) hefur verið ráðandi í myndun jökulgarðsins. Brotaflögun (myndun misgengja) hefur átt sér stað í flestum tilfellum eftir að fell- ingar mynduðust og þarafleiðandi á síðari stigum í myndun garðsins. Fínkornótta syrpan (ásýndir 3, 4 og 5; 1. tafla) hefur litla holrýmd og lekt. Allt vatn sem þangað kemst hripar illa í gegnum setið og vatns- þrýstingur byggist upp. Þetta veikir syrpuna sem fyrir vikið aflagast frekar. Myndun jökulgarðsins hófst með samþjöppun setlaga svo að í upphafi mynduðust litlar fellingar og misgengi, sem sjá má í neðri hlut- anum í sniðum 1 og 2. Eftir því sem aflögunin ágerðist fór garðurinn að rísa er opnar en ósamhverfar and- hverfur og samhverfur mynduðust í efri hluta jarðlagasyrpunnar. Þessar andhverfur og samhverfur, sem sjást greinilega í sniðum 1 og 2 (6. og 7. mynd), færðust síðan til ofan á neðri hluta syrpunnar við frekari þrýsting jökulsporðsins. Merki þessa má sjá í formi misgengja og smárra, kassa- laga fellinga rétt undir andhverf- unni. Við þetta afmyndaðist neðri hlutinn í kjarna garðsins enn frekar, eins og sjá má á stöku stað í sniðum 1 og 2; þar eru byggingareinkenni tilviljanakennd eða afmáð þar sem setásýndir hafa blandast. Ásýnd 3, sandur og silt, sem settist upp- runalega til í lítilli tjörn en má nú sjá í sniði 2, hefur verið stíf og því aflagast að mestu við brot. Þegar jökulsporðurinn færðist lengra fram og aflögun ágerðist enn frekar reis andhverfan, lögin í henni fóru að brotna eilítið upp og samhverfan framan við þrengdist og dýpkaði. Þetta sést vel í sniði 2 (7. mynd). Þar sem þrýstingur jökulsporðsins varaði lengur felldust hinar upp- runalegu andhverfur og samhverfur enn frekar, svo að margar mishalla fellingar mynduðust. Meðan á öllu þessu gekk jókst vatnsþrýstingur jafnt og þétt undir jökulsporðinum þar sem vatnið í fínkornóttum set- lögunum átti sér enga undankomu- leið. Þegar vatnsþrýstingurinn náði ákveðnu hámarki braut vatnið sér leið undir jökulgarðinn og gaus upp fyrir framan hann. Við þetta féll vatnsþrýstingur snögglega, setlaga- syrpan stífnaði og misgengi mynd- uðust í kjölfarið vegna brotaflög- unar. Þetta sést greinilega í sniði 3 (8. mynd), sem fyrir vikið sýnir inn- viði Hrauka í sinni þróuðustu mynd. Þróun aflögunarinnar má lýsa með einföldu líkani á 9. mynd. Á meðan aflögunin átti sér stað og jökulgarðurinn var að myndast, færðist hann áfram á undirlagi sínu (möl (snið 1) eða berggrunni (snið 2 og 3)). Þó bendir margt til að við- nám við neðri mörk hinnar aflöguðu setlagasyrpu hafi verið mikið. Þetta sést t.a.m. á því að jökulgarðurinn er nokkuð hár en mjór, þ.e. aflögunin hefur orðið á frekar þröngu belti við jökulsporðinn (20–50 m). Auk þess eru fellingarnar sem sjá má í snið- unum rótfastar, þ.e. þær hafa ekki rifnað upp og flust einhverja tiltekna vegalengd, sem annars myndi gerast ef viðnám hefði verið lítið. Mikið við- nám milli fínkornóttu syrpunnar og malarinnar undir orsakast einkum af því að vatn safnaðist ekki fyrir á mörkum þessara laga. Ástæða þess er að allt vatn sem komst í snertingu við leka mölina hripaði auðveldlega í gegnum hana. Þar sem fínkornótta syrpan hvílir á berggrunni jókst við- nám þar á milli að sama skapi þegar grunnvatn braut sér leið undan jökulsporðinum og vatnsþrýstingur í fínkornóttu syrpunni féll undir lok framhlaupsins (eins og lýst er að framan). Halli og hallastefna setlaga og mis- gengja í sniðunum er mjög breytileg. Hallastefna setlaganna er mismun- andi eftir því hvar í fellingum hún er mæld og halli og hallastefna mis- gengja mismunandi eftir því hvort 9. mynd. Einfalt líkan af þróun fellinga í jökulgarðinum. Í fyrstu myndast opnar andhverfur og samhverfur sem síðan taka að þrengjast og hallast við frekari aflögun. Þar sem aflög- unin hefur varað hvað lengst myndast margar mishalla fellingar í kjarna jökulgarðsins. – Simple model of the evolution of anticlines and synclines within the end moraine.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.