Náttúrufræðingurinn - 2012, Qupperneq 44
Náttúrufræðingurinn
44
eru athyglisverðar þar sem þær vísa
til suðurs (gegnt jökli og öðrum fell-
ingum í sniðinu) (8. mynd A). Þetta
bendir til þess að hindrun hafi verið
til staðar framan við jökulgarð-
inn þegar hann var að myndast og
orsakað spennu úr norðri, þ.e. á
móti jöklinum.
Túlkun á byggingar-
einkennum í sniðum 1–3
Byggingareinkenni í sniðum 1–3
sýna að hnígandi aflögun (myndun
fellinga) hefur verið ráðandi í
myndun jökulgarðsins. Brotaflögun
(myndun misgengja) hefur átt sér
stað í flestum tilfellum eftir að fell-
ingar mynduðust og þarafleiðandi á
síðari stigum í myndun garðsins.
Fínkornótta syrpan (ásýndir 3, 4
og 5; 1. tafla) hefur litla holrýmd og
lekt. Allt vatn sem þangað kemst
hripar illa í gegnum setið og vatns-
þrýstingur byggist upp. Þetta veikir
syrpuna sem fyrir vikið aflagast
frekar. Myndun jökulgarðsins hófst
með samþjöppun setlaga svo að í
upphafi mynduðust litlar fellingar
og misgengi, sem sjá má í neðri hlut-
anum í sniðum 1 og 2. Eftir því sem
aflögunin ágerðist fór garðurinn að
rísa er opnar en ósamhverfar and-
hverfur og samhverfur mynduðust í
efri hluta jarðlagasyrpunnar. Þessar
andhverfur og samhverfur, sem sjást
greinilega í sniðum 1 og 2 (6. og 7.
mynd), færðust síðan til ofan á neðri
hluta syrpunnar við frekari þrýsting
jökulsporðsins. Merki þessa má sjá
í formi misgengja og smárra, kassa-
laga fellinga rétt undir andhverf-
unni. Við þetta afmyndaðist neðri
hlutinn í kjarna garðsins enn frekar,
eins og sjá má á stöku stað í sniðum
1 og 2; þar eru byggingareinkenni
tilviljanakennd eða afmáð þar sem
setásýndir hafa blandast. Ásýnd
3, sandur og silt, sem settist upp-
runalega til í lítilli tjörn en má nú
sjá í sniði 2, hefur verið stíf og því
aflagast að mestu við brot. Þegar
jökulsporðurinn færðist lengra fram
og aflögun ágerðist enn frekar reis
andhverfan, lögin í henni fóru að
brotna eilítið upp og samhverfan
framan við þrengdist og dýpkaði.
Þetta sést vel í sniði 2 (7. mynd).
Þar sem þrýstingur jökulsporðsins
varaði lengur felldust hinar upp-
runalegu andhverfur og samhverfur
enn frekar, svo að margar mishalla
fellingar mynduðust. Meðan á öllu
þessu gekk jókst vatnsþrýstingur
jafnt og þétt undir jökulsporðinum
þar sem vatnið í fínkornóttum set-
lögunum átti sér enga undankomu-
leið. Þegar vatnsþrýstingurinn náði
ákveðnu hámarki braut vatnið sér
leið undir jökulgarðinn og gaus
upp fyrir framan hann. Við þetta féll
vatnsþrýstingur snögglega, setlaga-
syrpan stífnaði og misgengi mynd-
uðust í kjölfarið vegna brotaflög-
unar. Þetta sést greinilega í sniði 3
(8. mynd), sem fyrir vikið sýnir inn-
viði Hrauka í sinni þróuðustu mynd.
Þróun aflögunarinnar má lýsa með
einföldu líkani á 9. mynd.
Á meðan aflögunin átti sér stað
og jökulgarðurinn var að myndast,
færðist hann áfram á undirlagi sínu
(möl (snið 1) eða berggrunni (snið
2 og 3)). Þó bendir margt til að við-
nám við neðri mörk hinnar aflöguðu
setlagasyrpu hafi verið mikið. Þetta
sést t.a.m. á því að jökulgarðurinn er
nokkuð hár en mjór, þ.e. aflögunin
hefur orðið á frekar þröngu belti við
jökulsporðinn (20–50 m). Auk þess
eru fellingarnar sem sjá má í snið-
unum rótfastar, þ.e. þær hafa ekki
rifnað upp og flust einhverja tiltekna
vegalengd, sem annars myndi gerast
ef viðnám hefði verið lítið. Mikið við-
nám milli fínkornóttu syrpunnar og
malarinnar undir orsakast einkum
af því að vatn safnaðist ekki fyrir á
mörkum þessara laga. Ástæða þess
er að allt vatn sem komst í snertingu
við leka mölina hripaði auðveldlega
í gegnum hana. Þar sem fínkornótta
syrpan hvílir á berggrunni jókst við-
nám þar á milli að sama skapi þegar
grunnvatn braut sér leið undan
jökulsporðinum og vatnsþrýstingur
í fínkornóttu syrpunni féll undir lok
framhlaupsins (eins og lýst er að
framan).
Halli og hallastefna setlaga og mis-
gengja í sniðunum er mjög breytileg.
Hallastefna setlaganna er mismun-
andi eftir því hvar í fellingum hún
er mæld og halli og hallastefna mis-
gengja mismunandi eftir því hvort
9. mynd. Einfalt líkan af þróun fellinga í jökulgarðinum. Í fyrstu myndast opnar andhverfur
og samhverfur sem síðan taka að þrengjast og hallast við frekari aflögun. Þar sem aflög-
unin hefur varað hvað lengst myndast margar mishalla fellingar í kjarna jökulgarðsins.
– Simple model of the evolution of anticlines and synclines within the end moraine.