Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 46

Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 46
Náttúrufræðingurinn 46 sem hallar mót jökli, hefur myndast undir sporði jökulsins og vatn í undirlagi jökulsins gýs upp undan þrýstingi framan við sporðinn.9,13 Líklegt er að vatnið hafi gosið upp í gegnum göt í sífreranum, t.d. á milli rústa (10. mynd). 4. Undir lok framhlaupsins fellur vatnsþrýstingur í undirlagi jökuls- ins. Þetta gerist af tveimur ástæðum: a) minna bræðsluvatn berst inn í setlögin undir jöklinum vegna þess að stór hluti jökulsins er nú óvirkur og b) meira vatn brýtur sér leið undan jökulsporðinum. Þegar vatns- þrýstingur fellur í setlögunum eykst viðnám á mörkum jökuls og undir- lags annars vegar og undirlags og berggrunns hins vegar. Þar að auki styrkist og stífnar sjálf setlagasyrpan, fellingamyndun í henni lýkur og syrpan aflagast nú við brot. Þetta skýrir misgengi sem skera fellingar í setfleygnum og jökulgarðinum. Jökulgarðurinn er í raun órjúfanleg- ur hluti setfleygsins og er talið að garðurinn hafi myndast á síðasta degi framhlaupsins, eða þar um bil, þegar myndun fleygsins var að mestu lokið (10. mynd). Aflögunin í jökulgarðinum er mismikil, eins og sjá má á sniðum 1, 2 og 3 (6., 7. og 8. mynd). Það skýrist ýmist af því hve löngu fyrir endalok framhlaupsins garðurinn byrjaði að myndast eða af því hve sterk tengslin voru á milli jökulsporðsins og setlaganna undir og framan við hann. Þar sem aflög- unin er hvað mest í sniði 3 hefur myndun garðsins annaðhvort hafist nokkru fyrr en í hinum sniðunum eða sporðurinn tengst setlögunum sterkari böndum og þarafleiðandi þrýst á þau af meiri krafti. Fall í vatnsþrýstingi getur skýrt hvort tveggja. 5. Landlögun og innri bygging garðsins stjórnast aðallega af teg- und og styrk þeirra setlaga sem garðurinn er myndaður úr, ásamt umfangi aflögunarinnar: Þar sem setlög eru fínkornótt og vatnsþrýst- ingur mikill er setlagasyrpan veik og hnígandi aflögun (fellingamyndun) því ráðandi. Aflögunin á sér stað á frekar þröngu belti (50–100 m) framan við jökulsporðinn, eins og sést á sniðum 1–3 þar sem fellingar eru rótfastar og halli misgengja oft mikill. Þetta bendir til mikils viðnáms á mörkum hinnar felldu syrpu og þeirra jarðlaga sem undir liggja (berggrunnur eða möl) (10. mynd). Segja má að aflögunin í jökulgarð- inum sé hluti af myndun setfleygs- ins. Myndun fellinga og misgengja á síðustu dögum framhlaupsins leiddu til myndunar jökulgarðsins ofan á setfleygnum. Setfleygurinn og jökulgarðurinn eru því óaðskilj- anlegir hlutar af lokaafurð fram- hlaupsins 1890. Vegna þess að skrið- hraði Brúarjökuls í framhlaupum er 100–120 m/dag er talið að myndun setfleygsins hafi tekið um fimm daga og myndun jökulgarðsins Hrauka einungis u.þ.b. einn dag. Athuganir á framhlaupi Brúarjök- uls veturinn 1963–1964 styðja þessa túlkun, enda sáust engir garðar við jökulsporðinn meðan á framhlaup- inu stóð. Áberandi jökulgarða frá þessu framhlaupi eru þó í Kringils- árrana,10,25 og bendir það til að garðarnir hafi myndast alveg í lok framhlaupsins. Niðurstöður Í Kringilsárrana eru einhverjir til- komumestu jökulgarða á Íslandi – Hraukar. Þeir mynduðust í fram- hlaupi Brúarjökuls 1890 er jökull- inn hljóp fram yfir land sem ekki hafði verið hulið jökli í nokkur þús- und ár. Á þeim tíma hafði myndast fínkornótt setlagasyrpa með fok- sandi, mó og öskulögum, sem nú má sjá aflöguð í jökulgarðinum. Jökulgarðurinn er stærstur (hæstur og breiðastur) í dalverpum þar sem setlagasyrpan hefur verið hvað þykkust. Garðurinn er ennfremur órjúfanlegur hluti af setfleyg sem myndaðist undir sporði jökulsins á síðustu dögum framhlaupsins, þegar set í undirlagi jökulsins hlóðst þar upp. Garðurinn sjálfur er talinn hafa myndast á u.þ.b. einum degi – síðasta degi framhlaupsins. Þessi rannsókn eykur skilning okkar á þeim ferlum sem eru að verki undir jöklum og við jökul- sporða í framhlaupi. Niðurstöður hennar gætu jafnframt varðað túlk- anir á landformum sem myndast hafa af völdum ísaldarjökla og eru jafnvel talin mynduð við hrað- fara ísstrauma þeirra. Ennfremur gætu niðurstöður rannsóknarinnar komið að gagni til að skilja stóra set- fleyga sem ganga í sjó fram á Suður- skautslandinu og myndast hafa við flotmörk ísstrauma. Líkönin sem hér eru sett fram má því e.t.v. heim- færa á svæði þar sem aðstæður eru þess eðlis að hraðfara jöklar (fram- hlaupsjöklar eða ísstraumar) geta dregið undirlag sitt með sér.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.