Náttúrufræðingurinn - 2012, Síða 46
Náttúrufræðingurinn
46
sem hallar mót jökli, hefur myndast
undir sporði jökulsins og vatn í
undirlagi jökulsins gýs upp undan
þrýstingi framan við sporðinn.9,13
Líklegt er að vatnið hafi gosið upp
í gegnum göt í sífreranum, t.d. á
milli rústa (10. mynd).
4. Undir lok framhlaupsins fellur
vatnsþrýstingur í undirlagi jökuls-
ins. Þetta gerist af tveimur ástæðum:
a) minna bræðsluvatn berst inn í
setlögin undir jöklinum vegna þess
að stór hluti jökulsins er nú óvirkur
og b) meira vatn brýtur sér leið
undan jökulsporðinum. Þegar vatns-
þrýstingur fellur í setlögunum eykst
viðnám á mörkum jökuls og undir-
lags annars vegar og undirlags og
berggrunns hins vegar. Þar að auki
styrkist og stífnar sjálf setlagasyrpan,
fellingamyndun í henni lýkur og
syrpan aflagast nú við brot. Þetta
skýrir misgengi sem skera fellingar
í setfleygnum og jökulgarðinum.
Jökulgarðurinn er í raun órjúfanleg-
ur hluti setfleygsins og er talið að
garðurinn hafi myndast á síðasta
degi framhlaupsins, eða þar um
bil, þegar myndun fleygsins var að
mestu lokið (10. mynd). Aflögunin í
jökulgarðinum er mismikil, eins og
sjá má á sniðum 1, 2 og 3 (6., 7. og 8.
mynd). Það skýrist ýmist af því hve
löngu fyrir endalok framhlaupsins
garðurinn byrjaði að myndast eða
af því hve sterk tengslin voru á milli
jökulsporðsins og setlaganna undir
og framan við hann. Þar sem aflög-
unin er hvað mest í sniði 3 hefur
myndun garðsins annaðhvort hafist
nokkru fyrr en í hinum sniðunum
eða sporðurinn tengst setlögunum
sterkari böndum og þarafleiðandi
þrýst á þau af meiri krafti. Fall í
vatnsþrýstingi getur skýrt hvort
tveggja.
5. Landlögun og innri bygging
garðsins stjórnast aðallega af teg-
und og styrk þeirra setlaga sem
garðurinn er myndaður úr, ásamt
umfangi aflögunarinnar: Þar sem
setlög eru fínkornótt og vatnsþrýst-
ingur mikill er setlagasyrpan veik og
hnígandi aflögun (fellingamyndun)
því ráðandi. Aflögunin á sér stað
á frekar þröngu belti (50–100 m)
framan við jökulsporðinn, eins og
sést á sniðum 1–3 þar sem fellingar
eru rótfastar og halli misgengja
oft mikill. Þetta bendir til mikils
viðnáms á mörkum hinnar felldu
syrpu og þeirra jarðlaga sem undir
liggja (berggrunnur eða möl) (10.
mynd).
Segja má að aflögunin í jökulgarð-
inum sé hluti af myndun setfleygs-
ins. Myndun fellinga og misgengja
á síðustu dögum framhlaupsins
leiddu til myndunar jökulgarðsins
ofan á setfleygnum. Setfleygurinn
og jökulgarðurinn eru því óaðskilj-
anlegir hlutar af lokaafurð fram-
hlaupsins 1890. Vegna þess að skrið-
hraði Brúarjökuls í framhlaupum er
100–120 m/dag er talið að myndun
setfleygsins hafi tekið um fimm
daga og myndun jökulgarðsins
Hrauka einungis u.þ.b. einn dag.
Athuganir á framhlaupi Brúarjök-
uls veturinn 1963–1964 styðja þessa
túlkun, enda sáust engir garðar við
jökulsporðinn meðan á framhlaup-
inu stóð. Áberandi jökulgarða frá
þessu framhlaupi eru þó í Kringils-
árrana,10,25 og bendir það til að
garðarnir hafi myndast alveg í lok
framhlaupsins.
Niðurstöður
Í Kringilsárrana eru einhverjir til-
komumestu jökulgarða á Íslandi
– Hraukar. Þeir mynduðust í fram-
hlaupi Brúarjökuls 1890 er jökull-
inn hljóp fram yfir land sem ekki
hafði verið hulið jökli í nokkur þús-
und ár. Á þeim tíma hafði myndast
fínkornótt setlagasyrpa með fok-
sandi, mó og öskulögum, sem nú
má sjá aflöguð í jökulgarðinum.
Jökulgarðurinn er stærstur (hæstur
og breiðastur) í dalverpum þar
sem setlagasyrpan hefur verið hvað
þykkust. Garðurinn er ennfremur
órjúfanlegur hluti af setfleyg sem
myndaðist undir sporði jökulsins
á síðustu dögum framhlaupsins,
þegar set í undirlagi jökulsins hlóðst
þar upp. Garðurinn sjálfur er talinn
hafa myndast á u.þ.b. einum degi –
síðasta degi framhlaupsins.
Þessi rannsókn eykur skilning
okkar á þeim ferlum sem eru að
verki undir jöklum og við jökul-
sporða í framhlaupi. Niðurstöður
hennar gætu jafnframt varðað túlk-
anir á landformum sem myndast
hafa af völdum ísaldarjökla og eru
jafnvel talin mynduð við hrað-
fara ísstrauma þeirra. Ennfremur
gætu niðurstöður rannsóknarinnar
komið að gagni til að skilja stóra set-
fleyga sem ganga í sjó fram á Suður-
skautslandinu og myndast hafa við
flotmörk ísstrauma. Líkönin sem
hér eru sett fram má því e.t.v. heim-
færa á svæði þar sem aðstæður eru
þess eðlis að hraðfara jöklar (fram-
hlaupsjöklar eða ísstraumar) geta
dregið undirlag sitt með sér.