Náttúrufræðingurinn - 2012, Qupperneq 50
Náttúrufræðingurinn
50
gangsetja má virkjanir hvenær sem
er og af þeirri stærð sem tekur mið
af þekkingu á auðlindinni. Kjör-
aðstæður eru fyrir hendi ef tilgangur-
inn með jarðgufuvirkjunum er sá
að minnka notkun annarra orku-
gjafa, annaðhvort af umhverfis- eða
hagkvæmniástæðum. Af ofansögðu
virðist ekki líklegt að nýting jarðhita
á heimsvísu til raforkuframleiðslu
taki stór stökk fram á við, a.m.k.
ekki í fyrirsjáanlegri framtíð, heldur
verði vöxturinn tiltölulega hægur
eins og verið hefur undanfarin 25
ár (1. mynd). Á hinn bóginn hefur
bein notkun jarðvarma aukist mjög
mikið á síðustu tveimur áratugum.
Stafar sú aukning mest af stórauk-
inni notkun varmadælna (3. mynd).
Það er alveg ljóst að auðlindir
jarðar eru takmarkaðar. Sú staðreynd
hefur leitt þess viðhorfs að fara skuli
vel og sparlega með þessar auðlindir
og leggja áherslu á sjálfbæra þróun,
en þróun er sjálfbær ef hún fullnægir
þörfum samtíðarinnar án þess að
skerða möguleika komandi kynslóða
til að fullnægja þörfum sínum.4 Með
þetta í huga ætti að leggja áherslu
á fjölnýtingu háhita fremur en nýt-
ingu til raforkuframleiðslu eingöngu,
a.m.k. þar sem henni verður við
komið, vegna þess að með fjölnýt-
ingu er auðlindin vel nýtt (hér má
nefna Svartsengi og á Nesjavelli sem
dæmi) en ekki þegar eingöngu er
um raforkuframleiðslu að ræða. Vilji
Íslendingar fara að núverandi stjórn-
arstefnu og styðja sjálfbæra þróun
í verki, ætti þjóðin að greiða arð af
nýtingu jarðhita í auðlindasjóð til
handa komandi kynslóðum, því
einstök jarðhitakerfi eru endanleg
orkulind.5 Þá þyrfti að grandskoða í
ljósi sjálfbærrar þróunar hvort íbúar
og fyrirtæki í þéttbýli ættu ekki að
hafa forgang að nýtingu jarðhita-
kerfa sem eru innan seilingar og þá
aðallega til upphitunar húsa.
Orku- og umhverfismál
í heiminum
Margir áratugir eru síðan áhyggjur
vöknuðu um að hratt væri gengið
á olíulindir jarðar og að því kæmi í
fyrirsjáanlegri framtíð að þær yrðu
1. mynd. Uppsett rafafl jarðgufuvirkjana
(A) á Íslandi3 og (B) í heiminum1. Á síðustu
25 árum hefur árlegur vöxtur í heiminum
verið nálægt 230 MW. Spár um vöxt hafa
jafnan verið hærri en raunvöxtur og svo
gæti einnig orðið með spána fram til 2015
(bláa slitna línan). Uppsett afl jarðgufu-
stöðva á Íslandi er 6,2 % af heildinni á
heimsvísu. Gögn fyrir heiminn eru frá
Bertrani1 en fyrir Ísland frá Stefáni Arnórs-
syni o.fl.3 og skv. munnlegum upplýsingum
frá Árna Ragnarssyni hjá Samorku. – In-
stalled capacity of geothermal power plants
in (A) Iceland and (B) worldwide. During
the last 25 years annual growth has been
about 230 MW. In the past, development plans have generally been higher than real growth. The same may be the case for the prediction
up to 2015 (blue broken line). Installed capacity of plants in Iceland is 6.2% of the total in the world. Data for the world are from
Bertrani1 but those for Iceland are from Stefán Arnórsson et al.3 and oral information from Árni Ragnarsson at Samorka.
0
100
200
300
400
500
600
700
1960 1970 1980 1990 2000 2010 2020
Ár – Year
0
2
4
6
8
10
12
14
16
18
20
1950 1960 1970 1980 1990 2000 2010 2020
U
pp
se
tt
af
l í
G
W
–
In
st
al
le
d
ca
pa
ci
ty
in
G
W
U
pp
se
tt
af
l í
M
W
–
In
st
al
le
d
ca
pa
ci
ty
in
M
W
Ár – Year
A
B
0
100
200
300
400
500
600
700
1960 1970 1980 1990 2000 2010 2020
Ár – Year
0
2
4
6
8
10
12
14
16
18
20
1950 1960 1970 1980 1990 2000 2010 2020
U
pp
se
tt
af
l í
G
W
–
In
st
al
le
d
ca
pa
ci
ty
in
G
W
U
pp
se
tt
af
l í
M
W
–
In
st
al
le
d
ca
pa
ci
ty
in
M
W
Ár – Year
A
B
2. mynd. (A) Aukning á koltvíoxíði í andrúmsloftinu samkvæmt mælingum á Mauna Loa á Hawaii og (B) meðalhlýnun andrúmslofts við
yfirborð jarðar. Koltvíoxiðstyrkurinn (ppmv) er í mg í lítra. Byggt á Wikipedia.9 – (A) Increase in atmospheric carbon dioxide according
to monitoring at Mauna Loa on Hawaii and (B) increase in global temperatures at Earth's surface. The carbon dioxide concentration
is in mg/L (ppmv). Based on Wikipedia.9
Okt. Jan.
310
1960
Ár – Year
Árssveifla – Annual cycle
A
2000199019801970 2010
Jan. Apr. Júl.
370
360
350
340
330
320
380
390
M
ag
n
ko
ltv
ío
xí
ðs
–
C
ar
bo
n
di
ox
id
e
co
nc
en
tra
tio
n
(p
pm
v)
Koltvíoxíð í andrúmslofti á eyjunni Mauna Loa á Hawaii.
– Carbon dioxide in the atmosphere as measured
at Mauna Loa, Hawaii.
- 0,4
1880
Ár – Year
B
Ársmeðaltal – Annual average
Meðaltal 5 ára – 5 year average
1960194019201900 1980 2000
0,6
0,4
0,2
0,0
- 0,2
H
ita
br
ey
tin
ga
r –
T
em
pe
ra
tu
re
c
ha
ng
e
(°C
)