Náttúrufræðingurinn - 2012, Side 55
55
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
10 km dýpi. Í efstu 10 km nemur
varmaorkuforðinn 1,2 EJ (1 exajúl
(EJ) = 1024 J) en 0,1 EJ í efstu 3 km.
Miðað við mat Gunnars Böðvars-
sonar17 á orkuflæði og Guðmundar
Pálmasonar o.fl.28 á orkuforða svarar
varmaorkan í efstu 10 km jarðskorp-
unnar til varmaflæðis úr möttli í 1,3
milljónir ára en til rúmlega 100.000
ára miðað við varmaforðann í efstu
3 km jarðskorpunnar.3 Af þessum
tölum má sjá að jarðvarmi getur
naumast talist endurnýjanleg auð-
lind frá sjónarhóli eðliseiginleika
hans.
Varmaflæði út um yfirborð þurr-
lendis er metið 14.700 GW af Davis
og Davis.26 Tækist að nýta þennan
varma að hluta, segjum 10%, eða
1.470 GW, er ljóst að þetta endur-
nýjanlega orkuflæði er ekki stórt á
mælikvarða orkunotkunar mann-
kyns. Í dag er uppsett afl raforku-
vera í heiminum eitthvað á fimmta
þúsund GW. Tækist hins vegar
með tækniframförum að nýta þann
varmaforða sem býr í efsta hluta
jarðskorpunnar fengi mannkynið
aðgang að nánast óendanlega stórri
varmanámu, en slíkar framfarir
eru forsenda þess að nýting þess-
arar varmanámu verði að veru-
leika. Langt er síðan vísindamenn
áttuðu sig á því að framtíðarorku-
gjafi mannkyns hlýtur að vera sólin
og sá orkugjafi er endurnýjanlegur.
Varmastreymi frá sólinni á jörðina
er um 4.000 sinnum meira en varma-
streymið út um yfirborð jarðar.
Flokkun jarðvarmakerfa
og einkenni þeirra
Jarðhitasvæði verður best skilgreint
sem afmarkað svæði á yfirborði
jarðar þar sem hærri hita verður
vart en yfirleitt gerist, þ.e. ýmist í
laugum, hverum eða heitum jarð-
vegi. Undir slíkum svæðum er heitt
og lekt berg með heitu vatni og/eða
gufu, m.ö.o. svonefnt jarðhitakerfi.
Jarðhitakerfi eru hluti af þeim
kerfum í jörðu sem hér eru nefnd
jarðvarmakerfi (e. geothermal sys-
tem). Hér er orðið jarðhitakerfi
notað í sömu merkingu og enska
hugtakið „hydrothermal system“.
Jarðvarmakerfi hafa verið flokkuð
með ýmsu móti, allt eftir reynslu
þess sem setur flokkunina fram og
einkennum þeirra jarðvarmakerfa
sem sá hinn sami þekkir. Það sem
réttlætir flokkun er sú staðreynd
að jarðvarmakerfi finnast aftur og
aftur í samskonar jarðfræðilegu
umhverfi. Eftir sem áður eru engin
tvö jarðhitakerfi eins í smáatriðum
og örugglega ekki með tilliti til
vinnslueiginleika. Sú flokkun sem
höfundur aðhyllist, vegna þess að
hún nær yfir langflest þekkt jarð-
varmakerfi, var sett fram af Goff og
Janik.29 Flokkunin er þannig:
1) kerfi í ungu eldfjallaumhverfi
(háhitakerfi)
2) sprungukerfi (lághitakerfi)
3) kerfi í setlagatrogum (jarðþrýstikerfi)
4) kerfi í heitu en þéttu bergi (þurrkerfi)
5) kvikukerfi
Íslenskum jarðvarmakerfum sem
flokkast undir jarðhitakerfi hefur
lengi verið skipt í tvo flokka, þ.e.
5. mynd. Forn háhitakerfi í neógen (síð-tertíerum) og kvarterum berggrunni. – Fossil high-temperature systems in neogene (late-tertiary)
and quaternary formations.
0 50 km
Forn megineldstöð - Extinct central volcano complexes
Tertíert berg - Tertiary bedrock
Árkvartert berg - Plio-Pleistocene bedrock
Síðkvarter hraun - Late Pleistocene lavas
Síðkvartert móberg - Late Pleistocene hyaloclastites
Súrt gosberg - Rhyolite
Basískt og súrt innskotsberg - Gabbro and granophyre
Hraun frá nútíma - Postglacial lavas
Setlög frá nútíma - Alluvium
Gosbelti - Volcanic zone
Skýringar - Legend
Geological map of Iceland by Haukur Jóhannesson and Kristján Sæmundsson 1999. 1:1.000.000. Icelandic Institute of Natural History.
0 50 km